Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 7
Ina May Gaskin er framkvæmdastjóri The Farm Midwifery Center sem er nálægt Summertown í Tennessee í Bandaríkjunum. Hún ásamt eiginmanni sínum Stephen Gaskin stofnuðu þar hippakommúnu árið 1971 ásamt 320 öðrum hippum ífá San Francisco. Fljótlega eftir stoínun kommúnunnar komu hæfileikar Inu May í ljós við að hjálpa konum í fæðingum. Þar sem alla jafna var ekki ráð á læknisaðstoð eða sjúkrahúsvist í kommúnunni þá kom það í hlut kvennanna þar að taka á móti börnum hverrar annarar. Ina May fékk tilsögn lækna ffá Rhode Island og Tennessee en að mestum hluta er hún sjálflærð ljósmóðir. í dag hefur Ina May ljósmóðurréttindi í Bandaríkjunum en einnig ferðast hún um allan heim og heldur fyrirlestra. Hugmyndafræði Inu May Gaskin hefur hlotið góðan hljómgrunn víða í heiminum og athygli hefur verið vakin á því að á meðan keisaratíðni heíur aukist í Bandaríkjunum og er u.þ.b. 20%, til samanburðar er hún um 1 -2% á The Farm Midwifery Center. Þekktasta aðferð Inu May í fæðingum er svokölluð “Gaskin aðferð” við að losa um axlarklemmu, en sú aðferð er kennd í háskólum í ljósmóður- og læknisfræði víða um heim. Ina May hefur verið einkar farsæl í starfi á þeim rúmlega 30 árum sem hún hefur unnið við ljósmóðurstörf. Auk þess hefur hún verið iðin við að miðla þekkingu og reynslu sinni til ljósmæðra og kvenna sem tileinka sér Ijósmæðrastörf, haldið mörg námskeið og skrifað kennslubækur. Það er íslenskum Ijósmæðrum mikill fengur í að fá í heimsókn ljósmóður eins og Inu May með slíka lífssýn og reynslu til að deila með okkur. Ina May er fjársjóður fyrir Ijósmóðurstéttina þar sem frásagnir hennar kenna okkur mikið og sfyrkja okkur í þeirri trú að fæðing sé eðlilegt ferli og ekki sé þörf á inngripum fyrr en annað kemur í ljós. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að standa vörð um náttúrulegt ferli barnsfæðingarinnar með því að virkja þá eðlisávísun og þann kraft sem konur búa yfir. Kjarni hugmyndafræði Inu May er að ljósmæður og konur megi ekki missa trúna á eigin kraft og getu með því að leggja einvörðungu traust á tækni í fæðingum heldur treysta á náttúruna. Að neðan er Ina May á tali v i ð Sigriði Síu yfirljósmóður á Miðstöð mæðraverndar og Guðrímu Ólöfu (Lóló) sem til margra ára hefur sinnt heima- fœðingum. Til vinstri er svo lna May með ístertuna góðu sem var löguð sérstaklega fyrir hana hjá Kjöris i Hveragerði. Fylgjan Fylgja dag- og minnisbók ljósmæðra er komin út. Því miður féllu niður í prentun öftustu blaðsíðumar sem eru minnisblöð og taflan um leghálshæfni (bishopscore) einnig listinn yfir vökvagjafir og dropahraða / ml. á klst. Ljósmæður eru beðnar að nota þetta úr gömlu fylgjunni. Þær ljósmæður/ ljósmóðumemar sem ekki haf fengið fylgjuna en hafa áhuga á að eignast hana eru beðnar að senda þær óskir á skrifstofu LMFÍ e-mail Ijosmaedrafelag.is eða hringja á síma 564 6099. Ljósmæðrablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.