Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 13
móti okkur, sýndi okkur deildina og svaraði spurningaflóði okkar af stakri þolinmæði. I Færeyjum fæðast 700 börn á ári þar af 600 í Þórshöfn. Það er fækkun ffá þvi um 200 fyrir kreppuna fyrir ca. 10 árum en lægst fór talan i 400. Þarna er fæðingadeild, sængur- kvennadeild og vökudeild allt á sama ganginum og einnig fer mæðraskoðun fram á göngudeild spítalans. Konur með alvarleg vandamál, slæma preeclampsiu, hótandi fyrirburafæðingu fyrir 30 vikur eða mikið dysmatur fóstur eru sendar til Danmerkur. Það tekur 2 klst. að fljúga þangað en þarna er sem sagt aðstaða fyrir fyrirbura, pínkubörn, og veik börn og koma þessar konur stundum aftur eftir fæðinguna og liggja sængurleguna þama. Á Landssjúkrahúsinu vinna 12 ljósmæður og sjá um mæðraskoðun, fæðingar og sónar en sængurlegan er í höndum hjúkrunarfræðinga. Góð samvinna er á milli stéttanna. Sónar er gerður við 19. viku og einnig eru gerðar ástungur hjá konum 35 og eldri. Eitthvað er um snemmsónar og hnakkaþykktarmælingu að okkur skildist en líklega bara fyrir áhættuhópa. Ef eitthvað athugavert finnst í sónar er upptaka send til Danmerkur. Þó margt gott megi segja um fæðingarorlofsmál á Islandi er eitt sem við þyrfitum að taka okkur til fyrirmyndar frá Færeyjum. Þar geta konur byrjað í orlofi 4 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að vera “veikar” og fá vottorð og án þess að fæðingarorlofið skerðist en það eru 6 mánuðir á fullum launum. Keisaratíðnin þarna er 14%, reyndar er spuming hvort hægt sé að bera það saman við okkur þar mestu vandamálin fara annað. Við höfðum heyrt að börn fæddust svo stór í Færeyjum en líklega munar ekki miklu á okkur, 16 merkur er algengt. Fæðingarstofurnar vom um margt líkar okkar, húsnæðið þó eldra og rúmin gömul en ýmis útbúnaður til hjálpar í fæðingu, rimlar á veggjum til að hanga í og hægt að nota vatnsböð á 1. stigi. Útsýnið úr stofunum heillaði okkur, fjöll, haf, vogskorin strönd og kind á beit og mætti lýsa því sem athyglisdreifandi og slakandi og þar með verkjastillandi! Sem verkjameðferð er mikið notuð nálastunga og hefur svo verið til marga ára. Einnig er notað glaðloft en Petidín frekar lítið. Hægt er leggja epidural en bara á daginn þar sem ekki eru vaktir hjá svæfingarlæknum til þess. Þarna er sérstakt herbergi þar sem foreldrar geta átt notalega stund eftir fæðinguna, fengið til sín systkini og afa og ömmu, og notið veitinga með þeim. Útbúið er blað með upplýsingum um fæðinguna og stimpluðu fótafari. Sængurlegan er 5 dagar en konur geta einnig valið að fara heim eftir 6 klst. ef allt er eðlilegt og heimsækir þá ljósmóðir af fæðingardeildinni þær næstu daga. Ungbarnavernd er í höndum hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð. Elsa sýndi okkur deildina og var okkur vinsamlega tekið og að lokum voru okkur bornar veitingar og myndir teknar. Okkur tókst næstum að verða okkur til skammar þegar við tókum myndir af hver annarri við dyr sem á stóð WC, Bert starvsfólk. í lok heimsóknarinnar kom i ljós að Elsa var búin að finna fyrir okkur heppilegan stað til að heimsækja næsta kvöld, hún las okkur greinilega rétt þegar hún giskaði á að vildum gjarnan dansa en helst ekki innan um mínus 25 ára! Við áttum að fara á Kaggan og þar ætti hann Jens von á okkur. Það stóðst auðvitað allt, meira um það seinna. Eftir að heimsókn okkar á sjúkrahúsinu lauk röltum við um bæinn og leiðin lá í kringluna, mollið eða hvað sem köllum það. Þarna heitir það SMS, nútímalegt nafn, ekki satt. Fínn staður, ekki stór, en allt til sem þarf. Enn var farið í búðir og komumst við að því að þarna er flest eitthvað ódýrara en heima og matur mun ódýrari. En hvar er það ekki? Næsti viðkomustaður var Norðurlandahúsið sem átti tuttugu ára afmæli um þessar mundir og var mikið um að vera kringum það. Við gátum ekki nýtt okkur dagskrána en skoðuðum húsið og fengum okkur hressingu. Um kvöldið skáluðum við í kampavíni fyrir okkur sjálfum og borðuðum síðan á hótelinu veislumat, færeyskan og alþjóðlegan í bland.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.