Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 26
Tafla 13. Tegund fæðinsar og útkoma barnanna árin 1897-1929 Fæðingin A bam B bam Eðlileg 90,1 %(64) 87,3%(62) Töng 5,6%(4) 2,8%(2) Framhjálp/dráttur á sitjanda 4,2%(3) 9,9%(7) Lifandi 87,3%(62) 78,9%(56) Táldauð 8,5%(6) 14,5%(8) Andvana 12,7%(9) 21,1 %(15) Dó (<7 daga) 5,6%(4) 5,6%(4) Dó (<6 vikna) 1,4%( 1) 2,8%(2) Fæðingarþyngd (g) 250-3402 226-3855 Meðaltal (g) 2414 2548 á íslandi á þessum tíma orðinn með því lægsta í Evrópu (Ólöf Garðarsdóttir, 2002). Á þessum tíma fóru tvíburafæðingar fram inni á heimilum. Ljósmóðirin fór þá í heimahús og tók á móti bömunum. Sú læknisfræðilega hjálp við fæðingar sem til var voru tangarfæðingar og framhjálp eða framdráttur á sitjanda og barnalæknisfræði ekki komin til. Apgar-stig ekki notuð til að meta heilsu nýfæddra barna, en ljósmóðirin lýsir slöppum börnum sem „táldauðum”, en þau lífguðust, og er 8,5% A- barna og 14,5% B-barna lýst sem táldauðum við fæðingu, sjá töflu 13. Eftir miðja 20. öld færðust fæðingar frá heimilum og inn á sjúkrahúsin. Tæknin kom smám saman til sögunnar og einnig sú læknisfræðilega hjálp sem hægt er að veita veikburða börnum og fyrirburum. Árangur þessa er sá að heilsa og lífslíkur tvíbura og mæðra þeirra eru mun meiri í dag en var fyrir nær 100 árum. Ekki var þó allt unnið með tækninni en vitað er að hár burðarmálsdauði átti sér margþættar orsakir sem má að verulegu leyti rekja til félags- og eínahagslegra aðstæðna í samfélagi þess tíma (Tew,1995). Þessi úttekt á skráningu Þórunnar ljósmóður getur að einhverju leyti sagt okkur hverju þekking og þróun í ljósmóður- og læknavísinduin hefur skilað til batnaðar fyrir heilsufarsútkomu nýfæddra tvíbura. Á sama tíma má spyrja hvort við göngum alltaf götuna til góðs þegar horft er á tíðni inngripa og fjölda eðlilegra tvíburafæðinga. Á starfstíma Þórunnar fæddust um 90 % barna sjálfkrafa og inngripafæðingar voru einungis um 10 % sem fólst þá í tangarfæðingum og framdrætti á sitjanda, en keisaraskurðir voru ekki gerðir. Þetta er mikill munur í dag þegar eðlilegar tvíburafæðingar eru aðeins rúmlega 50 %. Hugmyndafræði ljósmæðra í fæðingarhjálp tvíbura Það er í samræmi við hugmyndafræði ljósmæðra að stuðla að því að tvíburafæðing verði eins „eðlileg” og mögulegt er. Því er ástæða til að klínískar leiðbeiningar um tvíburafæðingar hafi það að markmiði að fækka tæknivæddum fæðingum og auka tíðni eðlilega fæddra tvíbura. Það gæti haft jákvæð áhrif á upplifun mæðranna af fæðingunni en einn af þeim þáttum sem stuðla að ánægju mæðra er að þær geti fætt eðlilega, ásamt því að fá góðan undirbúning, góða sársaukameðferð og að hlustað sé á óskir og áhyggjur (Geary, Fanagan og Boylan, 1997). Benda má á rannsóknarrýni (14 rannsóknir) hjá Hodnett (2002), en þar kom fram að yfirseta ljósmóðurinnar getur haft þau áhrif að inngripafæðingum fækki og bömin fæðist með hærri 5 mínútna Apgar-stig. Athyglisvert var að þegar skoðuð voru tengsl á milli þess hvemig fæðing byrjar og tegundar fæðingar þá voru þau marktæk bæði fyrir A- bam og B-bam á þann hátt að ef fæðing byq’ar sjálfkrafa eru meiri líkur á eðlilegri fæðingu heldur en þegar um gangsetningu er að ræða (A-barn 68,0% / 32,0% ; X_= 140,617, df = 4, p <0,01); (B-barn 69,2% / 30,8%; X_ = 139,337, df = 4, p <0,01). Upplýsingar sem þessar þarf að skoða nánar og nýta við endurskoðun klínískra leiðbeininga þar sem ekki yrði gert ráð fyrir rútinubundnum gangsetningum við ákveðna meðgöngulengd (sem er í dag um 39 vikur) heldur sé áhersla lögð á að ef meðgangan er eðlileg og konan í góðu eftirliti, sé ekki ástæða til að framkalla fæðingu. Tvíburameðganga hefúr verið skilgreind sem áhættumeðganga og fæðing í nútíma fæðingahjálp og það var líka gert í skráningu Þórunnar. Fæðingarhjálp tvíbura er veitt af ljósmæðrum og fæðingarlæknum og því er þverfaglegt samstarf og sameiginleg þjónusturýni ljósmæðra og lækna nauðsynleg. Með þjónusturýni sem þessari má setja fram leiðbeiningar um meðferð fyrir tvíburámæður sem geta hugsanlega sameinað ólíka hugmyndafræðilega nálgun í fæðingarhjálp. Tæknilegar nýjungar koma ekki í staðinn fyrir faglega færni og natni ljósmóður í yfirsetunni eða gott samstarf hennar og fæðingarlækna. Fylgjast þarf vel með tvíburamæðrum og greina þær sem hafa góða möguleika til að fæða eðlilega og styðja við lífeðlilegt ferli fæðingarinnar. Ljósmæðrablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.