Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 20
Tafla 5. Burðarmálsdauði tvíbura á LSH (1991-2000) Barn A Barn B AIls Lifandi fædd 97,1 %(599) 97,4%(601) 1200 Andvana og dáin < 1 viku 4,0%(25/617) 4,2%(26/617) 51 Andvana 2,9%( 18) 2,6%( 16) 34 Dó (<7d) U %(7) 1,6%( 10) 17 Dó (<42d) 0,3%(2) 0,35% (2) 4 Burðarmálsdauði 40,5/1000 42,1/1000 41,3/1000 fæðingu vekur það athygli að ekkert er skráð um líðan móðurinnar í 43,3% tilfella (267/617). I þeim 350 tilvikum sem líðan móður er lýst eru orðin „ágæt/hress” notuð í 9,2% tilfella (57/617), „góð líðan” hjá 24,5% (151/617)„slæm líðan” var skráð í 3,9% tilvika (24/617) og konan var skráð „þreytt” í 13% tilfella (80/617). Flokkað var í „annað” í 6,2% tilfella (38/617), en í þann flokk féllu mæður þeirra barna sem dvöldust á vökudeild eða voru andvana fædd. Heilsufarsútkoma barnanna eftir fæðingu Niðurstöður leiða í ljós að alls fæddust 97,1% A-barna (599) á lífi en 2,9% A-barna (18) fæddust andvana. Á fyrstu viku dó 1,1% A- tvíbura (7) og innan 6 vikna (42 daga) létust 0,3% A-barna (2). Af B-tvíburum fæddust 97,4% (601) á lífi en 2,6% (16) fæddust andvana. Á fyrstu viku létust 1,6% B-barna (10) og 0,3% B-barna (2) dóu innan 6 vikna (42 daga), sjá töflu 5. Andvana og dáin innan 6 vikna eru 4,3% A-barna (27/617) og 4,5% B-barna (28/617). Burðarmálsdauði í tvíburafæðingum er því 40,5/1000 fyrir A- barn og 42,1/1000 fyrir B-barn og samtals 41,3 af hverjum 1000 tvíburafæðingum. Apgar-stig tvíburanna við 1 mínútu. Apgar- stig við 1 mínútu var skráð hjá öllum börnum. Tafia 6. Apgar-stig tvíbura Apgar-stig A-barn B-barn Við 1 mínútu < 6 2 5,9%( 155) 41,8%(25 1) > 7 74,1 %(444) 58,2%(350) Við 5 mínútur < 6 7,7%(46) 9,3 %(5 6) > 7 92,3%(553) 90,7%(545) Ljósmæðrablaðið Desember 2003 Apgar-stig < 6 fengu 25,9% A-barna (155) og með Apgar stig > 7 fengu 74,1% A-barna (444). Af 601 B-barni fengu 41,8% (251) Apgar-stig < 6 og Apgar stig > 7 fengu 58,2% B-barna (350), tafla 6. Apgar-stig tvíburanna við 5 mínútur. Hjá A- tvíbura voru 7,7% (46) barnanna með Apgar- stig < 6 en 92,3% A-barna (553) voru með Apgar-stig > 7. Hjá B-tvíbura voru 9,3% barnanna (56) með Apgar-stig < 6 en 90,7% B-barna (545) voru með Agpar-stig > 7, tafla 6. Fæðingarþyngd barna og þyngdaraukning mæðra Fæðingarþyngd A-tvíbura var frá 520g til 4190g. Meðalþyngd hjá A-tvíbura var 2590g (± 680g). Ekki var skráð þyngd í 3 tilfellum en í þeim tilfellum dóu fóstrin snemma á meðgöngu. Fæðingarþyngd hjá B-tvíbura var skráð ffá 248g til 4175g. Meðalþyngd B-tvíbura var reiknuð 2560g (±707g). Hjá fjórum B- börnum var þyngd undir 500g, það voru börn sem fæddust andvana. Fæðingarþyngd var greind í 6 flokka. Hlutfallslega flest börnin, 35,5% A-barna og 35,3% B-barna, fæðast í þyngdarflokki 2501-3000g, en Luke og Minogue (1994) komust að þvi að æskilegasta fæðingarþyngdin fyrir tvíbura með tilliti til heilsufarsútkomu barnanna sé 2500-2800g. Hlutfallslega fæðast næstflest A- og B-börn yfir 3000g að þyngd samkvæmt þessari rannsókn. Eins og sjá má er ekki mikill munur á A- og B-börnum á milli flokka, sjá töflu 7. Skoðað var samband milli þyngdaraukningar tvíburamæðra og fæðingarþyngdar barnanna. Meðalþyngdaraukning tvíburamæðra á meðgöngu er 13,7 kg og eftir því sem móðir þyngist meira á meðgöngu, þeim mun þyngri eru A- og B-tvíburar við fæðingu. Fylgnin milli þyngdaraukningar móður á meðgöngu og fæðingarþyngdar A-tvíbura var athuguð (Pearsons r: r = 0,444). Fram kom munur á rnilli þyngdaraukningar (óflokkuð) tvíburamæðra og fæðingarþyngdar (óflokkuð)A-tvíbura (p <0,01). Þegar fylgnin á milli þyngdaraukningar tvíburamæðra og fæðingarþyngdar B-tvíbura er athuguð (Pearsons r: r = 0,433) kemur í ljós að tengslin eru marktæk milli þessara tveggja breytna (p <0,01). Þessar niðurstöður eru ábending til ljósmæðra um að tvíburamóðir þarf upplýsingar og ráðgjöf um næringu sem fyrst í meðgönguefitirliti þar sem þyngdaraukning á meðgöngu hefur áhrif

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.