Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 12
Utskriftarferð 10 ára Ijósmæðra til Færeyja Sólveig Jóhannsdóttir Ijósmóðir Aðdragandi. 1993 útskrifuðust níu ljósmæður úr Ljósmæðraskóla íslands og árið eftir þrjár. Þessir hópar eru þeir síðustu sem sem útskrifuðust úr þeim skóla. Vegna umburðarlyndis og umhyggju okkar sem eldri erum hafa þessir árgangar haldið upp á ýmis tímamót saman, en til að gera greinarmun á og viðhalda eðlilegri stéttaskiptingu eru hinar “yngri” kallaðar Lillurnar. Fyrir mörgum árum var ákveðið að við myndum gera okkur dagamun í tilefni 10 ára útskriftarafmælis okkar. Það er nú þannig að þegar verið er að tala um eitthvað sem gæti skeð eftir 5 ár eða svo þá er það eitthvað svo íjarlægt. Svo leið tíminn og allt í einu var kominn tími til að ákveða hvað skyldi gera. Það er orðinn fastur liður að við hittumst árlega í sumarbústað sem ein lillan á og síðasta haust var rætt um hvað við myndum nú gera. Jú, ferðalag til útlanda var það en hvert? Flestar borgir Evrópu voru nefndar, en alltaf var eitthvað til íyrirstöðu, ein hafði komið svo oft “þangað”, önnur vildi ekki fara “hingað” án eiginmannsins, þriðja hafði búið “þama”. Svona veltum við þessu ffam og til baka þar til einhver sagði, emm við ekki að leita langt yfir skammt, hvernig væri að fara til Færeyja? Engin mótmæli, allar hafði langað að fara þangað en ekki gefist tækifæri. Þá var það ákveðið! Gulla tók að sér undirbúninginn og gerði það auðvitað með þeim myndarskap sem henni er eiginlegur. Hún komst að því að í Færeyjum vann ljósmóðir af íslenskum ættum og hafði samband við hana. Það var ákveðið að heimsækja fæðingadeildina og gera þetta í bland að ífæðsluferð sem öllum leist vel á. Því miður var það svo að ekki allar sáu sér fært að koma, við voram átta sem fórum. Lagt af stað. Fríggjadagur 9. maí. Við fórum með þotu frá Færeyska flugfélaginu Atlantic Airways, skotferð, 1 klst 15 mín. Mörgum tókst þó samt að kaupa eitthvað í flugvélinni, maður er nú ekki lengi að svoleiðis lítilræði! Farið var að rökkva þegar keyrt var til Þórshafnar sem tók tæpan klukkutíma og farið var um a.m.k. 3 jarðgöng. Við þrömmuðum ífá rútustöðinni að hótelinu en það kom ekki að sök þar sem það var 5 mínútna gangur. Svo var farið og fengið sér skyndibita, skundverð, á Pizza 67, hvað annað. Síðan tóku tvær ferðalúnar en fómfúsar ljósmæður það að sér að kanna nánasta umhverfi meðan hinar hrundu upp í rúm. Því miður tókst svo illa til að einmitt þessar tvær höfðu misst af leiðbeiningum hótelfólksins um hvar næturbjallan væri og stóðu því hrópandi fyrir utan hótelið og hinar sem heyrðu í þeim höfðu orð á því að það væri nú meira hvað Færeyingar létu illa um hánótt. Þær vora famar að búa sig undir gistingu á löggustöðinni þegar þær uppgötvuðu bjölluna. Leygardagur. Næsta morgun var haldið á Landssjúkrahúsið sem kennt er við Aleksandrine Drottningu og enn var gengið þar sem vegalengdir eru ekki miklar og veðrið var gott. Reyndar var milt og gott veður allan tímann og hin fræga þoka lét ekki á sér kræla. Við dáðumst að fallegum húsum og gróðri sem var talsvert lengra kominn en heima og vorum fljótlega komnar að spítalanum. Við römbuðum um gangana og fundum fæðingadeildina, föðideildin, fljótlega. Þar hittum við Elsu Sigurðardóttur Rasmussen ljósmóður. Hún er fædd og alin upp á Islandi en er færeysk í móðurætt og gift Færeyingi og hefur búið þarna í 33 ár. Hún tók afar vel á 0Ljósmæðrablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.