Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 24
arþjónustu sem er nálægt heimabyggð þeirra og í samræmi við menningu þjóð- félagsins sem þær búa í. Þessum mark- miðum þarf fyrst og fremst að mæta með stefnumótun og skipulagi en ekki tæknivæðingu. Fátækt og faraldrar Félagslegar aðstæður s.s. fátækt ein- staklingsins og þjóðfélagsins spila stórt hlutverk. Fátæk þjóðfélög hafa litla möguleika á að bæta heilbrigð- isþjónustuna og fjölga menntuðum ljós- mæðrum og læknum án utanaðkomandi hjálpar. Alnæmisfaraldurinn í Afrfku, malaría, vannæring, berklar og ónógur aðgangur að fersku vatni gerir ástandið þar mjög ilókið, erfitt og dýrt. Menning og menntunarstig er líka stór þáttur svo og traust á heilbrigðisstarfsfólki og heil- brigðisstofnunum. En allt tekur þetta tíma og á meðan deyja konur. Mæðravernd í fátækustu ríkjunum er lítil sem engin og tillögur hafa komið fram um að dreifa lyfjum og bætiefnum til kvenna á meðgöngu í ríkjunum sunn- an Sahara í Afríku, s.s. sýklalyfjum til að vinna á sýkingum, þar með talið kyn- sjúkdómum og malaríu, kalsíum til að minnka hættu á háþrýstingi og járni til að vinna á blóðleysi. Athugun á gögnum um orsakir mæðradauða benda til þess að það geti lækkað mæðradauða um allt að 8%. Hvernig geta Ijósmæður lagt lið? Mæðradauði í heiminum er stað- reynd sem ekki verður horft framhjá. Ljósmæður þurfa að axla sína ábyrgð og taka þátt í þróunarstarfi, stefnumótun og bættri menntun ljósmæðra um heirn allan. Alþjóðaráðstefnur, rannsóknir og raddir í alþjóðasamfélaginu hafa mikið að segja. Með aðkomu ljósmæðra að lýðheilsu opnast aukin tækifæri til þver- faglegrar samvinnu við aðrar stéttir sem starfa að sömu markmiðum. Heimildir: Beaglehole R. og Bonita R. (2004). Public Health at the Crossroads. (2. útgáfa) Cambridge: University press. Collin S.M., Baggaley R.F., Pittrof R. og Filipi V. (2007). Could a simple antenatal package combining micronutritional supplementa- tion with presumptive treatment o f infection prevent matemal deaths in sub- saharan Afrika? BMC Pregnancy Childbirth, 7, 6. Rafræn útgáfa sett á netið 2007, maí 23. Sótt 25.ágúst 2007. Loudon I. (1986). Deaths in childbed from the eighteenth centrury to 1935. Medical History, 30, 1-41. Rafræn útgáfa. Sótt af PubMed 25.ágúst 2007. Ronsmans C. og Graham W. (2006). Maternal mortality: who,when,where, and why. Lancet, 368, 1189-1200. Rafræn útgáfa: www.thele- net.com vol 368 september 30. 2006. WHO (2005) The world health record 2005: Make every mother and child count. Geneva: Rafræn útgáfa. Sótt af netinu 25.ágúst 2007, slóð: http://www.who.int/whr/2005/en/ Náttúruleg umönnun fyrir móður og barn Náttúrulegar vörur fyrir umönnun og vellíðan WELEDA á meðgöngu, við fæðingu og brjóstagjöf. Meðgönguvörur Weleda eru þróaðar í samvinnu við Ijósmæður með því markmiði að veita náttúrulega aðstoð alla meðgönguna og á meðan brjóstagjöf stendur. Útsölustaðir Weteda: Apótek, barnaverslanir. heilsuverslanir og heitsuvörudeildir stórmarkaða. Velkomin að skoða www.weleda.is Þökkum eftirtöldum veittan stuðning Borgarnes Borgarbyggð, Borgarbraul 14 Sparisjóður Mýrasýslu, Digranesgötu 2 Stykkishólmur St. Franciskusspítali, Austurgötu 7 ísafjörður Heilbrigðisstofnunin Isafjarðarbæ, Torfnesi Hólmavík Heilbrigðisstofnunin Hólmavík, Borgarbraut Hvammstangi Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga, Spítalastíg 1 Sauðárkrókur Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, Sauðárhæðum Kaupfélag Skagfirðinga, Artorgi 1 Sveitarfélagið Skagafjörður, Faxatorgi 1 Akureyri Akureyrarbær, Geislagötu 9 Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Ólafsfjörður Dvalarheimilið og Heilsugæsla Ólafsfjarðar Höfn í Hornafirði Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Víkurbraut 31 24 Ljósmæðrablaðið desember 2007 J

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.