Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 7
danskar og íslenskar ljósmæður voru þær sem best treystu eðlilegri fæðingu. Nú er svo komið að keisaratíðni í Danmörku er nálægt því sem þekkist í löndum á borð við Litháen þar sem ljósmæðrastéttin er tæplega sjálfstæð fagstétt. Burtséð frá faglegum sjónarmiðum eru keis- araskurðir samfélaginu miklu dýrari en eðlilegar fæðingar svo augljóst er að á einhverjum tímapunkti mun spamaður í barneignaþjónustu sem beinist að því að fækka ljósmæðrum og minnka yfirsetu, snúast upp í andhverfu sína. Ef niðurskurður á ekki að bitna á gæðum barneignaþjónustu í landinu, er ekki seinna vænna en að leggja vinnu í að skipuleggja ný, örugg og ódýr- ari þjónustuform sem lið í heildrænni stefnumótun þjónustunnar. Fjölgun eðli- legra fæðinga er óumdeilanlegt mark- mið ljósmæðra og fæðingarlækna vegna öryggis og velferðar skjólstæðinga þeirra og er auk þess skynsamleg þróun í fjár- hagslegri hagræðingu heilbrigðiskerf- isins. Þessi hagsmunavarsla ljósmæðra fyrir skjólstæðinga sína er endalaus og fylgir ekki einungis kreppu og til marks um það enda ég þennan pistil á málsgrein úr pistli mínum í maítölublaði Ljósmæðrablaðsins á því herrans ári og margumrædda 2007, sem íslendingar minnast fyrir allt annað en spamað og niðurskurð: “Nú er orðið tímabært að við spyrjum okkur sjálfar, hvenær er mikið álag orðið of mikið? Hvenær erum við farnar að gefa afslátt af fagmennsku okkar og á hvers kostnað? Hversu lengi höfum við traust skjólstæðinga okkar til að styðja þá á sem öruggastan og uppbyggilegastan hátt í gegnum fæðingu? Og hvaða afleiðingar hefur langvarandi álag og undirmönnun á okkur sjálfar, líkamlega og andlega? Og á starfsánægju okkar? Á hvaða tímapunkti færast hagsmunir vinnuveitanda framar hagsmunum skjólstæðinga, hagsmunum stéttarinnar og eigin hagsmunum? Þetta er ekki meðvituð ákvörðun, heldur leggst hver smæsta ákvörðun á vogarskálar sem á endanum ræður á hvorn veginn sígur. Þess vegna verðum við að vera gagn- rýnar, þ.e. rýna til gagns þær ákvarðanir sem teknar eru varðandi bameignarþjón- ustu þ.m.t. mönnun. Ég geri mér fulla grein fyrir að málið er ekki leysanlegt í einu vetvangi, en ákvarðanir hverrar og einnar okkar geta ýmist orðið til þess að vinna með lausninni eða á móti henni. Það er ekki einungis um að ræða þetta sumar, heldur verðum við að horfast í augu við að við tökum virkan þátt í að ákvarða framtíð barneignarþjónustu á íslandi.” (Ljósmæðrablaðið l.tbl 85. árg.) Ég óska ljósmæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og hamingjuríks nýs árs. Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 ijósmœðrafefag ísfanðs ósliar öllum fjósmceðrum og fjölsRyíSum þeírra, gfeðífegra jófa og farsceíðar á nþju árí. fPöRfium þeím fjöfmörgu fjósmceðrum sem unníð Ijafa óeígíngjarnt starf fyrír féfagíð. ,v TDeð Rcerrí fiveðju, /u Mjórrt Ijósmceðrafefags ísfanSs

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.