Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 22
fótfestu, sérstaklega eftir að fram- leiðendur hönnuðu tæki sem auðvelt var að nota. Fyrsta tækið sem kom til íslands 1975, var hannað af Donald og félögum. Jón Hannesson, sérfræð- ingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækn- ingum á Kvennadeild Landspítalans var frumkvöðull í ómskoðunum hér á landi (Reynir Tómas Geirsson, 2001). Þetta tæki er geymt á Læknaminjasafninu á Nesstofu og er verðmætur safngripur, því einungis 200 tæki voru framleidd í heiminum. Kvennadeildin fékk svokallað „real-time“ tæki árið 1983. Mikil framsýni fylgdi ákvörðun Sigurðar S. Magnússonar þegar hann ásamt Kristínu I. Tómasdóttur, yfirljós- móður ákvað að senda tvær ljósmæður til Glasgow til að læra ómskoðun. Hann hafði kynnst því í Skotlandi að ljós- mæður ómskoðuðu á meðgöngu með góðum árangri. Saga ómskoðunar er því nær þrjátíu ára gömul hér á landi. Miklar breytingar urðu með tilkomu nýrra tækni, svokallaðra „real-time“ tæki, en þar sést fóstrið hreyfa sig. Aður hafði einungis verið um kyrrmynd að ræða. Kvennadeildin fékk svona tæki árið 1983 (Reynir Tómas Geirsson, 2001). Þróunin hefur síðan verið mikil, bæði hvað varðar gæði tækjanna og nýja tækni. Má þar nefna möguleikana á að gera blóðflæð- ismælingar og þrí- og fjórvíddarómun. I dag starfa fimm ljósmæður og tveir læknar við Fósturgreiningardeild Land- spítalans. Menntun og þjálfun í ómskoðun Að læra ómskoðun krefst mikillar samhæfingar hugar og handar. Hinn fullkomni ómskoðari þarf að hafa mikla þekkingu á líffærafræði og góða ómskoð- unartækni. Það sameinar þá eiginleika að geta skoðað og túlkað niðurstöður samtímis. Að ná góðri tækni í ómun er vandasamt og byggir mikið á fæmi viðkomandi. Eins og áður kom fram þá er það sá sem heldur á ómhausnum sem greinir vandamálið. Sérfræðiþekking skiptir sköpum og því betri þekkingu sem ómskoðandi hefur, því betri grein- ingu getur hann gefið. Það krefst þess að viðkomandi þarf mikla æfingu við að óma, undir góðri leiðsögn og sækja viðurkennd námskeið (Finberg, 2004). Það er allt of algengt að fólk með litla reynslu og þekkingu í ómun framkvæmi rannsóknina og gefi þar með ekki vand- aða niðurstöðu (Geirsson, 1999). Námið tekur mislangan tíma og fer eftir því hve nemandi er fljótur að tileinka sér fræðin og ná tækni við ómskoðun (Spears og Griffin, 1999). Þjálfunin er krefjandi og það er nauðsynlegt að fá tíma til að læra og njóta þess og ná þannig betri tækni. Þjálfunin kostar fé og tíma en skilar sér í betri þjónustu við þungaðar konur (Kirwan og Walkinshaw, 2000). Mikil- vægt er að við höldum okkur við góða menntun, því annars getur gæði ómskoð- unar minnkað (Finberg, 2004). Ljósmæður sem vilja sérhæfa sig í ómskoðun þurfa að sækja sérstök námskeið og þjálfun á viðurkenndum stað. Hér á landi þarf ljósmóðir sem vill sérhæfa sig í ómun að sækja viku námskeið til Royal College of Obstetricians and Gynaecologist í London. Hún fær síðan þjálfun á fósturgreiningardeild Landspít- alans. Til að öðlast leyfi til að framkvæma hnakkaþykktarmælingu þarf að sækja námskeið til Fetal medicine foundation og þeir gefa síðan út leyfi sem þarf að endumýja ár hvert. Aætlað er að í heild taki um tvö ár fyrir ljósmóðir að ná þeirri færni sem krafist er í dag af ómskoðara. Ljósmæður sem lært hafa að óma eru sérfræðingar í reglubundnum skoðunum og greina mörg vandamál. Þær skoða mikinn fjölda fóstra sem gerir þær hæfari að greina þegar eitthvað er afbrigðilegt. Reynslan skiptir þar miklu máli. Þær vita hvernig fóstur á þessum tíma lítur út og em því fljótar að sjá þegar eitthvað ber út af. Þegar valið er að skoðað alltaf að ákveðnum tíma eins og við tuttugu vikur, þá smá saman byggist upp í reynslubank- anum hvernig fóstur líta út á þeim tíma. Því er líka mikilvægt að ómskoðarinn hafi ákveðinn fjölda skoðana á ári til að viðhalda kunnáttu sinni. I rannsókn sem gerð var í Noregi til að greina fjölda hjartagalla í reglubundinni tuttugu vikna skoðun var ljósmæðmm skipt í tvo hópa, með minni reynslu en þær höfðu skoðað 200-2000 sinnum og þær með meiri reynslu höfðu gert meira en 2000 skoðanir við tuttugu vikur. Þar kom sterklega í Ijós að reynslan skiptir miklu máli í fæmi þeirra til að finna hjartagalla (Tegnander og Eik-Nes, 2006). Ekki er óeðlilegt að áætla að hægt sé að yfírfæra þetta á aðra þætti skoðunar. Þetta gefur til kynna hversu nauðsynlegt er að að hver ómskoðandi fái nægan fjölda til að viðhalda þekkingu sinni og að í litlu landi eins og íslandi séu skoð- unarstaðir ekki of margir. Af hverju Ijósmæður? Það er margt sem mælir með því að ljósmæður sinni ómskoðun á meðgöngu. Aukin áhersla á fósturgreiningu og skimun felur í sér tiltekna breytingu á störfum ljósmæðra (Helga Gottfreðs- dóttir, 2006). Það er mikilvægt að virða skoðanir kvenna og þarfir á meðgöngu og fæðingu (Walsh, 2002). Hver kona er einstök og með sinn bakgrunn, menningu og trú og ljósmæður em vanar að nálgast hverja konu á þeirra forsendum (Kirwan og Walkinshaw, 2000). Ljósmæður em sérfræðingar í eðlilegri meðgöngu og þar sem ómun er mikið notuð er eðlilegt að 22 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.