Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 17
Maríu Jónu Hreinsdóttur, Jón Hann- esson og Þóru F. Fischer, sem öll unnu við ómskoðanir á Kvennadeild, að breyta frá tilfallandi skoðunum í meðgöngu, sem meirihluti kvenna fór þá þegar í og hefja þess í stað kerfisbundnar ómskoð- anir á meðgöngu (2). Starfsemin var nú skipulögð mun betur til að nýta kosti tækninnar sem best fyrir konurnar. Jafn- framt var farið að gera íslensk mæligildi og rannsaka hvort erlend gildi ættu við um íslensk fóstur (3). Ómskoðanir höfðu ekki verið í boði fyrir allar konur og ekki var reynt að staðfesta eðlilegt fósturútlit kerfisbundið. Alvarleg afbrigði í fóstrum greindust því ekki nema fyrir tilviljun og oft seint á meðgöngu. Legvatnsástungur og litningapróf höfðu þó hafist á íslandi 1978 og sú starfsemi var vel skipulögð (4,5). Nú var komið á venjubund- inni („rútínu") skoðun við 18-19 vikna meðgöngu, fyrst á Landspítalanum, en í kjölfar námskeiða árin 1985 og 1987 breiddust kerfisbundnar skoðanir út og í árslok 1986 og ársbyrjun 1987 voru gefnar út leiðbeiningar um ómun á meðgöngu (6,7). Þá var byrjað á fylgjusýnitökum (1984) og fleiri greiningarinngripum með ómstýrðum hætti. Island var þriðja landið þar sem kerfibundin skoðun var í boði fyrir allar konur, á eftir Austur- ríki og Noregi, en önnur lönd fylgdu á eftir (8,9,10). Konur gátu leitað á nokkra staði á landsbyggðinni til að fara í þessa kerfisbundnu ómskoðun, þó gæðin væru ekki þau sömu og á Landspítalanum, fyrst og fremst vegna þess að þjálf- unar- og viðhaldsþekkingargrundvöll skorti á öðrum stöðum, en einnig voru tækin misjöfn. Víða voru keypt tæki til ómskoðana, m.a fyrir söfnunarfé og ljósmóðir eða læknir á viðkomandi stað fengu þjálfun á Kvennadeildinni til að nota þau, en sumir höfðu lært erlendis eða fóru á námskeið þar. Nokkrir aðilar komu reglubundið til námsdvalar og upprifjunar á Kvennadeildina og sýndu bæði áhuga og fæmi. Þeir staðir sem buðu upp á ómskoðun á meðgöngu vom: Sjúkrahúsið á Akranesi, St. Fransiscusspítalinn í Stykkishólmi, Sjúkrahúsið á Patreksfirði, Sjúkrahúsið á Isafirði, Sjúkrahúsið á Blönduósi, Sjúkrahúsið á Sauðárkróki, Sjúkrahúsið á Siglufirði, Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, Sjúkrahúsið á Húsavík, Sjúkrahúsið á Seyðisfirði, Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað, Heilsugæslan í Höfn á Hornafirði, Sjúkrahúsið í Vestmanna- eyjum, Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi og Sjúkrahúsið í Keflavík. Ekki er lengur skoðað á öllum þessum stöðum, en þar sem ennþá er boðið upp á ómskoðanir á landsbyggðinni eru ljósmæður starfandi á Isafirði, Neskaupsstað, Selfossi og í Keflavík. Fyrsta námskeiðið í ómskoðunum á meðgöngu var haldið á vegum Kvennadeildar LSH árið 1985 og fleiri eftir það. Þessi námskeið sóttu ljósmæður og læknar sem störfuðu eða ætluðu sér að starfa við ómskoðun á meðgöngu. Röntg- enlæknar höfðu einnig sumir hverjir hlotið þjálfun í ómskoðunum og Sigurður V. Sigurjónsson kenndi á þessum námskeiðum, en hann bjó til orðið ómun sem nýyrði fyrir „ultrasound“ og margar afleiður þess, s.s. ómskoðun, ómi (sá sem skoðar), óinsnautt, ómþétt, ómgeisli, Nýjasta tœki Fósturgreiningardeildar Kvennasviðs LSH GE Voluson 730 Expert. ómstýrt og fl.. Námskeiðin byggðust upp á fræðilegum fyrirlestrum auk sýni- kennslu í notkun tækjanna. í töflum 1-4 eru nöfn þeirra lækna og ljósmæðra sem unnið hafa á íslandi við ómskoðun á meðgöngu. Omskoðun við 18-19 vikur varð að venjubundinni (“rútínu”) skoðun sem nær allar konur á landinu nýttu sér sem hluta mæðraverndar og með bakhjarl í gagnreyndum fræðum þess tíma var mælt með þessari einu venjubundnu skoðun og aðrar skoðanir aðeins gerðar samkvæmt ábendingu. Vinsælt varð að fá myndir af fóstrinu og þær voru seldar vægu verði en það sem inn kom notað til að efla menntun á deildinni og bæta innra starfið þar. Snemmskimun Alfa-fósturprótín hafði verið mælt í völdum tilvikum á Landspítalanum frá miðjum níunda áratugnum til greiningar á alvarlegum miðtaugakerfisgöllum fósturs, þó árangur af því hafi verið misjafn og ekki hafi verið um skimun að ræða. Upp úr 1990 urðu svokölluð þrípróf til að skima fyrir miðtaugakerfis - og litningagöllum algengari og byrjað var að bjóða þau með kerfisbundnari hætti um miðjan tíunda áratuginn í samvinnu við stofnun í Glasgow. Um sama leyti fannst hins vegar ómskoðunaraðferð til að meta líkur á litningagöllum, hnakkaþykkt- armælingin. Hildur Harðardóttir, læknir, hafði komið 1997 á Kvennadeildina eftir sérnám í fóstur- og fæðingafræði í N.-Ameríku og hafið störf á sónardeild- inni. Sjónir hennar og ljósmæðranna á deildinni, sem nú var farið að kalla fósturgreiningardeild Kvennadeildar (e. prenatal diagnosis unit) beindust að þessum mælingum. í skoðunum við undirbúning fyrir legástungu höfðum við, eins og aðrir, séð að hnakkaþykkt var oft aukin hjá fóstrum sem greindust svo með litningagalla. Góðum árangri af mæling- unum var lýst í alþjóðlegum tímaritum og á ráðstefnum sem starfsfólk deild- arinnar hér sótti og umræða skapaðist um þær, m.a. gegnum íslenskar konur sem höfðu kynnst þessum möguleika erlendis. Við vildum því beita okkur fyrir því að hnakkaþykktarmæling yrði tekin upp á Islandi og töldum að það gæti dregið úr inngripum með legástungum, ekki hættulausum aðgerðum. Með færri inngripum mátti ætla að fósturlátum í kjölfar þeirra mundi fækka. María J. Hreinsdóttir og Hildur Harð- ardóttir fóru til London á stofnun sem nefnist Fetal Medicine Foundation til að læra þessar mælingar í febrúar 1998 og hófust þær svo í desember sama ár. Fyrstu tvö árin voru hnakkaþykktarmæl- ingarnar fyrst og fremst í boði fyrir konur sem voru í áhættuhóp fyrir litn- ingagalla vegna aldurs eða fyrri sögu og var þeim konum sem fengu auknar líkur á litningagalla boðin legástunga, sem flestar þáðu. Hins vegar kusu flestar þær konur sem greindust með litlar líkur að sleppa legástungu. Þetta varð til þess að legvatnsástungum fækkaði verulega, án þess þó að færri litningagallar greindust. Fyrir hnakkaþykktarmælingamar fóm konur 35 ára og eldri nánast undartekn- ingarlaust í legástungu og voru fram- kvæmdar um 400-500 legástungur á ári hverju, mest nálægt 550. Árið 2007 vom framkvæmdar 124 legástungur (fylgjusýnitökur og legvatnsástungur). Fljótlega varð ljóst að ekki var unnt að einskorða snemmskoðanir af þessu tagi við konur sem voru 35 ára og eldri. Yngri konur vildu líka eiga kost á þeim. Árið 2004 var byrjað að bjóða öllum konum sem þess óskuðu að koma í snemms- Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 17

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.