Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. MAÍ2004 Fyrst og fremst J3V Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjórar. Illugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um HollywMtf’ 1 Við hvaða stórborg í Bandaríkjunum stendur Hollywood? 2 í hvaða fylki er bærinn? 3 f byrjun 20. aldar hófst kvikmyndagerð í bænum og tveir helstu forkólfarnir í byrjun voru...? 4 A árum þöglu myndanna voru skötuhjú nokkur stundum kölluð kóngurinn og drottningin í Hollywood. Þau voru...? 5 Eftir að talmyndirnar komu til sögunnar var einn maður hins vegar óum- deildur sem „the King of Hollywood"? Svör neðst á síðunni Leynd Hæsta- réttar BNA í leiðara Los Angeles Times gerir leiðarahöf- undur þá leynd sem hvú- ir yfir starfsemi Hæsta- réttar Bandarikjanna að umtalsefni. „Oflengihef- ur Hæstiréttur verið hræddur við að leyfa bandariskum almenningi að hlusta á málflutning- Coö Aujaeles Simeð inn sem þar fer fram,“ segir í leiðaranum. Leið- arahöfundur segir að þjóðin eigi rétt á að heyra hvað þar fer fram jafn skjótt og það gerist því annars se lýðræðið ekki að virka sem skyldi. Munnsöfnuður Sölvi Sveinsson hefurnú sent frá sér bók, Sögu orð- anna. Þar er eins konar sambland af orðsifjafræði og þjóölegum fróðleik og við birtum hér klausu um orðið munnsöfnuð: „Munnsöfnuður er Ijótt orð- bragð, bölv og er ekki tii fyrirmyridar. Þorlákur helgi var ábóti í klaustrinu í Þykkvabæ og varstjórn- samur við munka sína. „Bauö hann þeim vandlega þögn að halda þá er það var skylt, en hafa góöa munnshöfn, þá er málið var leyft." Munnshöfn merkir hvernig menn haga oröum sínum. Góð munnshöfn erþví fagurt orðbragö, en Ijót eða slæm munnshöfn er að sama skapi Ijótt orðbragð eða bölv. Ekki er fráleitt að ætla aö munnsöfnuður hafi afbakast úr munnshöfn sem ermyndað eins og skaphöfn, það skap sem menn hafa, það oröbragð sem maður hefur.. Málið 1. Los Angeles -1 Kaliforníu - 3. D.W.Griffith og Cecil B. deMille - 4. Douglas Fairbanks og Mary Pickford - 5. Clark Gable E o nj -XL *o Sauðirnir skila sér Sauðir flokksins munu margir skila sér heim að húsum, þótt þeir hafi hlaupið á fjöll í áföllum, sem nýjustu athafnir forsætis- og dómsmálaráðherranna hafa valdið flokknum. Ríkisstjómin hefur tapað orrustum, en stríðinu er hvergi nærri lokið. Glatað fylgi skilar sér yfírleitt um síðir. Stöðu flokksformanns annars vegar og kjósenda hins vegar í Sjálfstæðisflokknum hefur frá ómunatíð verið stjómað af óskrif- uðu samkomulagi um, að formaðurinn standi og falli með því að skaffa. Hann er ráðinn til að hugsa og framkvæma. Hann er fjár- hirðirinn og vísar slóðina, sem sauðirnir rölta. Það er að vísu sérkennileg staða Sjálfstæð- isflokksins að vera málsvari eftirlitsþjóðfé- lags og ríkisrekstrar gegn frjálsu framtaki markaðshagkerfisins. Ungliðahreyfingar og hugmyndafræðingar flokksins eiga að von- um bágt með að fóta sig á stöðu flokksins sem Stóra bróður ríkisbáknsins. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi stjórnað ráðuneyti menntamála, hefur hann haft tækifæri til að pakka atvinnulausum og óvinnufærum flokksjálkum í valdastöður ríkissjónvarpsins. Flokkurinn hefur lent í þeirri ógæfu að hafa hagsmuni af viðgangi ríkisrekinnar myndbandaleigu. Ekki megum við heldur gleyma, að yfir- stétt fiokksins er að mestu skipuð lögfræð- ingum, sem hafa afið aldur sinn á framfæri hins opinbera og eru lítt kunnugir einka- rekstri. Meint dálæti flokksins á markaðs- hagkerfinu hefur lengi verið meira í nösum hugmyndafræðinga en í raunveruleikanum. Verið getur, að kjósendur hafi loksins átt- að sig á, að Sjálfstæðisflokkurinn siglir undir fölsku flaggi frjáls markaðshagkerfis og að skapþungur formaður flokksins hefur stýrt þjóðarskútunni á boða einræðis, valdbeit- ingar og geðþótta og þó fyrst og fremst á sker haturs og hefnigirni. í tvígang á skömmum tíma hefur rflds- stjómin látið semja sértæk lagafrumvörp, sem beinast gegn einu fyrirtæki, fyrst Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis og síðan Norðurljósum. Slík lög eru illa séð úti í hinum siðmenntaða heimi og þykja vera dæmi um geðþótta og valdbeitingu í bananalýðveldum. Hugsanlegt er, að formaður flokksins geti pakkað svo vel vinum og vandamönnum í Hæstarétt, að hann hindri framgang réttlæt- is þar á bæ. Formaðurinn er hins vegar ger- samlega valdalaus úti í Evrópu, þar sem æðsta dómstig landsins er núna vistað. Til allrar hamingju fyrir íbúa bananalandsins. Dapurt fylgi stjórnarinnar í nýrri könnun getur bent til, að augu fólks séu að opnast. Hætt er þó við, að upphlaupið sé tímabundið og smám saman muni sauðir skila sér heim. Jónas Kristjánsson EH loft, erfiðip tímar PISTLAHÖFUNDUR Fréttablaðsins og Víðsjár á Rás eitt, Guðmundur Steingrímsson, gerði fjölmiðlafrum- varpið að umtalsefni í vikulegum Víðsjárpistli á miðvikudaginn. Hann hóf pistilinn á að vitna í kvikmynda- söguna: / kvikmyndinni Bananas eftir Woody Allen fer sögum af ein- ræðisherra sem nær völdum í ímynduðu rfki í Suður-Ameríku. Herrann þessi gengur smám saman af göflunum og geðveiki hans nær hápunkti þegar hann stendur frammi fyrir þegnum sínum íræðu- stól og tilkynnir ný lög sem eigi að gilda í landinu hér eftir. Lögin voru af þrennum toga: Allir í landinu skyldu tala sænsku sín á milli, þeir skyldu vera ínærbuxunum utan yfir buxurnar og allir þeir sem ekki væru orðnir 16 væru hér eftir orðnir 16. Og svo þakkaði hann fyrir sig og lúðrasveitin tók við. GUÐMUNDUR segir alþekkt með lög að ef þau em asnaleg, þá muni reyn- ast erfitt að framfylgja þeim nema menn hafi þeim mun sterkari lög- reglu, eins og siður er í alræðisríkj- um. Hann segir allar líkur á að Al- þingi bregðist trausti sem því er falið með því að samþykkja fjölmiðla- fmmvarpið. Látum vera að þetta sé líklega þar með ólýðræðislegasta meðferð á frumvarpi um lýðræði sem um getur fyrr og síðar. HITT ER VERRA Frumvarpið sjálft er fullkomlega afleitt. Lesturinn á því fær mann beinlínis til að gapa. Lít- um nú á. Samkvæmt frumvarpinu má sá sem eitthvað á íljósvakamiðli ekki eiga svo mikið sem einn hlut í dagblaði. Oghvaðþýðirþetta?Þetta þýðir nefnilega ekki bara að Norður- ljós megi ekki eiga í dagblaði og sjónvarpi á sama tíma, þetta þýðir líka að Árvakur má ekki eiga í sjón- varpsstöð, ekki bofs. Omega má ekki eiga í dagblaði. Eigendur Skjás eins mega ekki breyta vikublöðunum Fiskifréttum eða Viðskiptablaðinu, sem þeir eiga, í dagblöð. Það verður óleyfilegt. Og nærtækasta dæmið er auðvitað bara maður sjálfur. Ég er ungur maður við góða heilsu. Hvað ef mig langar til þess að gefa út dag- blað með áherslu á afþreyingu, krossgátur og ungt fólk, svo dæmi sé tekið, og kannski reka lfka eina litia sjónvarpsstöð, tja eða jafnvel bara útvarpsstöð? Það verður bannað. Af hverju? Þetta frumvarp er hið undarleg- asta. Dáldið eins og íBananas. Haraldur í Andra mætti ekki eiga svo mikið sem einn hlut í útvarps- stöð fyrir aldr- aða, efhon- um dytti nú í hug að taka þátt í svo- leiðis á efri árum. Fyrst og fremst HARALDUR í Andra mætti ekki eiga svo mikið sem einn hlut í útvarps- stöð fyrir aldraða, ef honum dytti nú í hug að taka þátt í svoleiðis á efri ámm, segir Guðmundur, en Adolf Hitier og vinir hans mættu eiga 18 sjónvarpsstöðvar hér á landi og fímmtán útvarpsstöðvar og útvarpa nasistaáróðri allan sólarhringinn. Eddamiðlun útgáfa, sem er með markaðsráðandi stöðu í bókamark- aði, mætti hins vegar ekki eiga eitt prósent í sjónvarpsstöð þó svo ætl- unin væri að sýna stillimynd af sól- arlaginu og lesa upp valda kafía úr Halldóri Laxness. Það verður bann- að. Aukið frelsi, aukið lýðræði? Á hvaða stig er notkun þessara hug- taka komin í íslensku samfélagi? Hvað þýða þau? Þýða þau eitthvað? Spyr Guðmundur. HVENÆR gerðist það á íslandi að stjórnmálamenn urðu svona fúl- lyndir, viðkvæmir, hörundsárir, hefnigjarnir, rætnir og uppstökkir? Við búum við opna samfélagslega umræðu. Og það sem meira er, þjóðin erlæs, menntuð og upplýst. Henni er treystandi til að taka sína afstöðu. Sú var tíðin að hér voru forsætisráðherrar, og ég man sér- staklega vel eftireinum slíkum, mér tengdum, sem hér ríkti fyrir nokkrum árum, sem héldu blaða- mannafund í viku hverri sama þótt tilefnið væri jafnvel ekkert. Sá talaði alltaf við alla fjölmiðlamenn, sama hvernig umfjöllunin var, enda lýsti hann því í viðtali eitt sinn - sem mér fínnst til eftirbreytni fyrir stjónmálamenn, að hann hefði aldrei misst svefn út af pólitík. Nú í dag ríkja nefnilega á íslandi menn sem láta fyrirsagnir blaða fara í taugarnar á sér, verða rauðirífram- an, oggaspra afþjósti um persónu- legar árásir á sig. Lok^ síðan á blaðamennina. Tala ekki við þá. Leiðtogi þjóðarinnar fullyrðir að heilu ritstjórnirnar séu á móti hon- um persónulega. Sá heldur að fólk hafí virkilega ekki um annað að hugsa en hann. HÉR RÍKIR einhverra hluta vegna, kæru hlustendur, einhver gríðarleg vonska í bland við fádæma vælu- kjóahátt í nokkrum miðaldra karl- mönnum. Fullyrðingar fljúga, prinsippin fjúka út í veður og vind, fólk er dregið í dilka, valdamenn ganga um og uppnefna heilu starfsgreinarnar. Ognú setja þessir menn lög sem bitna nákvæmlega á þeim sem þeir hafa uppnefnt og sakað um árásir á sig undanfarið. Tilviljun? Nei, kæru Jilustendur. Það ríkir eitrað andrúmsloft á ís- landi ídag. Erfíðir tímar fyrir sóma- kært fólk, erfíðir tímar fyrir hrausta menn, og það sem meira er: Erfíðir tímar fyrir ungt athafnafólk með góðar hugmyndir. Ekki hélt ég nefnilega að vonskan í leiðtogun- um myndi á endanum bitna á frelsi borganna. En svona er nú það. Góðar stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.