Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 1. MAl2004 Fókus DV 6aðferðir tilað svindla á Baugslö^um s Þjóðarat- kvæða- greiðsla Sigurður G. Guðjónsson var einn þeirra sem sann- færði Ólaf Ragnar um að bjóða sig fram til forseta og ætti ekki að eiga erfitt með aö sannfæra hann um að vísa frumvarp- inu íþjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttabiaðsins eru 77% á móti þvi. Glæsileg innkoma forsetans í komandi kosningar. Northernlights í Lúxem- borg Stofna Northernlights í Lúxemborg og senda umgervitungl til Islands. Svipað og ómega gerir með góðum árangri. Er líka löglegt þvi ekki ætlar Davlð að setja lögá Skyog CNN líka. Kiddi Bigfoot kaupirútvarpshlutann og færpening- ana lánaða á arðtengdum vöxum en lánið greiðist upp eftir 356 ár. DV vikurit og Fréttablaðið útvarp Fréttabiaöið er íraun útvarp þvi blaðinu ervárpað á lesendur sina en ekki selt i ásktift elnsog hefð er með dagblöð. Og breytaDV bara í vikurit sem kemur út sex sinnum f viku. Þá eru Norðurljós fjölmiðill án dagblaðs og allir sáttir. Selur Jóhannesi Bónus Jón Asgeir selur hlut sinn i Baugi og læt- ur i hendur pabba slns. Jóhannes rekur þá Baugsveldið og Jón ein- beitir sérájfarið að sjónvarpsrekstri auk heimsyfirráöa á öOrum vetivangi. Blá hönd Davlös nær ekkl til London þótt honum þyki gott aö snæða þar kín verskan mat. DV og Fréttablaðið fyrir slikk Jón Ásgeir gefur það vonlausa verkefni upp á bátinn að reyna græða peninga á blaðarekstri, enda vitað mál að það hef- ur enginn nema Arvakur i skjóli ihatdsins getað hingað til. Selur DVog Fréttablað- ið fyrir slikk til Ingibjargar Pálmadóttur. Einbeitir sér að Ijósvakarekstri. Að alþingismenn vakni Eflaust veik von eins og staðan er en ráð aðrifja upp orð Sigurjóns Kjartanssonar grtnara j Islandi I dag um daginn:„Æi, láttu ekki svona Davíð. Ekki gera okkur þetta. Við erum bara venjulegt fólk i vinnunni hérna. Ekki leggja niður fyrir- tækið? Gerðu það7 Plls?“ Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður fór með Gullfossi til Kaupmannahafnar 1961 og er enn ekki kominn heim. Hann er í heimsókn hér á landi og opnar sýningu í Gall- erí Fold í dag. Hann efast um að verk sín hafi verið fölsuð í Danmörku og býst við að verða stoppaður upp og settur í glerkassa á Neskaupstað á endanum. Ég er enginn popplistamaður, ég vinn bara við þetta eins og skósmiður, teikna fyrir hádegi og mála eftirhá- degi," segir myndlistarmaðurinn. „Ég er búinn að mála í sama stfl síðan ég hætti í abstrakt 1967. Ég nenni ekki að mála núansana í þokunni. Þegar popplistin kom upp sá ég að þar var leið til þess að mála fíguratívt með einföldum hætti. Ég er samt enginn popplistamaður, ég vinn bara við þetta eins og skósmið- ur, teikna fyrir hádegi og mála eftir hádegi. Ég hef enga hugmynd um þaö hvaða stfll þetta er, við skulum leyfa listfræðingum að reyna skil- greina það þegar ég er dauður," segir Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Gallerí Fold í dag klukkan þrjú. Sýnd verða mái- verk í „Baksalnum" og þrykk í „Rauðu stofunni". Hjalti Rögnvalds- son, leikari mun að þessu tilefni lesa upp úr nýrri bók um Tryggva sem er ekki einungis þekktur fyrir myndlist sína því hann er líka mikill og skemmtilegur sögumaður. „Það er gott að koma hingað, bömin eru öll komin heim. Þrándur, sá yngsti, er ný fluttur hingað. Hann er lærður húsamálari og er að mála Þjóðminjasafhið. Ég á þrjú böm hér og átta barnaböm." Hvemigselst svo myndlistin? „Ágætlega, ég var með sýningu í Danmörku í haust og þar seldi ég 12 myndir, hér sel ég líka vel. Stærsta safn minna verka er Tryggvasafn á Hótel Neskaupstað, ætli ég verði ekki stoppaður upp og settur í glerkassa þar á endanum." Þú situi hér fyrír neðan málverk af nakinnikonu? „Já, ég er ekki búinn að gleyma kvenfélaginu Von, ef maður verður náttúrulaus hefur maður ekki neitt, þetta er sama þörfin; kynþörfin og sköpunin, ef hún fer getur maður bara farið að vinna við að telja peninga í Búnaðarbankanum. Það væri nú ekki gaman." Hvað er kvenfélagið Von? „Ég heyrði að það væri einhvers staðar hér á íslandi, í Vestmannaeyjum kannski, það er þessi spuming hver þeirra von er." Eru þeir byrjaðir að falsa þig íDan- mörku? „Ég held þeir geri það ekki á meðan ég tóri, maður þarf að vera dauður svo almennilega sé eftir manni tekið," sagði Tryggvi Ólafsson. Þetta er önnur einkasýning Tryggva sem hefur sýnt á samsýningum um allan heim. Spenningurinn í algleymingi og loftið lævi blandið Þegar föstudagurinn 23. aprfl rann upp var ótrúlega létt fyrir mig koma mér á fætur. Lfldega hjálpaði tilhugsunin um að hljómsveitin mín Nylon myndi um kvöldið troða upp á fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Ég vaknaði því klukk- an8, einsogvana- \ lega en skólinn ; byrjaði klukkan 9.10. Eftir að hafa fengið mér morgunmat og tekið mig til dreif ég mig í skólann. Ég er á þriðja ári á nátt- úrufræðibraut Fjöl- brautaskólans í Garðabæ og byrjaði því á að mæta í náttúmfræði. Ég var mjög spennt til kvöldsins og því var dálítið erfitt að einbeita sér í skól- anum og langaði mig mest að fara heim. Eg hélt þó dag- inn út og eftir að hafa einnig mætt í sálfræði, efnafræði og excel-tíma var klukkan orðin 14 og skólinn loksins búinn. Spenningurinn magnast Þá dreif ég mig niður í verslunina 17 þar sem ég hitti hinar stelpurnar í hljómsveitinni. Hún Mæja í 17 hjálpaði okkur að finna okkur föt og eftir miklar vangaveltur ákváðum við að vera fi'nar. Mæja var alveg frá- bær og hjálpaði okkur heilmikið. Fyrst vomm við að spá í að vera lit- skrúðugar en fannst það síðan ekki passa kvöldinu svo við ákváðum að vera hefðbundnari. Við fundum okkur allar svarta boli og við hann fann ég flottar Diesel-gallabuxur. Ég var mjög ánægð með fötin mín og spenningurinn fór sívaxandi. Eftir mátunina dreif ég mig heim og fór að huga að því að taka mig til. Þá fyrst fann ég fyrir virkilegum fiðringi þar sem kvöldið var á næsta leyti. Ég fékk lánað krullujárnið hjá vinkonu Alma Guðmundsdóttir söngkona lýsir deginum þegar stelpnahljóm- sveitin Nylon kom fram f fyrsta skiptið og spiluðu ó Fegurðarsam- keppni Reykjavíkur. minni og eftir sturtuna lagaði ég á mér hárið en lét vera að mála mig þar sem ég vissi að Berglind smínka myndi sjá um þá hhð. Þegar ég var mætt niður á Broadway um klukkan hálf fimm fór ég strax í smínk. Hún Berglind er frábær en hún málaði okkur líka fyrir myndbandið. Ekki sakaði að hún er hárgreiðsludama lflca þannig að hún lagði einnig loka- hönd á hárgreiðsluna. Þarna var spenningurinn í algleymingi og stemmingin í loftinu lævi blandin. Skemmtilegt kvöld Við stelpurnar höfðum voðalega lítinn tíma til að spjalla þar sem við vorum dáh'tið seinar en það gerði ekkert til þar sem við vorum allar í okkar eigin heimi. Tilfinningin að þetta væri að skella á var firábær en dálítið yfirþyrmandi þar sem hljóm- sveitin kom þarna fram í fyrsta skipti. Við erum allar orðnar fi'nar vinkonur sem er náttúrulega bara plús þar sem við þurfum í rauninni bara að geta unnið saman. Ég kann- aðist lítilega við Steinunni en hinar hafði ég aldrei séð áður. Atriðið okk- ar var tekið upp fyrir keppnina þar sem keppnin var í beinni útsend- ingu og tími hefði ekki gefist að skjóta okkur inn í miðju kafi. í raun- inni var sú tilhugsun pínu þægileg því þá hefði alltaf verið hægt að taka upp aftur ef eitthvað færi úrskeiðis. En á sama tíma var leiðinlegt að hafa ekki fólkið í salnum og heyra klapp- ið og fagnaðarlætin. En þar sem at- riðið gekk mjög vel voru áhyggjurn- ar um að klúðra einhverju óþarfar og þetta var fljótt búið. Við sungum live og vorum mjög ánægðar með útkomuna. Mér fannst mjög spenn- andi að fá að sjá fegurðarsamkeppn- ina þar sem ég hef alltaf bara fylgst með þeim í sjónvarpinu. Þetta var mjög gaman og við fengum að vera í matnum. Eftir keppnina skildust hins vegar leiðir. Tvær úr hljóm- sveitinni fóru heim þar sem þær voru í prófum en ég og önnur fórum saman niður í bæ. Þar hitti ég vini mína sem voru að „dimmetera" og við skelltum okkur á Hverfisbarinn. Kvöldið var mjög skemmtilegt og dagurinn búinn að vera langur en frábær. Ég hafði úthald til klukkan 3 en þá dreif ég mig heim og fór að sofa hamingjusöm eftir daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.