Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1.MAÍ2004 Fréttir DV íslendingar samábyrgir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinn- ar, sagði á þingi í gær að íslendingar væru samábyrgir Bandaríkjamönn- um í pyntingum á föngum í írak og loftárásum á al- menna borgara. Össur segir það sorglegt að Bandaríkjamenn hafi orðið uppvísir að stríðs- glæpum, þ.e. pyntingum og kynferðislegu ofbeldi á föngum. Össur og Stein- grímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, vildu að ríkisstjórnin bæði íslensku og írösku þjóðina afsökun- ar. Þeir vilja að skipuð verði rannsóknamefnd til að skoða hvemig stuðningur íslands við stríð kom til. Naktirfangar léku samfarir Ljósmyndir af pyntingum og kynferðislegu ofbeldi gagnvart írökskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu vom sýndar í fyrradag í rannsókn- arrétti bandaríska hersins þar sem einn hershöfðingi og sex óbreyttir hermenn em sakaðir um gróf brot. Ein mynd sýnir fanga með hettu yfir höfði og víra festa við lík- amann. Var hann látinn standa á kassa tímunum saman og sagt að hann fengi raflost ef hann stæði ekki kyrr. írakamir segja að bandarískir kvenhermenn hafi neytt þá til að afklæðast og láta sem þeir ættu í sam- fömm hver við annan. Hóp- ur naktra fanga var neyddur til að hlaða sér í píramída. Partí í Evrópu Stækkun Evrópusam- bandsins tíl austurs verð- ur fagnað með hátíðar- höldum og flugeldasýn- ingum um helgina. Haldnir verða tónleikar og listviðburðir víða um álfuna tU heiðurs nýju aðUdarlöndunum tíu. Höfuðborgir Þýskalands og PóUands verða tengd- ar saman með tveggja klukkustunda tónleikum í Berlín og Varsjá. Ópera eftir Roger Waters, söngvara Pink Floyd, verður frumflutt á Möltu og Ungverjar munu henda öUum þeim eigum sínum sem þeir vUja ekki í haug á torgi í miðri Búdapest. „Núna liggur á aö koma sam- an prógrammi afþví að ég er að fara að skemmta hjá ÍTR á eftir. Ég veit svona sirka hvað ég ætla að gera en þarfsamt alltafað raða mér Hvað liggur á? niður. Ég hef dálltið verið að ýta þessu á undan mér - taka til og svona - en ég er alveg að fara að byrja." Réttarfarsnefnd og Lögmannafélag íslands taka undir með Persónuvernd í gagn- rýni á frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um símhleranir án dóms- úrskurðar. Hugmyndir Björns um að halda gögnum frá verjendum í sakamálum og leyfa nafnlaus vitni mæta einnig andstöðu. Björn hundsaði réttarfarsnefndina við gerð frumvarpsins. Bæði réttarfarsnefnd og laganefnd Lögmannafélags Islands hafna meginatriðunum í frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála. Réttarfarsnefndin og laganefndin telja of langt gengið í frumvarpinu með ákvæði um að lögregla hafi rýmri heimfidir en áður tU að halda rannsóknargögnum ffá verjendum og sakborningum. Jafnframt taka þessir aðUar undir með Persónu- vernd og segja að ákvæði um sím- hleranir í einn sólarhring án dóms- úrskurðar standist hvorki stjórnar- skrá né mannréttindasáttmála Evr- ópu. Réttarfarsnefnd vísar í stjórn- arskrá Réttarfarsnefnd er meðal annars skipuð hæstaréttardómurum og lagaprófessorum. Nefndin mun hafa samið flest lög sem varða réttarfar á liðnum árum eða þá að lögin hafa verið borin undir nefndina. Réttar- farsnefndin kom ekld að málum í þessu tilvUd fyrr en allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn hennar um frumvarpið. Það mun vera afar óvenjulegt að ráðherra sniðgangi nefndina með þeim hætti. í umsögn réttarfarsnefndar til aUsherjarnefndar er bent á að sam- kvæmt stjórnarskrá er það þáttur í réttlátri málsmeðferð að sakborn- ingur og veijandi hans fái tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn í opin- beru máli. Eins sé sérstaklega mælt fyrir um þennan rétt í mannrétt- indasáttmála Evrópu. Of mikil skerðing réttinda „Samkvæmt þessu hefur verið lit- ið svo á að verjandi geti ekki haldið uppi vörnum fyrir skjólstæðing sinn í opinberu máli nema hann fái að- gang að gögnum málsins svo fljótt sem kostur er, svo hann geti brugð- ist við því, sem þau hafa að geyma á viðeigandi hátt og það fyrr en síðar," segir réttarfarsnefnd í umsögn sinni, sem væntarUega verður lögð fram á næsta fundi aUsherjarnefndar á þriðjudag Niðurstaða réttarfarsneftidarinn- ar er því sú að viðkomandi grein frumvarpsins gangi of langt í skerð- ingu þessara réttinda verjenda og skjólstæðinga. „Eru ekki færð nægi- lega ítarleg rök fyrir þessari veiga- miklu breytingu í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu," segir rétt- arfarsnefnd. Þrengri réttindi ekki rök- studd Laganefnd Lögmannafélags ís- lands segir í umsögn sinni að al- mennt séð séu það ekki góðir laga- setningarhættir að þrengja réttindi borgaranna - nema fyrir því liggi brýnar efnislegar ástæður. í frum- varpi dómsmálaráðherra sé því ekki nægjanlega vel sinnt að rökstyðja það að ekki sé hægt að ná markmið- unum með öðrum og vægari hætti fyrir borgarana. Að mati laganefndarinnar er tU dæmis hægt að ná umræddu mark- miði varðandi rannsóknargögnin með því að mæla fyrir um að verj- andi megi kynna sakborningi gögn- in en ekki afhenda honum eintak af þeim. Nafnleysi vitni brýtur gegn sakborningi Lögmannafélagið setur sig einnig á móti ákvæði í frumvarpinu um að hægt sé að kaUa vitni fyrir dóm sem engir aðrir en ákæruvaldið og dóm- ari fái að vita deUi á: „Af þessu ákvæði leiðir, verði það að lögum, að upp kunna að koma þær aðstæður í opinberu máli að ákæruvaldið og dómari búi yfir tU- teknum upplýsingum um ákveðið vitni sem verjandi og sakborningur eiga ekki aðgang að. Ákvæðið leiðir tU þess að mUli ákæruvaldsins og dómarans myndast ákveðið trúnað- arsamband að þessu leyti," segir laganefndin sem jafnframt bendir á tvö mál vegna nafnlausra vitna sem reynt hafi á fyrir mannréttindadóm- stóli Evrópu. Niðurstaðan hafi í báð- um tilfellum verið brot á mannrétt- indum sakbornings. „Laganefndin fær ekki séð að þau rök hafi verið færð fram sem réttlæti Réttarfarsnefnd Réttarfarsnefnd er fastanefnd skipuð af dómsmálaráðherra. Hún gefur ráðherra álit um málefni á sviði réttarfars, semur lagafrumvörp á sinu sviði og gætir að því að samræmis sé gætt í setningu laga og reglna. Inefndinni eiga sæti: Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari sem er formaður, Eirikur Tómasson pró- fessor, Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari, Stefán Már Stefánsson prófessor, Viðar Már Matthíasson prófessor, Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Benedikt Bogason héraðsdómari. geti þá breytingu sem lögð er tU og getur þar af leiðandi ekki faUist á hana, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli." Rök ráðherra réttlæta ekki hlerun Eins og áður segir taka bæði rétt- arfarsnefnd og laganefnd lög- mannafélagsins undir með Per- sónuvernd í andstöðu við sím- hlerunarákvæði frumvarps- ins. Laganefndin segir til dæmis að reynsla undan- farinna ára og ný tækni í fjarskiptum réttlæti ekki breytinguna enda sú hún ekki rökstudd í athuga- semdum frumvarpsins: „Eftir því sem best er vitað er með tUtölulega skömmum fyrirvara hægt að fá dómsúrskurð fyrir sím hlerun eða skyldri aðgerð, ef efnisleg sJdlyrði eru á annað borð fyrir hendi," segir laganefnd- in og réttarfarsnefndin tekur í svip aðan streng: „Það er álit réttarfars nefndar að þessi rök geti ekki réttlætt það, éin og sér, að handhafa ákæru- valds verði heim- Uað að veita lög- reglu leyfi tU að hlera síma eða taka upp símtöl eða önnur fjarskipti, án atbeina dómara, í allt að sólar- hring," segir réttarfarsnefndin og vísar þar tU raka dómsmálaráðherra að símhlerunum fari fjölgandi og að tíð símnúmeraskipti hafi leitt tU rétt- arspjaUa. Ríkissaksóknari, ríkislögreglu- stjóri, lögreglustjórinn í Reykjavflc og Landssamband lögreglu- manna, hver fyrir sig, lýsa sig í meginat- __ riðum sam- mála frum- ’ varpinu. gar@dv.is Björn Bjarnason Frumvarp dómsmálaráðherra um sím- hleranir og takmörkun á að- gangi rannsóknargagna mæt ir andstöðu með lögspekinga. Tíu ný ríki og 75 milljónir manna bættust við ESB i dag Austantjaldslönd í Evrópusambandið fbúar Evrópusambandsins urðu 455 mUljónir á miðnætti við inn- göngu 10 nýrra aðildarríkja sam- bandsins. Evrópusambandið er nú orðin stærsta viðskiptablokk í heimi, með liðlega 170 milljón fleiri íbúa en Bandaríkin. Fagnað var í mörgum austantjaldslöndum í niðurtalningu aðUdarinnar í gærkvöld. í Litháen var fyrirhugað að kveikja á öUum rafmagnsljósum landsins í 5 mínút- ur tU að undirstrika að ljós landsins skíni í Evrópu. Löndin sem um er að ræða eru, frá norðri, Eistland, Lett- land, Litháen, PóUand, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta, og gríski hluti Kýpurs. Atta af aðUdarlöndunum eru fyrrverandi kommúnistarfld. ísland er aðUi að Evrópska efna- hagssvæðinu og mun stækkunin hafa þau áhrif að innri markaður landsins stækkar í sama mæli og ESB. Þá mun flutningur vinnuafls vera frjáls mUli íslands og nýju að- ildarlandanna. Gert er ráð fyrir að eftir tvö ár taki fyrstu rfkin upp evr- una sem gjaldmiðU, að uppfyUtum kröfum um efnahagslegan stöðug- leika. Stækkun sambandsins fylgja einnig auknar hættur. Rolf Tophoven, sem stýrir hryðjuverka- vörnum Þýskalands, segir að hryðju- verkamönnum sé gert auðveldara fýrir. Hann segist í samtali við norska blaðið VG ekki efast um að hryðjuverkin komi í auknum mæfi til Evrópu. Hann segir lfldegast að lönd sem styðja Bandarfldn verði sérstaklega fýrir reiðivendi hryðju- verkamanna. Sfðasti vinnudagurinn Þýskir tollverðir höfðu í gær eftirlit með umferð frá Póllandi. Eftirliti er nú hætt með inngöngu Póllands í Evrópusambandið, en lögreglan óttast að smygl á sígarettum og fleiru muni stór- aukast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.