Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 30
30 1.MAÍ2004 Fókus DV Á Sogni í Ölfusi gengur lífið sinn vanagang. Menn ganga til vinnu og stunda sitt nám. Þar eru engir hringlandi lyklar, hvítir sloppar né spennitreyjur. Þeir sem staðið hafa í þeirri meiningu að hringlandi lyklar, spennitreyjur og hvítir sloppar ein- kenni starfsemi réttargæsludeildar- innar á Sogni vaða í villu. Þar er þvert á móti rólegt og heimilislegt andrúmsloft þar sem sjúklingar greinast fljótt á litið alls ekki frá starfsfólki. Liðið er að hádegi þegar blaða- mann og ljósmyndara DV ber að garði. Hundarnir á bænum taka á móti okkur með dillandi skott og þefa kröftuglega af blaðamanni. Þeir finna augljóslega tíkarlyktina og dilla skottinu enn meira. Magnús Skúlason yfirlæknir tekur alúðlega á móti okkur og þar sem matur verður brátt á borð borinn bíður hann til hádegisverðar. Ungur pUtur verður á vegi okkar og tekur Magnús tali. Hann klappar honum á bakið og kynnir okkur fyrir piltinum. Hann heilsar og , .... _ segisthafaverið 3 á Sogni í þrjú ár H og lætur vel að ** staðnum. „Mér hefur aldrei lið- ið betur og í fyrsta sinn frá því ég var barn finnst mér ég hugsa rökrétt. Éghefverið alls- gáður nánast allan tímann hér og hefði aldrei tekist það nema með hjálp Magnúsar og starfsfólksins," segir hann og bætir við að hann von- ist tU að fá að fara innan árs. Yfir borðum tölum við um starfsemina. Helmingi stærri ef vel ætti að vera Magnús hefur starfað þar frá ár- inu 1997 ogyfirhjúkrunarfræðingur- inn, Drífa Eysteinsdótúr, aUt ftá opnun deildarinnar. Auk þeirra er staðarhaldari, annar hjúkrunar- fræðingur og gæslumenn í 19 stöðu- gUdum. „Hingað koma þeir sem eru dæmdir ósakhæfir en það er ómögulegt að segja fyrirfram hve lengi hver og einn þarf að vera hér. Enda hefur komið á daginn að það er afar misjafnt," segir Magnús. Hann hefur auk þess tekið til inn- lagnar og dvalar sakhæfa fanga frá Litla-Hrauni. „Það höfum við gert þegar fangar þar hafa átt við erfiða geðræna sjúkdóma að stríða. Nú er hér einn sakhæfur fangi og gengur honum afskaplega vel hér,“ segir Magnús. Drífa skýtur inn í að deUd- Drífa Eysteinsdóttir yfirhjúkrunarfræð- ingur Hún hefur verið frá upphafi á Sogni og kann þvi afar vel. in sé aUs ekki hugsuð sem slík en hjá því verið ekki komist því engin önn- ur úrræði séu fyrir hendi fyrir þá fanga. „Við þyrftum að geta teldð helmingi fleiri sjúklinga inn, þá gæt- um við vel við unað," segir hún og bætir við á Sogni sé það sem kallist umhverfismiðuð meðferð. Þar stundi Qórir nám um þessar mundir. „Á staðnum er einnig vinnustofa og útivinna á sumrin. Svo er náttúrlega viðtalsmeðferð og lyfjameðferð. Sál- fræðingur kemur einu sinni í viku og er með nokkra í reglubundnum við- tölum," segir hún. Magnús bendir á að starfsmenn séu í góðu sambandi við sjúklingana og þeir hafi alltaf aðgang af einhverj- um ef þeir þurfi að ræða eitthvað sem þeim býr á hjarta. „Ekki þar fyrir að það er ýmislegt sem betur mætti fara. Við vildum gjarnan hafa meira fjármagn. Til að mynda væri gott að hafa annan lækni, félagsráðgjafa, sálfræðing og iðjuþjálfa í fullu starfi," segir Magnús og tekur fram að hann vilji alls ekki vera með ein- hvern harmagrát. Hann bendir á að Sighvatur Björgvinsson sem verið hafi ráðherra þegar deildin tók til starfa hafi stutt deildina með ráðum og dáð. „Hann var mjög innan handar við uppbygginguna til að byrja með," segir Magnús. Hér er gott að vera Eftir matinn göng- um við um húsið. Það er ekki stórt en vel virðist fara um sjúklingana. Þeg- ar menn eru dæmdir ósak- hæfir fara þeir *' nær undantekn- ingarlaust á Sogn. Áður fóru þeir utan, einkum til Svíþjóðar. Á Sogni er að minnsta kosti ein kona sem send var utan á sínum tíma og sagði hún í samtali við blaðamann að þeirri dvöl væri ekki hægt að líkja saman við veruna á Sogni. „Hér er gott að vera og allir eru mér góðir. Magnús er einstakur maður," segir hún og tekur utan um hann. Magn- ús klappar henni á bakið og brosir. Við spyrjum hvort sjúklingarnir nái sér aftur og eigi afturkvæmt út í lífið. Þau jánka því bæði og segja að yfir höfuð hafi það gengið mjög vel. Það komi fyrir að þeir komi aftur ef þeir veikist en alla jafna nái menn að fóta sig í daglegu lífi með aðstoð. „Það á ekki að halda neinum nema brýn -6 nauðsyn beri til. Það fer fyrir dóm ef við mælum með að fólki sé sleppt og oftast fær það stuðning úti í þjóðfélaginu á meðan það fótar sig áfram," segir Magnús og bendir á að því sé á annan hátt farið með sakhæfu afbrotamennina. Þeir afpláni þann tíma sem þeim ber, burt séð frá því hver heilsa þeirra sé. „Oft er erfitt að horfa á eftir þeim út í lífið á ný sem ekki hafa hlotið bata," segir Magnús. Nám og vinna f kennslustofunni á neðri hæð- inni er að hefjast kennsla. Ungur myndarlegur piltur er að fara í tíma en aðeins einn er í tímum í einu. Heimilismenn á Sogni • Ósakhæf kona á sjötugs aldri. Hefur verið á Sogni frá upphafi og óljóst hvenær hún fer. • Ósakhæfur piltur, 26 ára. Hefur dvalið á Sogni frá því 2001. Hann hefur tekið mikl- um framförum og á von á að losna innan árs. • Sakhæfur karlmaður, liðlega þrítugur. Var vistaður á Litla- Hrauni frá 1989 en kom að Sogni í janúar 2001. Hefur sýnt miklar framfarir og stundar nám I skól- • Ósakhæfur karlmaður, tæp- lega fertugur. Kom að Sogni i desember síðastliðnum og hefur átt erfiða daga en sér fram á betri tíma. • Ósakhæfur karlmaður, rúm- lega fertugur. Hefur verið á Sogni frá upphafi og engin úr- ræði fyrir hann í sjónmáli. • Ósakhæfur karlmaður, tæp- lega þritugur. Kom að Sogni seint á árinu 2001. Gengur vel og hefur fengið heimild til að fara eftirlitslaust um eftir ákveðnum reglum. Allt útlit fyrir að hann losni á næsta ári. • Ósakhæf kona umfertugt. Gengur vel en óvíst hve langan tíma hún þarf. Hann heiisar og Magnús segir hon- um deili á okkur. „Ég hef verið hérna frá því ég kom af Litla-Hrauni fyrir þrem árum og það er allt annað líf," segir hann. Magnús segir hann hafa náð ágætum bata og vel gangi hjá honum. „Já, ég vildi ekki skipta á líf- inu úti eins og það var og því sem ég lifi hér inni. Þetta er allt annað og það er ólíku saman að jaftia, það var ekki frelsi," segir hann og bætir við að hann hafi verið í vímu frá unga aldri svo að segja sleitulaust, þar til hann missti frelsið. „Ég hef aldrei náð eins löngum tíma án vímuefna og ég kann því vel að lifa svona, þrátt fyrir þá kaldhæðni örlaganna að ég hafi misst „frelsið" um leið," segir hann um leið og hann smellir saman fingrum til marks um gæsalappir. „Ég er bjartsýrm á framhaldið og allt fikrast þetta áfram," segir hann glað- lega og kennarinn kinkar kolli. Fleiri heimilismenn heilsa og ljúka upp einum rómi um ágæti staðarins. Magnús er alúðlegur við alla og spjallar kumpánlega við hvern og einn. „Ég vildi gjarnan geta einbeitt mér meira að Litla-Hrauni, þar eru menn sem sannarlega þyrftu á hjálp að halda og eiga alls ekki heima lokaðir innan rimla í því ástandi sem þeir eru í,“ segir hann og bendir á að afbrot séu oftar en ekki afleiðing vfmuefhaneyslu. Menn séu því oft í mjög slæmu ástandi þegar þeir komi þangað og þyrftu fýrst og fremst á meðferð að halda. Eins og hvert annað líf Á efri hæðinni er hjúkrunarvakt- in og vistaverur heimfiismanna. Við lítum inn til nokkurra og flestir hafa notalegt í kringum sig og hafa safn- að að sér persónulegum munum. Myndir af ættingjum prýða veggi og tölvur eru á borðum. Drífa segir okk- ur að ekki sé nettenging inn á her- bergjunum en ein nettengd tölva sé í húsinu sem heimilismenn geti far- ið í að vild. í kjallaranum eru vinnu- og tómstundarherbergi og þar er einnig læstur klefi. Drífa opnar og sýnir okkur inn þar sem dýna og rúmföt eru á gólfi og fátt annað. Hún tekur fram að afar sjaldan sé nokkur í þessum klefa. „Það er ekki nema í þeim tilfellum að fólk verði hættu- legt sjálfu sér og öðrum. En þetta er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.