Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 35
T3V Sport LAUGARDACUR 1. MAÍ2004 35 ' Larsson með á EM Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur ákveðið að spila með sænska landsliðinu á EM svo framarlega sem hann verði valinn. Larsson ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir HM 2002 en eftir að sænska dag- blaðið Aftonbladet saftiaði saman 110 þúsund manna undirskrifalista með áskor- un til Larssons um að spila aftur með ákvað hann að slá til. „Allir verða að fá að skipta um skoðun. Það er ekki hægt að annað en að vilja spila á EM í Portúgal í sumar. Helena velur 25 manna hóp Helena Ólafsdóttir, þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins, valdi í gær 25 manna æfingahóp fyrir vináttuleik gegn Englend- ingum um miðjan maí og í leikina gegn Ungverjum og Frökkum sem fram fara 29. maí og 2. júní. Einn nýliði er í hópnum en það er Þórunn Helga Jónsdóttir úr KR. Stærstur hluti liðsins kemur úr tveimur liðum, KR og Val, en alls eru flmm- tán leikmenn af 25 úr þess- um tveimur liðum. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Þóra B. Helgadóttir (KR), María BjörgÁgústsdóttir (KR) og Guðbjörg Gunnarsdóttir (Val). Aðrir leikmenn: Olga Færseth og Margrét Lára Viðarsdóttir (ÍBV), Erla Hendriksdóttir (FV Kaup- mannahöfn), Guðlaug Jónsdóttir, Edda Garðars- dóttir, Guðrún S. Gunnars- dóttir, Hólmffíður Magnús- dóttir, Sólveig Þórarins- dóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir (KR), Laufey Ólafsdóttir, íris And- résdóttir, Málfríður Sig- urðardóttir, Dóra Stef- ánsdóttir, Rakel Logadóttir, Dóra María Lárusdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir (Val), Hrefna Jóhannesdótt- ir (Medkila), BjörgÁsta Þórðardóttir, Erna B. Sig- urðardóttir, Elín Anna Steinarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir (Breiðabliki). Víkingur vann Keflavík Víkingar eru komnir í undanúrslit deildabikars karla í knattspymu eftir að þeir lögðu Keflavík, 4-3, í vítaspymukeppni í átta liða úrslitum í Reykjaneshöll á fimmtu- daginn. Staðan var markalaus eftir venju- legan leiktíma og ffarn- lengingu en Ögmundur Viðar Rúnarsson, mark- vörður Víkinga, varði tvær spymur Keflvík- inga. Undanúrslit RE/MAX-deildar karla i handknattleik eru nú í fullum gangi. Þaö virðist lítið skilja að þessi íjögur lið sem berjast um sæti í úrslitum og fyrstu tveir leikir hvors einvígis hafa unnist á heimavelli. Tveir oddaleikir staðreynd KA-menn og ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í undanúrslitum RE/MAX- deildarinnar í handknattleik í fyrra- kvöld með því að leggja andstæðinga sína að velli á heimavelli. ÍR-ingar unnu góðan sigur á Val, 29-25, og þurfa liðin því að mætast í þriðja sinn á Hlíðarenda á morgun. Valsmenn byrjuðu betur og komust í 7-5. Þá vöknuðu ÍR-ingar, skoruðu fimm mörk gegn einu marki Valsmanna og sneru stöðunni í 10-8 sér í hag. Ingimundur Ingimundar- son fór mikinn á þessum kafla og skoraði þrjú af fimm mörkum ÍR- inga sem leiddu í hálfleik, 13-11. Jafnræði var með liðunum í byrjun síðari hálfleiks, allt þar til ÍR- ingar tóku mikla rispu og breyttu stöðunni úr 17-16 í 24-17 á átta mínútna kafla. Þennan mun náðu Valsmenn aldrei að vinna upp og leiknum lauk með sigri ÍR-inga, 29-25. Ingimundur Ingimundarson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í fyrrakvöld en hann skoraði átta mörk í liði ÍR. Einar Hólmgeirsson skoraði sex mörk, Bjarni Fritzson, fyrirliði liðsins, skoraði fimm en öll komu þau á lokakafla leiksins og Hannes Jón Jónsson skoraði einnig fimm mörk. Sturla Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og Fannar Þorbjörnsson tvö og í markinu átti Ólafur Helgi Gíslason skínandi leik. Hann varði 22 skot í leiknum, þar af eitt vítakast frá Baldvini Þorsteinssyni. Baldvin var markahæstur hjá Val með nfu mörk, þar af sex úr vítaköstum, Heimir Örn Árnason og Hjalti Þór Pálmason skoruðu fjögur mörk hvor, Bjarki Sigurðsson skoraði þrjú mörk en hann meiddist illa þegar hann skoraði síðasta markið sitt og óvíst hvort hann verður með í þriðja leiknum. Hjalti Gylfason skoraði tvö mörk og þeir Sigurður Eggertsson, Brendan Þorvaldsson og Freyr Brynjarsson skoruðu eitt mark hver. Pálmar Pétursson varði tíu skot í marki Vals. Arnór skoraði 11 mörk KA-menn nýttu sér einnig heimavöllinn líkt og ÍR-ingar og unnu Hauka, 33-29, á Akureyri í gærkvöld. Þessi lið mætast því á nýjan leik á Ásvöllum á sunnudaginn. Haukar höfðu ffumkvæðið framan af fyrri hálfleik en KA-menn náðu að síga fram úr undir lok hálfleiksins og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 15-13. Þeir skoruðu síðan fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks, náðu sjö marka forystu, 20-13, og létu þá forystu aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks. Arnór Atlason skoraði ellefu mörk fyrir KA, Jónatan Magnússon og Einar Logi Friðjónsson skoruðu sex mörk hvor, Andrius Stelmokas skoraði fimm mörk, SævarÁrnason gerði þrjú og Bjartur Máni Sigurðsson skoraði tvö mörk. Stefán Guðnason varði sautján skot í marki KA. Andri Stefan skoraði níu mörk fýrir Hauka, Halldór Ingólfsson skoraði sjö mörk, Þorkell Magnússon, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Jón Karl Bjömsson og Þórir Ólafsson skoruðu þrjú mörk hver og Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk. Birkir ívar Guðmundsson varði tíu skot í marki Hauka og Björn Björnsson varði sex. oskar@dv.is Góður Ólafur Helgi Glslason, fyrrum leikmaður Vals, átti sklnandi leik / marki lR gegn sínum gömlu félögum og varði 22 skot. DV-mynd Stefán Diego Maradona allur að koma til Stiginn upp af sjúkrabeðnum Diego Maradona var í gær útskrifaður af sjúkrahúsi því sem hann hefur dvalist á undanfarna tólf daga vegna hjartakvilla og almenns lélegs líkamsástands. Sjúkrahúsið, sem Maradona dvaldi á, gaf í gær út þá yfirlýsingu að goðið hefði verið útskrifað og að læknar hans væru ánægðir með ástand hans. Hann fór þó hljótt frá sjúkra- húsinu og forðaðist aðdáendur sem höfðu beðið við spítalann síðan hann var lagður inn. Hann hvarf á braut í bíl með litaða glugga og sást síðar um daginn sitja að spjalli í húsi vinafólks síns í Buenos Aires. Maradona er þó ekki laus allra mála því sjúkrahúsið gaf til kynna að fylgjast þyrfti vel með heilsu kappans. „Við höfum gefið margar tillögur að meðferð fyrir hann en nú er það undir honum sjálfum og læknum hans komið að gera eitthvað í málinu.“ Maradona hefur margoft legið fyrir dauðans dyr á undanförnum árum. Ævintýralegur lífstíll kappans er farinn að taka sinn toll og svo virðist sem honum sé um megn að vinna bug á fíkniefnavanda sínum. Á meðan svo er má búast við því að hann detti fljótlega aftur inn á sjúkrahús og aðeins spurning hversu löng sú lega verður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.