Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 Fréttir DV Fór létt með ógeðsdrykk „Baldur drakk ógeðs- drykk í settinu hjá okkur og tók áskorun sem var að borða heila matskeið af smjöri og fór hann létt með það,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn af stjórnendum 70 mínútna. Jóhannes segir forseta- frambjóðandann hafa verið nokkuð stressaðan en engu að síður hafi hann verið hress og skemmtileg- ur. Hann segir þá félaga reyna að forðast allt mál- efnalegt spjall og því hafi viðtalið verið á léttu nótunum og gengið mjög vel. „Hann bragðaði vel á ógeðsdrykknum, sem var algjörlega ódrekkandi að þessu sinni. Hann innihélt sítrónusafa, Aromat krydd, Worcester-sósu sem er svipuð og balsamedik, lýsi og svo auðvitað mjólk,“ segir Jóhannes. Að sögn Jóhannesar er mjólk alltaf undirstaðan í ógeðsdrykknum; þeim dýrindis kokkteilum sem þeir félagar hafi blandað mikið af í gegnum tíðina. Ástþór Magnússon hef- ur áður komið í 70 mín- útna þáttinn. Stefnan er nú sett á að fá Ólaf Ragnar Grímsson áður en kosið er á laugardaginn. Skífusalan breytti öllu Samkeppnisráð segir að með sölu Skífunnar út úr Norðurljósum hafi verið komið í veg fyrir skaðleg áhrif sameining- ar Fréttar ehf. við Norð- urljós. Samkeppnisráð vísar einnig til sam- þykktar fjölmiðlalaga rfldsstjómarinnar. Ekki sé ástæða til að fjalla frekar um hugsanleg samsteypuáhrif. Frétt gefur út DV og Frétta- blaðið og Norðurljós standa meðal annars að Stöð 2 og útvarpsstöð- inni Bylgjunni. Ekkerl fræðirit Helga Kress, prófessor í bókmenntafræði, hefur birt fyrri hluta ritdóms síns um bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness í tímaritinu Sögu. Hún fer hörðum orðum um vinnubrögð Hannesar. „Það kann vissulega að vera fengur að ýmsum þeim ffóðleiksmolum sem Hann- es hefur safnað saman um „menn og atvik" og hefði bók hans getað nýst sem upp- sláttarrit ef heimilda hefði verið vel getið og þeim að treysta. Hins vegar verður ekki séð að bókin bæti nokkru sem máli skiptir við þá fræðilegu þekkingu sem fyrir var," segir í greininni. Forsetakosninqar 2004 Umijöllun DV um forsetakosningarnar heldur áfram og fylgst var með Baldri Ágústssyni þegar hann mætti í þáttinn 70 mínútur í gær. Blaðamaður og ljósmyndari DV mættu á staðinn og urðu undrandi á dónaskap og leiðindum forsetaframbjóðandans. skellir í lás Kosningastjóri Baldurs Ágústssonar, Hrafnhildur Hafberg, var búin að gefa okkur leyfi til þess að fylgjast með Baldri í upptök- um 70 mínútna og var talað um að hittast uppi á Popptíví rétt fyrir upptökur. Baldur brást hins vegar hinn versti við þegar mætt var á staðinn og leyfði okkur ekki að fylgjast með sér í þann klukkutíma sem um var rætt. 13:30-Baldurmætir upp í Norðurljós Lítill grænn Suzuld-jeppi bakkaði í stæði fyrir utan hús Norðurljósa að Lynghálsi 5 og út úr honum steig Baldur Ágústsson forsetaframbjóð- andi, sem er að leggja lokahönd á kosningabaráttu sína. Það lá greinilega ekki vel á Baldri og hafði hann af einhvetjum ástæð- um gleymt að hneppa tveimur efstu tölunum á skyrtimni sinni. Hins veg- ar gæti verið að tölurnar væru hluti af þeirri ímynd sem Baldur reynir að skapa sér. Hann hafði einnig gleymt að loka glugganum aftur í á forseta- frambjóðendabflnum og því engu lflcara en hann hafi farið öfugt fram úr rúminu í morgun. Baldur gekk til okkar þungum skrefum og blaðamaður DV kynnti sig með nafni. Þvf næst spyr hann okkur hvað við séum að gera hérna því hann viiji ekkert við okkur tala. Hann hristir hausinn þegar honum er tjáð að leyfi hafi fengist hjá kosn- ingastjóra hans fýrir því að fá að fylgjast með honum við upptökur á þættinum. Auðunn Blöndal, um- sjónarmaður þáttarins, mætir á svæðið og býður Baldri inn. 13:33 — Baldur skellir á nefið á blaðamanni og Ijósmyndara Eftir þessi orðaskipti segir Baidur okkur að tala við kosningastjórann sinn og hverfur inn í húsið. Hringt er í Hrafnhildi kosningastjóra og hún segist ekkert skilja í málinu: „Það sfðasta sem ég sagði við hann þegar hann labbaði út var að þið mynduð hitta hann uppi á Popp- tíví," segir Hrafnhildur. Blaðamaður DV biður hana um að ná sambandi við Baldur og fá á Jireint hvað sé í gangi. Einnig er henni tjáð að skrifað verði um þann klukkutíma sem um var rætt og ef hann vilji hafa þetta svona þá verði svo að vera. „Ég skil þetta ekki alveg en hann verður þá bara að taka þennan skell," sagði Hrafnhildur, sem var hin kurteisasta og vildi allt fyrir okkur gera. „Það síðasta sem ég sagði við hann þegar hann labbaði út var að þið mynduð hitta hann uppi á Popptívi segir Hrafnhiidur. 13:50 -Beðið eftir Baldri Lítið annað var hægt að gera á þessari stundu en bíða eftir að kosn- ingastjórinn næði sambandi við frambjóðandann og málið yrði leyst. Spjaliað var við upptökustjóra 70 mínúma og sagði hann strákana hafa farið út til þess að taka upp eitt- hvert atriði en þeir kæmu fljótlega í hús. Kosningastjóri Baldurs hringir og segist ekkert ná í hann því fram- bjóðandinn sé búinn að slökkva á símanum sínum en biðst afsökunar á þessari framkomu. 14:10-Enn er beðið eftir Baldri Fljóúega er okkur tjáð að fjöl- miðlafulltrúi framboðsins hafi verið settur í máiið og sé á hælunum á Baldri til þess að ræða máhn. Hið ágætasta veður var og leiddist okkur var hægt aö gera á þessari stundu en blöa eftirað kosninga- stjórínn næði sambandi viö fram- bjóðandann og málið yröi leyst. biðin ekkert svakalega, okkur var meðal annars boðið inn á kaffistofu Norðurljósa þar sem sást bregða fyrir ýmsum þekktum andlitum í kaffipásu. 14:20- Baldur kemur úr upptökum Loksins er olckur sagt að félag- arnir séu á leiðinni í hús og fljótlega mætir Popptíví jeppinn á fullri sigl- ingu með Jóhannes Ásbjörnsson við stýrið. Auðunn Blöndal og „Ofúr" - Hugi sitja í aftursætinu en Baldur vermir framsætið og getur því stjórnað tónlistinni í bflnum eftir eigin hendi. Jeppanum er bakkað inn í stæði af stakri snilld og fjórmenningarnir stíga út úr bflnum. Forsetafram- bjóðandinn spyr okkur hvers vegna við séum hér enn: „Eruði ekki á bfl? Þarf ég að skutla ykkur heim? Eruð þið ekki með eyru? Ég vil ekki tala við ykkur," voru setningar sem Baldur hreytti út úr sér þegar reynt var að útskýra máhð. Hann sagði að honum þætti leiðin- legt að við hefðum farið fýluferð til þess að fylgjast með sér og sagðist ekki vilja íeyfa okkur að fylgjast með upptökunum. „Ertu að hóta mér," sagði Baldur þegar honum var tjáð að skrifað yrði um þennan kluldcutíma sem við fylgjast með honum. Og ef hann vildi eyða honum með þeim hætti sem hann gerði yrði svo að vera. Umsjónarmenn 70 mínútna horfðu á gest sinn ræða við blaða- mann DV og voru þeir skiljanlega undrandi á framkomu Baldurs Ágústssonar. 14:26- Baldur kveður Þannig var sá klukkutími sem við „áttum" með Baldri Ágústssyni, sem vonast eftir stuðningi landsmanna í forsetakosningunum á laugardag- inn. Baldur á Bessastaði. Af virðingu við land og þjóð. breki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.