Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Mokað út úr Alþingishúsinu. DV-mynd GVA SUS-arar sverja af sér Baldur Lítil frétt í þessum sama dálki frá því fyrir tveimur dögum virðist hafa farið fyrir brjóstið á frelsiskyndlunum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. í fréttinni var sagt frá því að ungir sjálfstæðismenn væru nú famir að taka að sér atkvæðahringingar fyrir Baldur Ágústsson forsetaffambjóð- anda. Framkvæmdastjóri SUS hafði samband við DV og sagðist geta full- yrt að enginn af þeim félögum í sam- prgffTf bandinu sem hann vissi um Lliiu hefði tekið að sér slík störf fyrir Baldur og því væri fféttin röng. Rétt er að benda á að ungir sjálfstæð- ismenn og stjómarmenn í Sambandi ungra sjálfstæðismanna þurfa hreint ekki að vera sami maðurinn. Því hlýt- ur að skjóta skökku við að SUS sjái ástæðu tU að taka það ffam sérstak- lega að þeir séu ekki að hringja inn atkvæði fyrir Baldur. DV hefur hins vegar heimildir fyr- ir því að þvert á móti því sem SUS fullyrðir hafi nokkrir ungir sjálfstæð- ismenn tekið að sér að hringja fyrir Baldur Ágústsson og það greinilega án leyfis stjórnar SUS. Baldur nýtur því greinilega ein- ungis leynilegs stuðnings ungra sjálfstæðismanna. Ekki en samt Stjórnar- menn í SUS segjast ekki vera að hringja fyrir Bald- ur og þvl hljóti enginn annar úr SUS að gera það. • Ljóst er að stóla- skipti þeirra Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar eiga eftir að hafa víðtækar afleiðingar. Eitt af því sem talað er um að muni ger- ast er að lykilmenn úr forsætisráðu- neytinu flytjist til í störfum. Þannig er talað um að Ólaf- ur Davíðsson ráðu- neytisstjóri verði gerður að sendi- herra í Berlín. Eins mun Hlugi Gunnars- son sem verið hefur aðstoðarmaður Davíðs, fylgja sínum manni út úr ráðuneytinu. Ekki er vitað hvað hann tekur sér fyrir Síðast en ekki síst hendur. Þá er óvíst hvað verður um Albert Jónsson sem hefur verið ráð- gjafi Davíðs í öryggis- og utanríkis- málum. Ekki mun vera hlýtt milli hans og Halldórs Ásgrímssonar þannig að hvorki er gert ráð fyrir því að hann sitji áfram í forsætis- ráðuneytinu, né að hann fái stöðu hjá utanríkisráðuneytinu fyrr en eft- ir að Halldór yflrgefur það... • Á hinn bóginn er talað um að Halldór taki með sér menn úr sínu ráðuneyti. Gert er ráð fyr- ir því að aðstoðarmaður hans, Bjöm Ingi Hrafnsson, verði að- stoðarmaður áfram, en hann er líka varaþingmað- ur Jónínu Bjart- marz. En fari það svo að Ólafur Dav- íðsson flytjist úr for- sætisráðuneytinu, losnar staða ráðuneytisstjóra. í þá stöðu er talað um tvo fyrrverandi aðstoðarmenn Steingríms Her- mannssonar í forsætisráðuneytinu, þau Jón Sveinsson lögmann, sem hefur verið sérlegur lög- fræðilegur ráðgjafí Halldórs, og hins vegar Helgu Jóns- dóttur borgarritara. Þá er ljóst að Hall- dór flytur með sér einhvern til að taka við stöðu Al- berts Jónssonar. Líklegast er talið að það verði einhver úr utanríkisþjón- ustunni, líklegast sendiherra með mikla reynslu í samskiptunum vest- urumhaf... luu, iiju luuvm oeiyvimyyrn uu utij- ast gegn einkavinavæðingu Hæstaréttar. & A N N A Ð HVAÖ ERTU NÚ AE) BAUKA, MIKKI? SKO! ÞAÐ MÁ NOTA ÞANN VARMA SEM BÍLINN SEFUR AF SÉR TIL AÖ ELDA MAT! rPyiSUGRINDIN MIN PASSAR BEINT OFAN Á VÉLINA. EFTIR SMÁ STUND VERDA TILBÚNAR J ÚRVALS PYLSUR. PÚSTBELTTD TEKUR FJÓRAR STEIKUR. ÞVÍ ER SMELLT UTANUM w PÚSTID. 5NIDUST, EKKI SATT? _ Audda vísað úr KR-stúkunni fyrir kjaff „Á hvað ertu að dæma auminginn þinn?" „Ég fór ekkert yfir strikið, var ekk- ert svo orðljótur en ég öskraði á dauðum punktum þannig að heyrð- ist vel um völlinn: ‘Á hvað ertu að dæma auminginn þinn?’ Og var að kalla línuvörðinn pervert og svona. Annað var það nú ekki,‘‘ segir Auð- unn Blöndal eða Auddi. Á leik KR-inga og Fram á mánu- dagskvöldið urðu þau undur og stór- merki að Audda var vísað úr KR- stúkunni en þar hvatti hann KR ákaft til dáða. Þetta er fáheyrt, ekki síst í Frostaskjólinu en þar hafa löngum orljótir áhangendur farið mikinn. Gott ef stjóm KR þurfti ekki að taka sérstaklega á málefhum er vörðuðu hina svokölluðu „Múrara“. En það er önnur saga. Það sem gerir þetta mál enn furðulegra er að Auddi er eld- heitur stuðningsmaður Vals. Hér hangir reyndar meira á spýt- unni því þarna var verið að taka upp atriði í Svínasúpuna. Kristinn Þórðar- son, framleiðandi þáttanna, segir reyndar ekki að undra að Audda væri vísað úr stúkunni. Þegar hann byrjaði var það með slíkum látum að lá við að augun ætluðu úr höfði hans. „Hann var að leika aðdáanda KR, stuðningsmann. Hann siðaði börnin sín til áður en farið var inn en varð síðan kexruglaður þegar hitnaði í kol- unum. Ég held að til að byrja með hafí menn hlegið, þeir sem í námunda vom. En þetta hins vegar endaði með því að dómarinn sneri sér til formanns Knattspymudeildar KR sem skarst í leikinn og bað okkur vinsamlegast um að þagga niður í Audda. En hann hætti ekkert svo við náttúrlega hlýddum enda vel upp alið fólk sem vinnur að Svínasúp- unni. Við náðum reyndar öllum þeim skotum sem þurftí. Við höldum því ffam að KR-ingar hafi unnið þrjú núll vegna stuðnings Audda.“ Auddi sjálfur segir vissulega það hafa verið nokkuð erfitt að fara í stuðningsmannagalla KR, sem em erkifjendur Valsarana, „...en hvað gerir maður ekki fyrir leikinn?", spyr hann. „Við vorum með leyfi og allt til að mynda en formaðurinn sagði að nóg væri komið og var ekkert mjög hress." jakob@dv.is Krossgátan Láréttú ágeng, 4 korn- strá, 7 frásögnin, 8 þjöl, 10 nöldur, 12 svei, 13 feiti, 14 útungun, 15 eira, 16 málmur, 18 við- kvæmt, 21 lélegur, 23 menn,23 mið. Lóðrétt: 1 1 ferðalag, 2 hestur, 3 kaflar, 4 glófan- um, 5 fífl, 6 venslamann, 9 kjass, 11 gleði, 16 þykkni, 17 spíra, 19 sómi, 20 kvendýr. 1 2 3 4 5 6 l7 8 r 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Lausn á krossgátu •>|!J07'ejæ6L'á>|s/;i 'A>)s 9L 'iune|6 11 'jope 6'6eiu 9'eue s'ujnue>jsueq y'je|njide>| £'ssa j'joj t rjjajgoi •>|jeuj £Z 'JBJá ÍZ'Jn>jB| u'jujaeu8L jyjs 91 'eun s i 'jeij y t 'jog £ t 'ss| z l '66eu o L 'dsej 8 'ueöes i 'uj|et| p 'jajj i rjjaje-] Veðrið **** All hvasst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.