Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 1S Steindór^Ander- sen Kvæoamað- Ur fer fyrir fimmtudags- göngunni á Þingvöllum í kvöld. Hann fræðir göngu- menn um rímnakveðskap og hráefni rímnaskáldanna með því að rifja upp Ölkofrasögu, söguna af Þórhalli á Þór- hallsstöðum sem seldi þing- mönnum öi fyrir 1000 árum eða svo og tókst á við höfðingja. Steindór kveður Ölkofrarfmur Gísla Kon- ráðssonar og gefst göngumönnum kostur á að kveða með honum. Lagt verður af stað frá Flosagjá kl. 20. Kanadíski rs ..unaurinn Lisa ________lurinn_________ MOOre segir frá rithöfunda- ferli sínum í Norræna húsinu f dag kl. 17. Lisa er þekktust fyrir smásögur sínar en hún hefur einnig unnið fyrir sjónvarp og út- varp. Hún er frá St. John á Ný- fundnalandi og með henni í för er kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um hana en líka tvö eylönd, ísland og Nýfundnaland. Tvær eyjar með ríkan menningararf, af hverju blómstrar önnur en hin # 7 ekki? Listasumar a L AkureYri stenaur yTirogá heitum fimmtudegi f Deigiunni í kvöld spilar hljómsveitin „Hljóð í skrokkinn" swingmúsík í anda Lesters Young, Bens Webster og Colemans Hawkins. Hljómsveitina skipa þeir bræður Óskar sax og Ómar gítar Guðjónssynir, Erik Qvick trommur og Ólafur Stolzenwald kontrabassi. í Ketilshúsinu sýna Auður Vésteinsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir og Sigríður Ágústsdóttir undir yfirskríftinni „Nítjándi júní“. Auður vefur, Björg málar og Sigríður vinnur í leir. Sýningin stendur til 4. júlí. Smiðir Stonehenge trá Wales Leifarsjö manna fund- ustádögunum í bronsaldar- gröfskammt frá Stonehenge I Wiltskíri á Englandi. Sýnt þykir aö þar hvfl- ir fjölskylda steinhöggvara sem vann við að reisa Stonehenge fyrir4.300 árum. Lengi hefur verið vitað að björgin í stein- hringinn koma frá Wales suð- vestanverðu, en rannsóknir á tönnum fjölskyldunnar hafa leitt í Ijós að hún er uppruninn á sama svæði. Menn draga af þessu þá ályktun að þegar steinhringurinn varí smíðum þótti ekki aöeins rétt að flytja grjótið í hann alla leið frá Wales, nokkrar kynslóðir fag- manna í steinhöggi komu með líka. Sumarsólstöður voru sl. mánudag, en þá sýna sólar- geislarnir sérstök töfrabrögð við Stonehenge og komu 30 þúsund manns saman þar að þessu sinni til að verða vitni að göldrunum. Blúshærinn Ólafsfjörður Jassklúbbur Ólafsfjarðar heldur Blúshátíð í bænum á föstudag og laugardag, en hún erævin- lega haldin síðustu helgina í júní. Ólafsfjarðarbær, fyrirtæki og stofnanir gera klúbbnum kleift að halda hátíðina. Á föstudag koma m.a. fram Vinir Dóra, KK, Páll Rosinkranz, Kalli Bjarni og ungliðar Ólafsfjarðar en á laugardag mætirBlús- kompaniið með Magnúsi Eiríks- syni, Pálma Gunnars- syni og gestum en Halldór Bragason og Guðmundur Pét- ursson spila með ungliðunum. verðurstarf- rækt blús- vinnustofa með Hall- Guðmundi. Stórkostleg heimildarmynd „Það er töluvert síðan ég sá Amercan Splendor en mér dettur hún strax í hug. Þetta er stórkostlega vel gerð heimildar- mynd og persón- ustúdía á Harvey Pekar og hans frábærlega ömur- lega lífi. Ég var upprifinn." EgUIHeiðarAnt- on Pálsson, leikarí og leikstjórí. Gott í bíó Helga Ingólfsdóttir semballeikari kveður Sumartónleika í Skálholtskirkju á 30. starfsárinu. Hún hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi. Rótiöst hátíð svo ná get ég glöð kvatt „Þetta er góð tilfinning, því starf- semin er í blóma," segir Helga Ing- ólfsdóttir semballeikari sem staðið hefur fyrir Sumartónleikaröðinni í Skálholtskirkju í 30 ár. „Starfsemin hefúr fest rætur og þó ég kveðji núna, ætla ég fylgja henni áleiðis og leggja drög að rótfestunni í framtfðinni." Hugmyndin kviknaði í Skál- holtskirkju Árið 1975 var Helga nýkomin heim eftir langa dvöl í útlöndum. „Ég var stödd í Skálholtskirkju þegar ég fékk hugmynd að sumartónleikun- um, ég hreifst mjög af kirkjunni og sá í hendi mér að hún hentaði vel til tón- leikahalds. í þá daga lá eiginlega öll menningarstarfsemi á landinu í dvala á sumrin en ég fékk Elínu Guð- mundsdóttur semballeikara og Man- úelu Wiesler flautuleikara í lið með mér. Fyrsta tónleikaröðin náði yfir íjórar helgar, fjórir til fimm tónlistar- menn sáu um dagskrá sem frumflutt var á laugardegi og endurtekin á sunnudegi. Aðsóknin var nokkuð dræm í byrjun. Nú ná Sumartónleikar í Skálholtskirkju yfir fimm helgar, 60- 70 tónlistarmenn koma fram á hverju sumri, að jafnaði eru tvennir tónleik- ar á laugardeginum og aðrir þeirra endurteknir á sunnudegi. Nú fyllist kirkjan af fólki um hverja helgi, þar hálpast allt að; saga staðarins heillar og kirkjan sjálf með sinn ágæta hljómburð," segir Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Dagskráin um helgina Staðartónskáld þessa fyrstu tón- leikahelgi í Skálholti er Jón Nordal og klukkan 14 á laugardag verður fium- flutt nýtt söngverk eftir hann, fyrir kór, óbó, slagverk og orgel. Verkið nefnist „Gamla klukka í jörðu" og er nafiiið sótt í Ævisögu síra Jóns Stein- grímssonar eldklerks. Sönghópurinn Gríma syngur, Eydís Franzdóttir spil- ar á óbó, Steef van Oosterhout á slag- verk og Douglas A Brotchie á orgel. Klukkan 15 flytja svo hljóðfæraleikar- ar og sönghópurinn Gríma „Þýðan eg fögnuð finn", verk eftir Báru Gríms- dóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Mist Þor- kelsdóttur. Klukkan 17 stígur svo fram nýstofnaður kör, kammerkórinn Carmina og flytur söngverk eftir franska endurreisnartónskáldið Josquin Desprez undir stjóm Áma Heimis Ingólfssonar. Sú dagskrá verður endurtekin kl. 15 á sunnudag. 18. aldar kaffiborð og mið- aldakvöldverður Skálholtsstaður lætur ekki sitt efdr liggja þegar gestir á Sumartónleikum í Skálholtskirkju og aðrir eiga í hlut. Hægt er að setjast við kaffiborð að hætti Valgerðar Jónsdóttur biskups- frúar í lok 18. aldar. Hún var ekkja Hannesar biskups Finnssonar og rausnarhúsfreyja í Skálholtí. Kvöld- verð er svo hægt að fá í anda Þorláks biskups helga í lok 12. aldar. Upp- skriftir em sóttar í elsta matreiðslurit úr norðanverðri Evrópu. Það kom út um aldamótin 1200 og er til í íslenskri uppskrift. Úr þeirri fomu bók koma kryddsósur, vín og kökur kvöldsins, en auk þess em rammíslenskir réttir á boðstólum. Veislustjóri flytur söguleg- ar skýringar á tilurð réttanna, en mið- aldakvöldverðinn þarf að panta fyrir- fiam. Magnús Björnsson í Hafnarborg Búinn að vera með Ijósmynda- dellu í hálfan sjöunda áratug Magnús Bjömsson sýnir um þessar mundir ljósmyndir í kaffi- stofu Hafiiarborgar, lista- og menningarmiðstöðvar Hafnar- fjarðar. „Þetta em myndir frá síð- ustu tveimur árum," segir Magnús, „og allar teknar hér í Hafnarfirði og það sunnan lækjar. Ég er dálítill dellukarl svona, gef mér góðan tíma í að fylgjast með pörunartíma fuglanna, bíð eftir rétta skýjafarinu yfir höfninni og fylgist með dorg- veiðikeppni ungmennanna. Ég er búinn að vera með ljósmyndadellu frá fermingu, tel mig hafa náttúr- lega skynjun á myndefnið en er ekki skólagenginn í faginu. Ég byrj- aði að læra en þar vom menn að at- ast í nútímanum í stað þess að feta sig fram í tímann. Ég vildi læra allt um stafræna ljósmyndun en mér stóð það ekki tll boða. Svo ég hætti bara," segir Magnús Bjömsson. Ljósmyndasýning hans í Hafnar- borg stendur til 12. júlí. Ljósmyndarinn Marisa Navarro Arason sýnir sín verk í aðalsal Hafnarborgar þessa dagana, Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunn- arsdóttir sýna textflverk í Sverrissal og í Apóteki Hafnarborgar sýnir Jaana Partanen tvö myndbands- verk. Magnús Björnsson Hefur náttúrulega tkynjun á myndefnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.