Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Fréttir DV Festist í Grænavatni . ökumaðurinn sem var að keyra hjá Grænavatni nú á dögunum lenti heldur betur í klemmu þegar jeppi hans rann út í vatnið. Þegar úti- vistarfólk kom að jeppanum var hann yfirgefinn og að öll- um líkindum pikkfastur þar sem if osið vatn umkringdi jeppann. Grænavatn er í fal- legum fjallasal á Núpshlíðar- hálsi en á vef Grindavíkur- bæjar kemur fram að utan- vegaakstur er óheimill nema með leyfi landeiganda og á þessum árstíma með öllu nema snjóþekja hylji land. Samningur fráfornöld Bæjarráð Garðabæjar tók fyrir á fundi sínum minnisblað bæjarverk- fræðings varðandi efnis- flutninga fyrir Garðabæ. Fyrirtækið Dráttarbílar ehf. hefttr séð um efnisflutn- ingana en samkvæmt upp- lýsingum frá Garðabæ var sá samningur gerður árið 1980 eða á fomöld eins og bæjarritari orðaði það. Eft- ir athugasemdir ff á íbúum Garðabæjar sem veita sams konar þjónustu var ákveðið að feía bæjarstjóra að segja upp samningi við Dráttarbíla ehf. en verkið hefur ekki verið boðið út í rúm 30 ár. Það verður þó gert núna og er bæjarstjóri að undirbúa ff amkvæmd útboðsins. Naftileynd á netinu? Hallur Hallsson blaöamaður. „Mér finnst að menn eigi að gangast við skrifum sínum. Þetta er blettur á ritfrelsinu hvernig farið er meö það nú oft á tíðum á netinu. Mikið af ofsóknum og árásum á nafn- greinda einstaklinga, Netið eri eðli sin fjölmiðill og þvíætti að gilda það sama þar og um is- lenska fjölmiðla. Þannig ætti hýsingaraðili spjallsvæðis að vera ábyrgur fyrir skrifum sem þarbirtast.“ Hann segir / Hún segir „Þeir sem skrifa nafnlaust á netinu eru mannleysur. Barna- land.is er sorglegasta dæmið um hóp afmannleysum sem bera út óstaðfestar sögur og dæma aðra eins og þær myndu aldrei vilja vera dæmd- ar sjálfar og skrifa þess vegna nafnlaust. Það virðingaleysi og sú hræsni sem á sér iðulega stað þar er með ólikindum og ætti að banna." Elfsabet Ólafsdóttir bloggari. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt Chen Shui-bian, forseta Taívan, að hún muni beita sér fyrir stofnun undirnefndar á Alþingi um málefni Taívan. Ásta R. Jóhannesdóttir segir að hún hafi fengið fjar- vistarleyfi vegna boðsferðar fjögurra þingmanna sem nú eru á Taívan. Mistök hjá Alþingi að skrá mig ekki í leyii Klámkjaftur á fertugsaldri er enn að hrella börn Símaperrinn heldur ótrauður áfram Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingunni segir að hún hafi fengið fjarvistarleyfi vegna boðsferðar sinnar til Taívan og að hún kosti íslenska skattgreiðendur ekki krónu. „Hafi ég ekki verið skráð með fjarvist eru það mistök Alþingis," segir Ásta R. „Það að ég sviki laun eða brjóti reglur á einhvern hátt eru ósannindi og fréttaflutningur sem ekki er boðlegur og ykkur [DV] ekki sæmandi." Jafnframt segir Ásta að þing- menn fari í ferðir í boði erlendra ríkja ár hvert til að kynna sér stjórnmál eins og þingmenn í ná- grannaiöndum okkar. Ekki tókst að ná tali af Helga Bernódussyni skrif- stofustjóra Alþingis um málið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lofar þingnefnd Fréttastofan CNA á Taívan fjall- ar um boðsferð fjögurra þing- manna héðan til landsins. Þar kemur meðal annars fram að Arnbjörg Sveinsdóttir, einn fjórmenning- anna, og þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur sagt Chen Shui- bian forseta Taívan að hún muni beita sér fyrir stofnun undirnefndar á Alþingi um mál- efni Taívan. Þetta „Fram kemur i frétt CNA að alls hafi um fjórðungur Alþingis, eða 17 þingmenn, þegið boðsferð til Taívan á vegum þar- lendra stjórnvalda* sagði Arnbjörg á fundi með forset- anum í fyrradag en þau ræddu saman um samskipti landanna og hvernig íslendingar gætu aðstoðað Taívan við að komast að sem áheyrnarfulltrúar hjá WHO, að- Iþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni. Taívan-búar hafa í dag miklar áhyggjur af fuglaflensunni sem tal- in er hafa átt upptök sín í Kína vegna ná- lægðar landanna tveggja. Vilja þeir af þeim sökum kom- ast að hjá WHO. Ásta R. Jóhannes- dóttir „Þaðaðég svíki laun eða brjóti reglur á einhvern hátt eru ósannindi Arnbjörg Sveinsdóttir Lofar forseta Taívan að beita sér fyrir stofnun nefndar á Alþingi um málefni Taívan. Chen Shui-bian Taívan-búar hafa Idag miklar áhyggjur affuglaflensunnisem talin er eiga upptöksín ÍKÍna. 17 þingmenn í boðsferðir Fram kemur í frétt CNA að alls hafi um fjórðungur Alþingis eða 17 þingmenn þegið boðsferð til Taívan á vegum þarlendra stjórnvalda. „Við erum vongóðir um að með hjálp þeirra verði mynduð undirnefnd á Alþingi sem væri hliðholl málstað Taívan," segir Chen Shui-bian í samtali við CNA. „Nefndin gæti í náinni framtíð að- stoðað við tvíhliða samstarf á ýms- um sviðum.“ Maður á fertugsaldri sem varð uppvís að því að hringja í börn á aldrinum 10 til 13 ára og spyrja þau klámfenginna spurninga virðist halda áfram uppteknum hætti. Þetta staðfestir Lögreglan á Akureyri við DV. Að sögn lögreglunnar hafa borist til þeirra athugasemdir frá þremur foreldrum til viðbótar þeim sem áður höfðu tilkynnt um athæfi mannsins. Hringt hafði verið í börn þeirra og þau spurð að því hvort þau hefðu séð foreldra sína í samförum. Lögreglunni tókst að rekja símhring- ingarnar til meints símaperra með aðstoð símafyrirtækjanna þrátt fyrir að maðurinn hefði hringt úr farsíma með óskráðu númeri. Lögreglan á Akureyri segir að börnin sem maðurinn hefur hringt í búi víða á landinu og er lögreglan Hringir um allt Slmaperrinn á Akureyri hringir enn íbörn um allt land með siðlausar spurningarávör. með skráð tilfelli frá Stykkishólmi, ísafirði, Eskifirði og frá nágrenni Ak- ureyrar. Virðist maðurinn fyrst spyrja börnin hvort þau séu ein heima og þegar hann fær það stað- fest byrjar hann að spyrja þau klámfenginna spurninga. Lögreglan á Akureyri segir að málið sé enn í rannsólm og séu nú þegar fyrirliggjandi nægar sannanir til að kæra manninn fyrir meint blygðunarbrot. Utanbæjar- fólk byggir Af þeim 223 einbýlishúsalóð- um sem úthlutað hefur verið að undanförnu í Reykjanesbæ eru 88 lóðarhafar búsettir utan bæj- arins. Þetta eru nær 40 prósent lóðarhafa. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar. Flestir þeirra koma úr Reykjavík. Ann- ars koma lóðarhafar víða að; frá Danmörku, Lúxemborg, Garða- bæ, Kópavogi, Garði, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Sandgerði, Vest- mannaeyjum, Vogum, Álftanesi, Bakkafirði, Blönduósi, Árborg, Akureyri, Dalvík, og Neskaup- stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.