Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 39
Sigurjón Kjartansson segir Gallup á villigötum varðandi Framsóknarflokkinn Lang ar einhvern neilvita mann að verða formað framsók ur P°kksins?Æt£' ■að se draumur emhvers krakka dag Framsóknarflokkurinn er stærsti flokkur landsins. Gallup veit ekkert í sinn haus. Þó svo hann mælist lítill er hann samt stærstur. íslendingar eru að mestum hluta fram- sóknarmenn, þó svo að fæstir viðurkenni það. Hinn dæmi- gerði íslendingur er framsóknarmaður. Ekki með neina sérstaka skoðun eða sannfæringu um hvemig á að stjóma landinu. Bara með svona heilbrigðan vilja til að koma sinni eigin ár vel fyrir borð. Þannig em framsóknarmenn. Engar hugsjónir, engar sérstakar skoðanir, aðeins það sem hentar hverju sinni. Ekkert hægri, ekkert vinstri, bara eitt- hvað. Dæmigerður framsóknarmaður er skoð- analaus maður í góðu djobbi. Þessvegna er Fram- sóknarflokkurinn stærsti flokkur landsins. Flest okkar em framsóknarmenn innst inni. Þykjumst hafa þokkalega samfélagsvitund, án þess að hafa hana í raun. Erum nokkuð dugleg við að mæta á kjörstað og kjósa. Ákveðum okkur flest í kjörklef- anum. Við sýnum sjaldnast samstöðu og mót- mælum ekki, vegna þess að það gæti hugsan- lega skaðað okkar eiginhagsmuni í framtíðinni. Við viljum hafa alla góða, svo okkur famist sem best. Ámi Magnússon er birtingarmynd hins dæmi gerða framsóknarmanns, eins og þeir hafa alltaf verið. Þetta er efniJegur maður, traustvekjandi, óvitlaus. Fór í pólitík fyrst og fremst til að kynna sig og sína persónu. Láta sjá sig í fjölmiðlum og sýna fram á að hann ræður við stjórnunarstörf ýmiss konar. Sem félagsmálaráðherra vann hann myrkranna á milli fyrir sinn 700 þúsund kall á mánuði. Slík þrælavinna er nú varla bjóðandi nokkrum manni fyrir þessi lúsarlaun. Hann hefur því þurft að gera samkomulag við sjálfan sig og sína fjölskyldu um að þetta hljóti að vera tímabundið ástand. Eng- in ástæða til að vera eyða orku sinni í þetta puð fram á efri ár. Því var það kærkomið tækifæri að hoppa á næsta djobb sem bauðst; framkvæmdastjórastaða hjá íslands- banka, þar sem hann hefur meira í hendi sér hvemig hann ver tímanum, plús kannski þrjár, fjórar milljónir á mánuði. Ef ég væri hann mundi ég ekki hafa hugsað mig um tvisvar. Vonarstjama Framsóknarflokksins my ass! Langar einhvem heilvita mann að verða formaður Framsóknarflokksins?Ætli það sé draumur einhvers krakka í dag? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verð- ur stór? Formaður Framsóknarflokksins!? Held ekki. Framsóknarmenn þessa lands em nefnilega flestir geymdir alls staðar annars staðar en í Fram- sóknarflokknum. Þar vilja fáir vera. Enda ljóst að þau sem eftir sitja er fólkið sem enginn vill sjá. Þau em eftirlegukindumar sem sitja á tossa- bekknum, Framsóknarflokknum sjálfum. 1 Sigurjón Kjartansson Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar á bjorn.is HRIN&DU INN JFRETTOG FAÐU PENING Sastu emfívern frægan gera eitthvað fyndið? Veistu eitthvað sem enginn annar veit? Af hverju ekki að hringja í Her & nu og fá greitt fyrir fréttaskot? Fréttaskotssíminn okkar er 550 5070. Láttu í þér heyra og þú gætir átt fréttaskot vikunnar oq fengið 15.000 kronur fyri fréttin pín fer á forsiðu tærðu 5.000Itronur og 3.000 ftronur ef hún ratar inn i bl Láttu endilega í þér heyra. IJIV Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 39 ( 310«; j UÍ2--Í 2UJ9U i |0|<|O' tí .Ef ferðirþeirra eru á vegum Al- þingis þá finnst mér það, ann- ars ekki." Ágústa Maren Jónsdóttir. ,Ég hef engaskoðuná því og er alveg sama." Birgir Karls- son sjó- maður. y „Nei, þeir eiga ekki að vera á laun- um þegarþeir eru í fríum." Ingibjörg Hannesdóttir. „Nei, mér finnstþað ekki. Þegar ég var í vinnu þá fékk ég ekki að fara aukalega í fríá kaupi og því ættu þá þingmenn að fá það? Guðmunda Helgadóttir elli- lífeyrisþegi. Fjórir þingmenn eru staddir íTaívan í einkaferð í boði þarlendra stjórnvalda. Tveir af þeim skráðu sig fjarverandi og eru þar af leiðandi á launum en hinir tveir skráðu sig í leyfi og eru ekki á launum. Ríkisstjórnin kom til fundar klukkan 09.30 eins og venjulega á þriðjudögum en að þessu sinni sat Ámi Magnússon með okkur í síðasta sinn sem félags- málaráðherra. Klukkan 11.00 varboðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum, þar var formlega gengið frá afsögn Árna Magnússonar og Jóns Kristjáns- sonar sem heilbrigðis- og trygg- ingarráðherra, áður en Jón var síðan skipaður félagsmálaráð- herra. Síðan var Siv Friðleifsdótt- ir skipuð heilbrigðis- og trygg- ingarráðherra. flllt hefúr þetta gengið hratt og skipulega fyrir sig. Mér finnst skrýtið að fylgjast með þvi, hvað Össuri Skarphéðinssyni er mikið í mun að koma illu af stað innan Framsóknarflokks- ins í tilefni af þessari uppstokkun. Dálæti Össurar á Jóninu Bjart- marz á þessum tíma- mótum í sögu Fram- sóknarflokksins kemur líklega fleir- um en mér í opna skjöldu. Borgarstjórnarfundur, sem hófst klukkan 14.00 stóð innan við klukkutíma - út af dagskrá hans voru tekin tvö höfúðmál, umræður um málefni Hlíða hverfis og lóðaúthlutanir við Úlf- arsfell voru teknar af dagskrá vegna fjarveru Dags B. Eggerts- sonar, eftir því sem mér var sagt. Eina málið til umræðu var friðarsúlan frá Yoko Ono en sam- þykkt var að taka málið fyrir í nefndum borgarstjórnar til að átta sig betur á öllum þátt- um þess og hvar best væri að velja súlunni stað í borgarlandinu - en Viðey hefur verið nefhd þar til sög- unnar. í umræðum um þessa súlu hafa menn varað við þvi að yfirvöld láti ekki stjórnast af snobbi fyr- ir frægum útlending- um og Ingólfi Mar- geirssyni rithöfúndi finnst viðbrögð borgaryfirvalda hafa einkennst minnimátt arkennd. Dagur B. Eggertsson var þvi mið- ur ekki til viðræðna um lóðir við Úlfarsfell borgarstjórn í dag - hann hefúr eins og kunnugt er forðast op- inherar umræður um skipbrot uppboðsstefnu R-listans vegna lóða til einstak- linga við Úlfarsfell. Dagur B. hef- ur á hinn bóginn talað þeim mun meira um eina lóð á þessum slóð- um, það er lóðina handa Bauhaus. Dagur telur sig greini- lega getað slegið pólitískar keil- ur með þvi að hampa Bauhaus - erlendu stórfyrirtæki - gagnvart BYKO. Degi finnst hitt ekki til pólitískra vinsælda að ræða lóð- irnar til einstaklinga. í báðum til- vikum situr R-listinn hins vegar undir ámæli fyrir að virða ekki góða stj ór nsýsluhætti. Bauhaus á örugglega er- indi inn á íslenskan bygg- ingarvörumarkað - en hvers vegna telja Dagur og nú stjórn- endur Bauhaussér hag af þvi að setja komu Bauhaus á markaðinn í þann búning, sem við blasir í fjölmiðlum? Skúringafólk á að fá peningana „Nei, alls ekki. Þetta er til háborinnar skammar að þing- menn skuli skrá sig fjarverandi og vera svo á fullum laun- um I aukafríi sem þeir taka sér. Það ætti frekar að hækka laun skúringakvenna fyrir þá fjármuni sem er bruðlað í þingmennina." Sigríður Hannesdóttir leikkona. Bauhaus hampað gagnvart BYKO Spurning dagsins Eiga þingmenn sem fara í boðsferðir til útlanda að vera á launum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.