Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 18
7 8 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Sport DV Þýska liðið Werder Bremen var aðeins tveimur mínútum frá því að slá óvænt út ítalska stórliðið Juventus úr Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Werder Bremen vann fyrri leikinn á heimavelli 3-2 og komst í 1-0 í Torínó eftir aðeins 13 mínútur. Juventus-liðið náði að jafna leikinn í 1-1 en hver stórsóknin á fætur annarri stoppaði á Tim Wiese markverði Werder Brem- en eða allt þar til að Wiese missti boltann fyrir fætur Emersons sem skoraði sigurmarkið. Juve fór áfram í 8 liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Wiese, sem er aðeins 24 ára, muni taka við landsliðsmarkvarðarstöð- unni af þeim Oliver Kahn og Jens Lehmann eftir HM næsta sumar en fyrst þarf hann að vinna sig út úr áfallinu í Torínó á miðvikudags- kvöldið. Fyrirliðinn lét hann vita Brasilíumaðurin Emerson þakk- aði fyrirliða sínum Fabio Cannavaro sem lét hann vita af því að boltinn var á leiðinni til hans. Eins og sást vel í sjónvarpsútsendingunni var Emer- son ekkert að fylgjast með Wiese þegar hann missti boltann. „Ég sá ekkert þegar hann missti boltann en Fabio sá það og hann öskraði á mig: Puma, Puma, Puma (gælunafn Em- ersons) og þá sá ég boltann og skaut strax að marki. Þetta var vissulega heppni en við áttum hana skilið," sagði Emerson eftir leikinn. Aldrei spilað betur „Ég hef aldrei spilað betur en einmitt í þessum leik áður en þetta gerðist. Ég varði nánast allt sem á markið kom en síðan... ég ætíaði að fullvissa mig um að ég væri með pottþétt tak á boltanum... svona lag- að á aldrei eftir að gerast aftur á mín- um ferli. Hvað get ég í rauninni sagt? Þetta er algjört klúður og mjög aula- legt. Ég þarf að reyna að sofa á þessu og halda áffarn að skila eins góðu starfl og ég get," sagði Wiese en félag- ar hans í liðinu veittu honum stuðn- ing. Betra liðið í báðum leikjunum „Við vorum betra liðið í báðum leikjunum og áttum að fara áfram. Tim var með boltann en síðan var boltinn skyndilega í markinu á bak við hann. Hann var búinn að eiga frábæran leik í markinu fram að þessu atviki og strákurinn er algör- lega niðurbrotinn inni í klefa," sagði þjálfari Werder Bremen, Thomas Schaaf, í viðtölum eftir leikinn. „Wiese hefur spilað mjög vel að und- anfömu og varð nokkur skot á ótrú- legan hátt í þessum leik. Ég er viss um að hann kemur sterkari til baka eftir þetta. Hann er tvisvar búinn að slíta krossbönd síðan hann kom til okkar en hefur alltaf komið til baka og hann gerir það örugglega einnig núna," sagði Schaaf. ooj@dv.is Werder Bremen fékk drauma- byrjun í leiknum þegar Johan Micoud skoraði eftir aðeins 13 mín- útur og þýska liðið var komið 4-2 yfir samanlagt. David Trezeguet náði loksins að skora jöfnunarmarkið eftir 65 mínútur. Það vom aðeins tvær mínútur eftir af leiknum þegar Emer- son fékk gjöfina frá Wiese og sendi boltann í tómt markið og Juventus inn í átta liða úrslitin. Wiese lét sig hafa það að koma í viðtöl eftir leik- inn. „Mér þykir þetta mjög leitt" „Þetta er algjörlega mér að kenna og mér þykir þetta mjög leitt. Ég veit ekki hversu langan tfma það tekur mig að komast yfir það sem gerðist. Það tekur örugglega marga klukk- tíma, kannski marga daga því ég skil þetta ekld. Þetta hefur aldrei gerst áður og ég get bara áttað mig á hvemig þetta gerðist í þetta skipti," sagði Tim Wiese, markvörðurinn óheppni sem hafði komið inn í lið Bremen fyrir fyrri leilcinn eftir að að- almarkvörðuinn, Andreas Reinke, meiddist. Því hefur verið spáð að í vetur Ný tæki - Betra verð! SLENDERTONE jm -■ kr MÆH 17.900.- SLENPEBTONE- 12.900.- -alltiyrir kmppinn HREYSTI var langt kominn með að tryggja eistaradeildar Evrópu þegar honum urðu r leikslok. ý' m wmMmiM Þróttarar safna liði Þróttarar hafa fengið til sín þijá sterka leikmenn að undanfömu fyrir slaginn í 1. deildinni næsta sumar. Síð- astur til að ganga til liðs við Þróttara var KR- ingurinn Amljótur Ástvaldsson sem var í láni hjá Þór á Akureyri í 1. deild- inni í fyrra og skoraði þá 2 mörk í 17 leikjum. Auk Amljóts höfðu þeir Þórhallur Hinriks- son og Þorsteinn Gíslason komið til liðsins frá Val. Skarphéðinn lék kinnbeins- brotinn KR-ingar leika í kvöld án Skarp- héðins Freys Ingasonar sem er kinnbeinsbrotinn og nýbúinn að fara í aðgerð. Skarphéðinn lék kinnbeinsbrotinn í 26 mínút- ur í sigri á Snæfelli á dögun- um. Hann hefur leikið vel með KR-Uðinu að undan- fömu og er með 10,2 stig og 54% þriggja stiga nýtingu í 10 leikjum liðsins eftir áramót. Clipperstók meistarana Los Angeles CUppers gerði sér U'tið fyrir og vann NBA-meistar- ana með 13 stigum, 98-85, og endaði þar með sjö leikja sigurgöngu San Antonio Spurs. Elton Brand var með 30 stig, 9 ffáköst og 5 fráköst og Sam CasseU bætti við 15 stigum og 11 stoð- sendingum. Tony Parker skoraði mest fyrir Spurs, eða 20 stig. Clippers heftrr nú unnið 6 af 14 leikjum sínum gegn efstu liðum riðlanna og öUum nema Detroit. Fimmfrá Keflavík yfir í Njarðvík Fimm leUcmenn Keflavíkur hafa ákveðið að ganga tíl Uðs við ná- granna sína í Njarðvík en Njarð- vflc leUcur í 2. deUdinni í sum- ar. Gestur Gylfason verður spilandi aðstoðarþjálfari og þá hefur Bjami Sæmunds- son snúið aftur á lánssamn- ingi en hann á að baki 142 deUdarleUd með Njarðvík. Auk þeirra hafa þrír strákar sem koma upp úr 2. flokki í Keflavflc, Brynjar Þór Magn- ússon, GuðmundurÁmi Þórðarson og Jóhannes Hólm Bjamason, ákveðið að spUa með Njarðvík í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.