Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 27
DV Fréttir Lesendur Einn frægasti rappari heims skotinn til bana 9. mars er sorgardagur í lífi rapp- unnenda um allan heim en á þess- um degi árið 1997 var Christopher Wallace, betur þekktur sem Biggie Smalls eða Notorius B.I.G., skotinn til bana á umferðarljósum í Los Ang- eles. Morðið var talið vera hápunkt- ur deilu á milli rappara frá austur- strönd og vesturströnd Bandarlkj- anna. Aðeins sex mánuðum áður var hinn frægi rappari Tupac Amaru Shakur skotinn til bana þegar hann var staddur í bíl í Las Vegas. Það má segja að kaidhæðni ör- laganna hafi ráðið ríkjum hjá Biggie en dauða hans bar að aðeins nokkrum vikum áður en hans nýja plata Life After Death átti að koma út. Biggie var efnilegasti glæparapp- ari austurstrandarinnar en plata hans Ready to Die seldist í milljón- um eintaka. Rapp Biggie um ofbeldisfullt götulíf hans var samt ekki spunnið upp. Hann ólst upp í fátækum hluta Brooklyn og lenti oft upp á kant við lögin, jafnvel eftir að hann varð frægur. Sumarið 1996 var hann handtekinn af lögreglunni í New Biggie Smalls Einn frægasti rappari Iheimi var skotinn tii bana en morðingjarnir ganga lausir. Jersey þegar hún fann marijúana og byssur á heimili hans. FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 27 í dag eru 56 ár liðin frá því að Sinfóniuhljómsveit ís- lands hélt sína fyrstu tónleika en þeir voru haldnir í Austurbæ. Morðið á Biggie hefur aldrei ver- ið upplýst þrátt fyrir að margir telji Marion „Suge“ Knight, fyrrverandi eiganda Death Row Records, plötu- fyrirtæki Tupac eða klíkuna Crips hafi valdið dauða hans. Morðið á »-■ Tupac hefur heldur ekki verið upplýst og hafa margir gagnrýnt lög- regluyfirvöld fyrir að finna ekki morðingjana. Úr bloggheimum Leikmenn kynntir „I gærkvöldi var haldin eikkversvona kynning á leikmönnum Mal- mö. En varþetta hald- ið í innanhúshöllinni hérna og kom mér mikið á óvart þegar2500 mann/fans voru mætt til að 'tjékka á okkur leik- mönnunum. Reyndar leið mér bara halfkjánalega þarna. Viö löbbuðum útá gólfið og fólkið stóð upp og klapp- aði og sungu Malmösöngva fyrirokkur, Ýgóð stemmning en samt alveg steikt mar. Siðan stóðu við þarna á miðju gólfinu og vorum kynntir fyrirfólkinu og voru sumir spurðir spurninga frá gaurunum sem voru að hósta þetta svokallaða„show“. Þarsem ég er nýr leikmaður hérna þá var ég kynntur þarna og nátturlega spurður spurninga. Istaspurning var„u speak Swedish ?“ég svaraði NO 2önnur spurningin var„but U speak English ?“ og ég svaraði YES. Síðan kom þriðja spurningin„u play the guitar ?“ ég svar- aði YES. Síðan spurðann mig 4ðu og síðuastu spurninguna„what'syour favourite Swedish word ?“og ég svar- aði BRA. Síðan var það bara búið." Emil Hallfreðsson - http://emmihall.com/ Helvítis fuglaflensan „Ég held að ég sé með fuglaflensu. Ég er bú- inn að vera ótrúlega slappur, með kvefog hálsbólgu.Helvítis H5N1 mar." Boði Logason - http://bodi.mis.is/ Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. ðfgafófk með reykingabann á heilanum Krístixm Siguiösson skrífai: Vinstri grænir sem voru með 18% eru nú með 8% og fylgi Fram- sóknar liggur á bilinu 4% til 6% og allt þetta raunalega tap má þakka öfgafólki innan þessara flokka sem er með reykingabann á heil- anum. Hjá vinstri grænum er það Þuríður Backman og hjá Fram- sókn eru þetta Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz og Jón Kristjáns- son ráðherra. Ég tel víst að þetta fólk detti af þingi í næstu kosning- um. í kjördæmi ráðherrans er mikil andstaða við reykingabann. Það muni eyðileggja þorrablótin og árshátíðirnar þegar flokka á fólk og vísa vinum sem reykja á dyr. Út yfir tekur þegar öfgafólk lýg- ur því upp á Sigurð Kára þing- mann að hann gangi erinda tó- baksframleiðenda. Ég er eklci hissa á þessari lygaþvælu frá fólki sem vill banna öðrum að reykja í görðum sínum eða á svölunum. Sigurður Kári benti réttilega á að ekld sé allt rétt sem þetta öfgafólk heldur fram og hann er ataður auri fyrir að hafa aðra skoðun. Ég vona að fólk hafni boðum og bönnum. í boðsferð á sólarströnd Leti í ræktinni Magnús skrífar. Góðan dag. Ég sá í DV að þið eruð að birta myndir af ólöglega lögðum bílum. Svo vili til að ég æfi í World Class í Laugum, oftast á milli Jd. 17-19. Þar er oft ótrú- legt að sjá hvernig ökumenn reyna að leggja bílum sínum sem næst inngangi til að þurfa að ganga sem fæst skref á æf- ingu. Bílum er lagt upp á gras- eyjum sem eru nú orðnar eitt drullusvað, á gangstéttum, í innkeyrslu fyrir sjúkrabíla, í ökuleiðum við bílastæði næst inngangi, jafnvel beint undir merkjum sem sýna að bannað Lesendur sé að stöðva ökutæki. Umferð- armerki virðast ekki hafa neina merkingu. Næg bílastæði eru við Laugar en sumir ieggja smá göngutúr ekki á sig, til viðbótar við allt púlið innandyra. Ólán að taka streetó „Strætó ersjokkerandi leiðinlegt fyrirbæri. Þetta er Ijótt, hæg- fært, tímaskert og stórt. Stundum verður fyrir maður þvi óláni að þurfa taka strætó, ég segi óláni já. Sem betur fer eru flestir afvinum manns kominir með bílprófog annað svo þessi eftir- spurn hefur farið snar minnkandi. En þegar maður þarfá þessu að halda þá get ég alveg eins skriðið." Benedikt Valsson -http://bennivals.blogspot.com/ Húsmóöii í Vestuibænum bríngdi: Ég hef verið að fylgjast aðeins með fregnum ykkar af boðsferðum þingmanna til Taívan. Mér finnst ekkert óeðlilegt að þingmenn séu í boðsferðum hist og her um heim- Lesendur inn. Þeir gera þá engan skaða hér heima á meðan. Hins vegar fannst mér athyglisvert hvernig frjáls- hyggjupostulinn Sigurður Kári Krist- jánsson reyndi að verja það að ein- hverjir í þingmannahópnum í Taív- an nú eru á fullum launum í boðs- ferð sinni. Rök hans fyrir þessum ferðum í fsland í dag á NFS vom kostuleg. Ég starfa í heilbrigðisgeir- anum og er að pæla í að fara í boðs- ferð til Kanaríeyja tii að kanna virkni mismunandi sólkrema á húðina. Ef rök Sigurðar Kára halda mun ég ekki eiga í neinum vandræðum með að vera á fullum launum í ferð minni. Ég er jú starfskona í heilbrigðisgeir- anum og þetta er hluti af mínu starfi. Jafnt á við er Sigurður Kári segir að boðsferðir til Taívan séu eðlilegur hluti af starfi þingmanna okkar. Eg er Lurkur" „Það eru bara tutt- ugu og fjórir klukku tímar í sólarhringn- um, sama í hvaða ráðuneyti þú ert." „Þetta er mjög mildl áskomn og ég geng til þessa verkefnis bljúg en af mikilli bjartsýni,“ segir Siv Friðleifs- dóttir nýskipaður heilbrigðisráð- herra í stað Jóns Kristjánssonar sem tók við embætti félagsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað gífurlega mikil- ; vægur málafiokkur, hann snertir hvern einasta einstakling í landinu 'og það eru um 40% af útgjöldum rík- isins sem fara til heilbrigðis- og tryggingamala. Ég tek við góðu búi, það er búið4að gera mjög góða hluti í heilbrigðismálum íslendinga um langt skeið og við líklega með besta heilbrigðiskerfi í heimi,“ segir Siv. Er mikiil munur á ráðherrastól- unum? „Það em bara tuttugu og fjórir klukkutímar í sólarhringnum, sama í hvaða ráðuneyti þú ert. Bæði ráð- hérrar og þingmenn em í mjög annasömu starfi hvort sem þú ert ráðherra eða ráðherra og þingmað- ur,“ segir Siv sem telur mikilvægt að útdeila sjálfri sér fntíma. Siv gegndi embætti umhverfis- ráðherra en saknaði hún stólsins eft- ir að hún hætti? „Já, það var mjög áhugavert að vinna að umhverfismálunum með mjög öflugu starfsfólki umhverfis- ráðuneytisins. Auðvitað em allir stjórnmálamenn í stjórnmálum til þess að hafa áhrif og vissulega getur maður haft áhrif sem þingmaður en það er líka mikið verk og mikil áskor- un að vera í ráðuneyti. Svo ég er full bjartsýni á þennan tíma sem framundan er í heilbrigðisráðuneyt- inu," segir Siv. En heilsan er nú tengd heilbrigð- andi íslandsmeistari í badminton en grípur hún enn í spaðann? „Ég hef spilað badminton frá blautu bamsbeini en ég sleit kross- band á æfingu með Lurkunum fyrir ári. Ég fór í aðgerð en þeir halda áfram að spila. En ég er Lurkur og við höfum spilað af miklum krafti í töluverðan tíma. Ég er ekki farin að spila áfram ennþá en ég ætla að láta reyna á hnéið þegar að því kemur," segir Siv. isráðuneytinu og Siv er fyrrver- Siv Friðleifsdóttir heitir fullu nafni Björg Siv Juhlin ‘ Osló þann 10. ágúst 1962. Foreldrar hennar eru þau Bjorg Juhlin kennari og Friðleifur Stefánsson tannlaeknir. Siv ólst upp á Seltjarnarnesi og byr þar enn Vorið 1995 var hún kosin á Alþingi og árið 1999tókhun við embaetti umhverf- hún heilbrigðisraðherra. | Siv Friðleifsdóttir Erheil- brigðisráðherra okkar Islendinga en hún stundar badminton grimmt enda var isráðherra. Nú, árið 2006, er ♦V * m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.