Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Lifið DV Stefán Svan Segir breyt- ingar hjá Kron Kron eeöis- legar og að allir hlakki til að flytja yfir I nýtt og stórt húsnæði við Vitastlg. Vinsælasta varan Humanoid selst mjög vel i Kron Kron. Geggj- að pils og toppur. itefán/Nordic Photos/Getty Images Fólk bíður spennt IStefán segiralla Ivoða spennta yfir [ Anglo Mania-línu Vivienne Westwood, sem verðurseldí nýju búðinni. Fáránlegustu BIACK METAL hljómsveitfrnar 10. Handful of Hate Er Cher í þessu bandi? 9. Rob Dar- kení Graveland Fyrsta „black metal"-band- ið íMongólíu? 8. Fenriz í Darkt- hrone Farðu bara í leiklistar- skólann, vinur. 7. Gorgoroth Axlabönd eru ekki alveg málið. 6. Old Man's Child Eru þeir í Right Said Fred komnir í black metalinn? 5. Dark Funeral Hvaða sadó masó gengi er nú þetta? 4. Dimmu-borgir Léleg andlitsmálning í | Noregi. 3. Dani í Cradle of Filth Alltof sætur. Alltof homma- legur. 2. Immortal Eru þetta garðyrkjumenn Satans? 1. Satyricon Hvað er málið með þennan uppstopp- aða örn? Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson reka saman verslunina Kron Kron sem á laugardaginn verður opnuð í nýju og skemmtilegu húsnæði við Laugaveg 63b. Um leið breytist nafn búðarinnár í Sælgætisgerðin Kron Kron. í nýju versluninni verður hægt að kaupa Anglo Mania-línu Vivienne Westwood. Stefán Svan, starfs- maður búðarinnar, segir marga bíða spennta eftir því. Sérsmíðuð fatabúú undir llottustu merkin „Við erum ekki að reyna að gera þetta að einhverri nammibúð en við viljum fá smáfíling eins og bam í sælgætisverksmiðju. Mikið af litum, aukadóti og fjölbreyttni," segir Stefán Svan, hönnuður og stafsmað ur verslunarinnar Kron Kron. Á laugardaginn flyst búð- in um nokkra tugi metra. Úr litlu húsnæði við Laugaveg- inn í risastórt húsnæði við Vitastíg. Um leið breytist nafn hennar í Sælgætis- gerðin Kron Kron. „Við ætlum að færa þessa búð á Laugaveg 63b. Við erum með það mikið af dóti og emm búin að fá svo mikið af æðislegum kjólum, opna búðina betur fyrir fólki og gera hana aðgengilegri. Þá getum við ver- ið með útsillingar sem fá að njóta sín,“ segir Stef- án en gengið er inn Vitastígs- megin í nýju búðina. Henrik Vibskov Tveirgull- fallegir kjólar frá Henrik Vibskov, sem verða tilsölu I Sælgætisgerðinni Kron Kron. Vivienne Westwood á íslandi „Við höfum alltaf verið með erlend merki. Nú emm við líka að fá ný ffierki. Þar ber hæst Vivienne Westwood en einnig Peter Jensen og Siv Stoldal," segir Stefán. Vinsæl- asta vara Kron Kron er hið frá- bæra merki Humanoid. „Humanoid passar á öllum aldri. Það er hægt að nota það bæði sem fínt og með öðru." Undanfarnar vikur hafa starfs- menn og vinir Kron unnið hörðum höndum við að koma nýju búðinni á laggirnar. „Þetta er búið að vera brjáluð vinna, sem borgar sig. Við emm að reyna að gera þetta eins vel og við getum. Það er æðislegt að fá að stækka verslunina og allir eru rosa spenntir." „í nýju búðinni er allt sér- smíðað eftir hugmyndum Hugrúnar og Magna," segir Stefán en Hugrún Ámadóttir og Magni Þor- steinsson eiga bæði fata- verslunina Kron Kron og skóbúðina Kron á Lauga- veginum. Á laugardaginn verður Sælgætisgerðin Kron j Kron opnuð formlega klukkan 18 með miklu húllumhæ. Þá oþnar Bjarni Einarsson ljös- myndari einnig ljós- myndasýningu í sýn- ingarrými í versluninni og plötusnúðurinn Ta! Ta! sér um tónlistina. hanna@dv.is FSu og Versló etja kappi í Gettu betur í kvöld en bæði lið hafa sigrað einu sinni Hlakka til að komast í sjónvarpið í kvöld fer fram þriðja viðureign átta liða úrslita í Gettu betur. Þá mætast Verzlunarskóli fslands og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Verzl- unarskólinn vann keppnina í fyrsta og eina skiptið fyrir tveimur árum þegar skólinn sigraði Borgarholts- skóla í bráðabana. FSu hefur einnig unnið keppnina einu sinni. Hann var fyrsti skólinn til að sigra í Gettu betur árið 1986. „Við hlökkum bara til að komast í sjónvarpið og vinna Versló," segir Tryggvi örn Úlfarsson, meðlimur liðs FSu. Ásarnt honum skipa þeir Páll Óli Ólason og Sigurður Rúnar Rúnarsson liðið. „Þetta er fjórða árið mitt í Gettu betur. Strákarnir eru báðir á sínu öðru ári,“ segir Tryggvi. Það vantar því ekki reynsluna hjá liði FSu, enda ætla nemendur skól- aris að fjölmenna á keppnina. „Við megum mæta með 350 manns og stefnum á að fullnýta kvótann," segir Tryggvi eiturhress. Búast má við því að Verzlunar- skólanemar eigi einnig eftir að fylla sinn kvóta. Þar á bænum er hefð fyr- ir miklu klappliði og verður því ef- laust fjör á pöllunum í kvöld. ‘Lið Versló er ungt. en það skipa þeir Hafsteinn Gurinar Hauksson, Ásgeir Erlendsson og Árni tyiár Þrastarson. Borgarholtsskóli óg MA sigruðu í síðustu tveimur þáttum og eru því komnir áfram í undanúrslit. Leið FSu í 8 liða úrslit: 1. umferð FSu - Fjölbrautaskólinn við Ármúla 17-7 2. umferð FSu - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 13- Leið Versló í 8 liða úrslit: 1. umferð Versló - Menntaskólinn Hraðbraut 21-17 2. umferð Versló - Fjölbrautaskóli Suðurnesja 22-17 L _________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.