Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 12

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 12
Einn háttur í landerœðslu er að jafna rofabörð oe sá í þau. Myndin er frá Falli í Mýrdal. (Ljósm. S. R.). ákvæði er í landgræðslulögunum sem sett var árið 1981, þar sem segir að ef gróðri er svo komið að skjótra verndaraðgerða sé þörf að mati gróðureftirlits Landgræðslu ríkisins getur Landbúnaðarráðu- neytið að höfðu samráði við sveit- arstjórn þá sem hlut á að máli ákvarðað tímabundna takmörkun á beitarálagi þar til fullnægjandi gróðurverndaraðgerðir að mati gróðurverndarnefndar og Land- græðslu ríkisins hafa verið gerðar eða ítala er komin til fram- kvæmda. Það hefur ekki enn verið gripið til þessa lagaákvæðis en til þess gæti vissulega komið, þar sem það er framkvæmanlegt, en eitt af því sem gerði ítölu framkvæmanlega á Landmannaafrétti var hve sá afréttur er vel aðskilinn frá öðrum afréttarlöndum og lítill samgangur búfjár þar og á nærliggjandi af- réttarsvæðum. Víða annars staðar háttar svo til að ekki eru einu sinni afréttargirð- ingar milli heimalanda og afréttar- landa og samgangur er milli af- rétta. Þá gagnar ekki annað en að gera ítölu fyrir allt svæðið í heild. En ég vil ítreka að það hefur áunnist mikið með því að ná sam- komulagi um styttingu beitartím- ans og það er að jafnaði farsælli lausn því að þetta vinnst ekki nema í samvinnu við bændur. Það er algjört neyðarúrræði að grípa til ítöluaðgerða, í og með vegna þess að það skortir verulega á að þau gögn séu til sem þarf til að unnt sé að koma á ítölu. Erbúfé á landinu of margt? Frá gróðurverndunarsjónarhóli séð er búfé ekki dreift rétt um landið í samræmi við landgæði. Það er einnig mitt mat að fjöldi hrossa á landinu sé langt umfram það sem nokkur skynsemi getur talist. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg hross eru hér á landi, en við skulum gera ráð fyrir að þau séu um 54.000, en ætla má að þau séu fleiri. Sauðfénu hefur fækkað en hrossum fjölgar stöðugt. Ég hef áður lýst því yfir að þeim þyrfti að fækka um helm- ing og það er unnið að því að finna leiðir til að ná fram einhverri fækkun. Við gerum okkuur ljóst að það vinnst ekki í einu vetfangi, en sem betur fer eru ræktunar- menn í hrossarækt sammála okkur starfsmönnum Landgræðslunnar og ráðunautum Búnaðarfélagsins um að fá ræktunarsjónarmiði sé æskilegt að hrossunum fækki verulega. En það er ekki auðvelt að brýna menn á að fækka verulega hross- um sínum, og þá er ég að tala um stóðhrossin, þegar sýnt er að lítið sem ekkert verð fæst fyrir þau. Ef við lítum yfir stöðuna þá er ljóst að það er enginn umtalsverður markaður fyrir lífhross í út- löndum. Innanlandsmarkaðurinn fyrir lífhross er mjög lítill og með versnandi efnahagsástandi al- mennt verður enn þrengra á markaðnum fyrir tamin hross innanlands. Það er heldur ekki sjáanlegur neinn raunverulegur erlendur markaður fyrir hrossa- kjötið. Innanlands er lítill mark- aður nema fyrir folaldakjöt og töluverðu af frystu hrossakjöti hefur verið hent, þar sem geymsluþol þess var búið. Slátur- leyfishafar eru yfirleitt tregir til að taka fullorðin hross til slátrunar og borga þau eðlilega seint og illa. Eru útfrá landnýtingarsjónarmiði einhver svæði þar sem nauðsynlegt er að fækka sauðfé og þá önnur svæði þar sem sauðfé mætti haldast óbreytteða fjölga? Það eru nokkur afmörkuð svæði sem koma fljótt upp í huga manns í því sambandi en þar stefnir þó í rétta átt. Svo að tekin séu dæmi þá fækkar fé á suðvesturhorni lands- ins og það teljum við æskilega þróun. A Suðurlandi eru svo svæði á láglendi sem mætti gróð- urfarslega séð nýta meira. Má þá segja að á hinu eldvirka belti landsins þurfi að fækka sauðfé? Já, það má segja að við leggjum mesta áherslu á að sauðfé fækki þar en það er of mikið sagt að þar sé fækkunin mest núna. Ef við lítum á landið í heild og segjum að nú séu um 750 þúsund fjár í landinu vetrarfóðrað, þá er það mat mitt að ef því væri raðað skynsamlega í landshluta eftir beitarþoli, þá væri út af fyrir sig ekki um ofbeit að ræða. En eins og nú horfir í því kalda árferði sem við búum nú við, þá er því miður víða of margt sauðfé í högum, 860 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.