Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 29

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 29
Frá Framleiðsluráði landbúnaðarins Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins hinn 12. október sl. gerðist m. a. eftirfarandi: Kosningar. I upphafi fundar var kosið í trún- aðarstöður. Ingi Tryggvason var endurkosinn formaður Fram- leiðsluráðs til tveggja ára og Magnús Sigurðsson varamaður hans. í framkvæmdanefnd Fram- leiðsluráðs sitja áfram sem aðal- menn þeir Ingi Tryggvason, Gísli Andrésson og Agnar Tryggvason. Frá nk. áramótum mun Magnús Friðgeirsson taka sæti Agnars í nefndinni. Varamenn í fram- kvæmdanefnd eru Magnús Sig- urðsson, Jón H. Bergs og Guð- laugur Björgvinsson. í stjórn Grænmetisverslunar landbúnaðarins voru kosnir fram- kvæmdanefndarmenn og auk þeirra frá Sambandi kartöflufram- leiðenda þeir Magnús Sigurðsson í Birtingaholti og Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum. Varamenn þeirra eru Ingvi Markússon í Oddsparti og Karl Gunnlaugsson kaupfé- lagsstjóri á Svalbarðseyri. Bætur á kartöfluverð. Lagðar voru fyrir fundinn nokkrar tillögur sem samþykktar voru á nýliðnum aðalfundi Stéttarsam- bands bænda. Hin fyrsta þeirra var um að kartöfluframleiðendur fengju bæt- ur á verð kartaflna sem seldar voru eftir 1. júní sl., um 800 tonn, í samræmi við úrskurð yfirnefndar í síðari hluta ágústmánaðar um 20% verðhækkun til framleið- enda. Ákveðið var að greiða þessar bætur og mun Grænmetisverslun landbúnaðarins annast það. Fjár- magns til þessara uppbóta á kart- öfluverð mun verða aflað með álagi á verð innfluttra kartaflna. Breytt innheimta á kjarnfóðurgjaldi. Á síðasta aðalfundi Stéttarsam- bands bænda var samþykkt að fara fram á að kjarnfóðurgjaldi yrði breytt í fasta krónutölu á tonn í stað 33% gjalds á Cif-verð sem nú er. Á fundinum var lögð fram greinargerð sem Egill Bjarnason vann um hvert gjaldfóðurgjaldið hefur verið hjá einstökum söluað- ilum og á landinu í heild að meðal- tali. Könnun þessi nær yfir kjarnfóður sem selt var fyrstu sjö mánuði ársins. Þar kemur fram að gjaldið er misjafnt en þó ekki með sama hætti milli landshluta og haldið hafði verið. Ákveðið var að kanna málið betur og fá fulltrúa af Norðurlandi og Austurlandi til að vinna að því áfram með Agli Bjarnasyni og geri þeir tillögu um afgreiðslu málsins fyrir næsta fund Fram- leiðsluráðs. Framleiðslustjórnun í alifugla- og svínarækt. Nýliðinn aðalfundur Stéttasam- bands bænda ályktaði um fram- leiðslustjórnun í alifugla- og svína- rækt og skipulagningu eggjafram- leiðslu. Framleiðsluráð fjallaði um þær áiyktanir og ákvað að halda fund með fulltrúum þessara búgreina áður en ákvarðanir um málin yrðu teknar. Hækkun á endurgreiðslu á kjarnfóðurgjaldi til mjólkurframleiðenda. Ákveðið var að greiða 60 aura á lítra mjólkur frá 1. október sl. að fengnu samþykki landbúnaðar- ráðherra. Pökkunar- og dreifingarstöð fyrir egg. Fyrir fundinum lá erindi frá nefnd sem Samband eggjaframleiðenda skipaði á sl. vetri til að koma upp pökkunar- og dreifingarstöð fyrir egg. Nefndin sækir um styrk að upphæð rúmlega 5 milljónir króna úr Kjarnfóðursjóði til að koma upp slíkri stöð. Samþykkt var að veita umbeð- inn styrk að fengnu samþykki landbúnaðarráðherra. Markaðskönnun í Arabalöndum. Lagt var fram bréf frá Þorkeli Stefánssyni með umsókn um ferðastyrk til að kanna möguleika á kjötsölu til Arabalanda. Framleiðsluráð telur sig ekki hafa nægilegt fjármagn til að veita slíkan styrk og vísaði erindinu til Markaðsnefndar og landbúnaðar- ráðherra til umfjöllunar. Ladolamb. Erindi lá fyrir fundinum frá Steindóri Haraldssyni á Akureyri með ósk um ferðastyrk til Banda- ríkjanna. Steindór hefur fengið einkaleyfi á aðferð til að marinera lambakjöt, en réttinn nefnir hann Ladolamb, og hyggst hann kynna þessa vöru í Bandaríkjunum, á hótelum og víðar. Á fundinum var upplýst að Bú- vörudeild S.Í.S. vill standa straum af umbeðnum ferðakostnaði. Sala á hrossakjöti. Erindi lágu fyrir fundinum frá ís- vog hf. og Hagsmunafélagi hrossabænda um útflutning á hrossakjöti. Útflutningur á hrossa- kjöti stöðvaðist um tíma sl. sumar m. a. vegna anna við sauðfjárslátrun. Upplýst var að ísvog hf. hefur afsalað sér umboði sínu fyrir útflutningi á hrossakjöti til Hagsmunafélags hrossabænda. Félagið hefur hins vegar farið fram á það við Sláturfélag Suður- lands og Búvörudeild S.Í.S. að þessi fyrirtæki haldi áfram útflutn- ingi hrossakjöts a. m. k. til nk. áramóta. Sá annmarki er á því að ekki er fyrir hendi leyfi til að flytja út kjöt úr íslenskum stórgripa- sláturhúsum til þeirra landa þar FREYR — 877

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.