Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 13
Sjálffóðrun holdanauta á votheyi. Votheyið er hirt í flatgryfju sem gripirnir éta sig inn eftir. (Ljósm. S.R.). Sláturgripirnir hafa gerði til að viðra sig í en eru alveg á innifóðrun á sumrin. (Ljósm. Jónas Jónsson). sérstaklega ef við miðum við ein- stakar jarðir. Einn þáttur í starfsemi Landgræðsl- unnar er að stöðva uppblástur. Hvaða leiðir hafið þið tii þess? Við höfum fyrst og fremst þá leið sem farin hefur verið allt frá því þessari stofnun var komið á fót árið 1907, og það er að friða uppblásturssvæðin. Landgræðslan hefur á þessum 75 árum friðað liðlega 100 landgræðslusvæði, þar sem um var að ræða hraðfara jarðvegs- og gróðureyðingu, sam- anlagt að stærð um 2% af landinu og með yfir 1000 km af girðingum sem haldið er við. Friðunin ein sér segir þó lítið ef ekki fylgja aðrar markvissar landgræðsluaðgerðir. Þar sem um verulegt fok jarð- vegs hefur verið að ræða, hvort sem það hefur verið sandfok eða jarðvegsfok á heiðum uppi, þá var fyrsta landgræðsluaðgerðin að sá íslenska melgresinu og það er enn stór hluti af landgræðslustarfi okk- ar að sá melfræi í sandfokssvæðin og þau svæði verða að vera algjör- lega friðuð fyrir allri búfjárbeit. Samhliða stöðvun jarðvegsfoks- ins þá er farið að bera á og sá úr lofti, fyrst og fremst á jaðrana þar sem ennþá er gróður og vinna svo út frá þeim að uppgræðslunni innan þessara friðuðu svæða. Þá er sáð harðgerðum grasstofnum og borið á þær sáningar yfirleitt alltaf árið eftir líka og svo þrem fjórum árum seinna aftur. Reynslan hefur sýnt að það hefur dugað prýðilega þar sem land hef- ur verið friðað. Hvaða tegundum sáið þið? Það eru fyrst og fremst harðgerðir túnvingulstofnar, m. a. stofn að nafni Leik, sem er norskur og hefur reynst afskaplega vel hér. Einnig hefur verið notað síðustu árin vallarsveifgras af stofninum Fylkingu, einkum norðan- og austanlands. Fyrir nokkrum árum samdi Landgræðslan við Alaskamenn um að þeir framleiddu fyrir okkur ákveðið magn af fræi af Berings- punti. í þrjú ár barst okkur dálítið af því, en það hefur minna verið notað við uppgræðslu, heldur hef- ur Landgræðslan sent þetta allvíða um land til bænda þar sem það hefur verið prófað við mismun- andi aðstæður og staðið sig vel, einnig í tilraunum sem RALA hefur gert í samvinnu við Land- græðsluna víða um land. Það eru því miklar vonir bundnar við þessa grastegund en enn sem komið er hefur ekki verið unnt að fá eins mikið fræ og óskað hefur verið eftir. Hins vegar er verið að rækta fræ af Beringspunti hér á landi á vegum Tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum, en í litlum mæli enn sem komið er. Verið er að reyna að framleiða þetta fræ á hinum Norðurlöndunum. Við erfið skil- yrði, eins og t. d. uppi við Sig- öldu, hefur Beringspuntur reynst ákaflega vel. Starfsemi Landgræöslunnar í Gunn- arsholti? Hér í Gunnarsholti eru höfuð- stöðvar Landgræðslunnar og héð- an er landgræðslustarfinu stjórn- að. Við höfum landgræðsluverði á helstu landgræðslusvæðunum sem annast þar verklegar framkvæmd- ir, viðhald girðinga, gæslu og smölun á svæðunum. Landgræðslan rekur Gunnars- holtsbúið en þar er fyrst og fremst FREYR — 861

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.