Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 8
hvað það var. Niðurstaðan var sú að öllum ungum úr þessum innflutn- ingi var lógað. Með því tókst að af- stýra alvarlegu tjóni og eftirlitskerf- ið sannaði gildi sitt. Þetta var ágætis áminning en þetta er eina áfallið sem við höfum orðið fyrir. Það er slæmt að missa út einn innflutning en þrátt fyrir allt vorum við mjög heppin. Hvernig stöndum við í sam- anburði við Norðurlönd? Við stöndum tiltölulega vel. Við erum með sömu stofna og þeir sem skila jafn miklu hér og þar. Meðaltölin hér eru svipuð og á Norðurlöndunum en það er mikil framför því að fyrir ör- fáum árum vorum við talsvert á eftir þeim. Það sem við höfum fram yfir er miklu betra sjúkdómaástand hér á landi og við njótum þess að búa á eyju í miðju Atlantshafinu. Sjúkdómurinn hænsnalömun eða Mareks er útbreiddur um allan heim og hér eru varphænur og stofnfuglar bólusettir daggamlir. Sjúkdómurinn veldur breytingum í húð svo að kjúklingunum er hent við slátrun en einnig veldur hann lömun. Líftími kjúklinganna er svo stuttur að það tekur því ekki að bólusetja þá. Hníslasótt er einnig sjúkdómur sem er útbreiddur um allan heim en lyfi er bætt í kjúklingafóðrið á fyrrihluta vaxtartímans til þess að halda sótt- inni í skefjum. Stærð búa hefur aukist mjög mik- ið hér á landi en stærstu búin á Norðurlöndum eru í Danmörku. Eggjabúin hér á landi eru yfirleitt stærri en í Noregi og kjúklingabúin hér eru síst minni en búin í Noregi og Svíþjóð. Þróunin er mjög hröð og það sem sagt er í dag er allt eins lík- legt að verði úrelt á morgun. Hver sér um kynbætur og hvernig er innflutningurinn? Fjölþjóðleg fyrirtæki sjá um kyn- bætur og þeir kjúklingastofnar sem eru algengastir hér eru Ross sem kemur frá Skotlandi og Cobb frá Englandi en varpstofnarnir koma frá Aldrei hefurfundist salmonella í eggj- um og nú er haflð reglubundið eftirlit með henni. Þýskalandi. Afa- og ömmukynslóð- in er flutt frá þessum löndum til Norðurlanda og þá er viðhaft strangt sjúkdómaeftirlit. Við nýtum það svo | og flytjum aðeins inn egg undan for- eldrakynslóð frá Noregi og Svíþjóð og þá er líka strangt sjúkdómaeftir- lit. Það er mjög dýrmætt að Island er eyja og þess vegna getum við haldið sjúkdómum frá okkur sem við ann- ars ættum mjög erfitt með. Einnig með því að fara ekki inn í ESB get- um við haldið uppi ströngum vöm- um gegn sjúkdómum með sóttkví. Hvernig er fræðslan í bú- greininni? Mesta fræðslan fer fram í spjalli milli mín og bóndans vegna einhvers ákveðins vandamáls. Þegar þau koma upp eru bændumir lang mót- j tækilegastir fyrir fræðslunni. Við j reynum að brjóta málið til mergjar og finna út hvemig megi gera betur. Þegar allt gengur vel eru menn ein- faldlega ekki eins móttækilegir. Við höfum einnig fræðslukvöld öðru hvoru og var eitt slíkt haldið fyrir jólin þar sem fjallað var um sóttvamir. Hvað er sérgreinadýralækn- ir? Sérgreinadýralæknar vilja skilgreina sig sem samstarfsaðila dýralækna. Við emm ráðnir beint undir yfir- dýralækni en við emm ekki yfir neinum. Dýralæknar geta leitað til okkar til að leysa vandamál sem koma upp á búunum. Einnig leita alifuglabændur beint til mín og sam- an reynum við að ráða fram úr vandamálinu. Eg tel mig hafa náð góðu sam- bandi við bændur og það er mjög gott og öll vinna verður auðveldari. Hefur það áhrif í þínu starfí að vera útlendingur? Það hefur að sjálfsögðu bæði sína kosti og galla. En ég er reyndar alls ekki upptekinn af þessu, ég held að bændur hugsi ekki mikið um þetta heldur. I ráðgjafastöðu eins og ég er í verður að reyna að sjá hlutina eins og þeir em. Þá skiptir litlu máli af hvaða þjóðemi maður er. Hvernig er með innflutning á öðrum fuglategundum? Ég fæ margar fyrirspumir um alls konar fuglategundir og má þar nefna strúta, fasana, kalkúna og dúfur. Is- lendingar eru mjög hugmyndaríkir að finna nýjar búgreinar en innflutn- ingsreglumar eru strangar og margir geta ekki uppfyllt þær. Það er stefna yfirdýralæknis að banna ekki inn- flutning en setja strangar reglur um sóttkví og einangran enda er það mikil auðlind að halda sjúkdóma- ástandi áfram eins góðu og nú er. Veitingahúsin taka fyrst við nýj- ungum. Núna eru fasanar í sóttkví á einum stað fyrir austan. A tímabili var talsvert rætt um strútaeldi en ekkert hefur orðið af innflutningi. Kalkúnaeldi er á einu býli og stefnt er að því að flytja reglulega inn kalkúna eins og gert er í hinum ali- fuglagreinunum. Hvernig líst þér á framtíð ali- fuglaræktunar hér á landi? Ég held að framtíðin sé björt, sér- Framhald á bls. 12 8 - Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.