Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 11

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 11
Hœnsnaskítur á íslandi Arlega falla til á að giska 12-15 þúsund tonn af hænsnaskít frá alifuglabúunum í landinu. Þessi skítur samanstendur af fóðri og vatni sem farið hefur um meltingar- veg hænsna og viðarspónum sem dreift er á gólf í hænsnahúsum. Á undanfömum árum árum hefur þessi úrgangur farið mjög minnkandi. I alifuglagreinunum er nú notaður bú- stofn sem nýtir fóður betur en eldri stofnar og er afurðameiri og fljót- vaxnari. Þetta leiðir af sér að færri fugla þarf til að framleiða sömu af- urðir og áður, það þarf minna fóður til þess, það tekur styttri tíma og skíturinn frá alifuglabúum verður minni. Á undanfömum ámm hafa verið hertar kröfur um losun búfjáráburð- ar og hefur það leitt til þess að með- ferð hans hefur batnað. Að nota hænsnaskít til uppgræðslu hefur verið reynt á nokkrum svæðum og eftir ión P. Líndal framkvæmdastjóra Félags eggjaframleið- enda og Stofnunga sf. gefist vel. A.m.k. er land sem fær hænsnaskít fljótt að gróa upp eins og meðfylgjandi myndi ber með sér. Oftast er það þannig að þegar hænsnaskít ber á góma er það með neikvæðum formerkjum, þ.e. í tengslum við einhver vandamál sem upp koma vegna skíts frá hænsnabú- um. Það er þó sem betur fer svo að mestur hluti hænsnaskíts er í dag nýttur til gagnlegra hluta. Mest er hann borinn á tún og kartöflugarða, notaður til uppgræðslu eða þurrkað- ur og seldur sem garðáburður. Heild- armagnið er ekki meira en svo að það dugir árlega á um 600 hektara lands sem áburður eða til upp- græðslu ef allt væri notað með þeim hætti. Þar sem alifuglabúin eru ekki nema um 50 talsins má sjá að land- þörfm er að meðaltali um 12 ha. á bú. Það er hins vegar með þetta meðaltal eins og mörg önnur meðal- töl að það þarf að skoða með fyrir- vara því að nánast öll búin eru ýmist mun minni eða margfalt stærri en meðaltalið gefur til kynna. Því virð- ist sem nokkur stærstu búin, 5-10 talsins, þurfi um 50 til 100 ha lands hvert til að geta losnað við hænsna- skít með sómasamlegum hætti. Öll önnur bú þurfa 15 ha eða minna land hvert fyrir þann skít sem fellur til á þeim. Það er ljóst af ofansögðu að los- un hænsnaskíts er almennt ekki vandamál á búunum. Öll minni bú Uppgrœðsla með hœnsnaskít í Utt grónu landi í umdœmi Reykjavíkur. (Ljósm. Jón. P. Líndal). Freyr 1 0/98 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.