Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 12
geta auðveldlega borið skítinn á tún eða annað land sem er fært um á dráttarvél. Flest stóru búin eiga einnig auðvelt með að koma hænsnaskítnum á tún eða annað land. Þó er það helst að á stóru bú- unum geti orðið vandkvæði á þessu. Það er þó aðallega vegna þess að þau eru gjarnan í eða við þéttbýli, t.d. á höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum. Það að bera hæsnaskít á land í eða við þéttbýli getur valdið töluverðum óþægindum vegna lykt- arinnar sem margir þéttbýlisbúar vilja vera alveg lausir við. Þess vegna er skynsamlegt fyrir sveitar- félög sem vilja vera alveg laus við þetta vandamál að taka höndum saman við hlutaðeigandi bændur um að fá skítinn til að græða upp land fjær þéttbýlinu eða jarðvegsbæta það fyrir trjáræktun. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, losna við óþægindi vegna lyktarinnar og efla landgræðslu. Ekki þarf að óttast að skortur sé á landi í þessu skyni því án umhugsunar má fullyrða að í öllum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum sé nóg af gróðursnauðum melum, yfirgefn- um námum, athafnasvæðum o.s.frv. sem þörf er á að græða upp. Sem betur fer Framhald afbls. 8 staklega fyrir kjúklingaframleiðend- ur. Núna er neysla íslendinga að meðaltali 7 kg á mann á ári en 15 kg í Danmörku og 35-40 kg á mann í Bandaríkjunum. I Noregi hefur neyslan aukist árlega um 10-12% og það er ekkert sem segir að þróunin hér á landi verði eitthvað öðruvísi. Stærstu áhrifaþættimir em, eins og alltaf, verð og verðmyndun. Fersk sala var leyfð haustið 1995 og vöru- þróun hefur verið ör enda hefur neyslan aukist jafnt og þétt. Staðan er ekki eins björt í eggja- framleiðslunni því að neyslan hefur ívið dregist saman svo að ekki er svigrúm til þess að auka framleiðsl- una en hagkvæmnin er meiri en áður því að hver fugl verpir mun meiru. J.S. Núna verpir hver hœna allt að 19 kg en fyrirfimm árum var meðaltalið 11-12 kg. Innflutningur á erfðaefni Framhald afbls. 10 Reynsla af vinnu við stofnainn- flutning hefur verið mjög dýrmæt og vakið framleiðendur mjög til um- hugsunar um nauðsyn góðs heil- brigðis vörunnar. Einnig hefur með þessum fuglum komið meiri fag- mennska. Samstarf við erlenda aðila hefur verið mjög mikilvægt og hefur samhliða innflutningi á erfðaefni flust inn mikil þekking og víðsýni í greininni. Það eitt að hafa góðan efnivið er mikilvægt, en besta nýt- ing hans fæst aðeins með sem best- um aðbúnaði og vinnubrögðum. Lokaorð Ekki verður aftur snúið úr þessu. Það er manni óhugsandi að hverfa frá reglubundnum innflutningi á erfðaefni. Það kerfi sem notað er við innflutning gefur okkur mikið ör- yggi og vöm gegn skæðum sjúk- dómum sem hafa gert framleiðend- um erlendis erfitt fyrir. Hænsna- bændur búa því við mjög gott ástand með innflutningi frá ræktunarstöðv- um erlendis. Hingað hafa aldrei bor- ist sjúkdómar til landsins með ali- fuglum síðan þetta kerfi var sett á laggirnar. Þetta gefur íslenskri fram- leiðslu ákveðinn gæðastimpil. Með harðnandi kröfu neytandans um heilbrigði í matvælum og holl- ustu gefur þetta framleiðendum byr undir báða vængi. 12-Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.