Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 10

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 10
Innflutningur á efðaefni til eggja- og kjúklingaframleiðslu Aundanfömum árum hefur verið reglubundinn innflutningur á eggjum af stofnum bæði til kjúk- linga- og eggjaframleiðslu. Slíkur innflutningur, samhliða betri dýra- læknaþjónustu, hefur stórbætt allt rekstrarumhverfi þessa búgreina. Er svo komið að þessar greinar þrífast ekki hérlendis í harðnandi sam- keppni án innflutnings erfðaefnis. Upphaf Á árum áður allt fram tii 1990 voru fluttir inn stofnar fugla til undaneld- is, mest frá Skandinavíu. Innflutn- ingur var heldur óskipulagður og jafnvel einungis á nokkura ára fresti Með breyttum búskaparvenjum og kröfu um meiri hagkvæmni í rekstri fór að verða þörf á breyttu fyrir- komulagi á innflutningi. Þetta eldra kerfi var líka óöruggt, þ.e. mikil hætta á að hænsnasjúkdómar bærust til landsins. —,——,------------ eftir Jón Magnús Jónsson, alifuglabónda á Reykjum í Mosfellssveit Innflutningur Stofnungi sf. er félag sem stofnað var af eggja- og kjúklingaframleið- endum til þess að flytja inn erfða- efni. Rekur félagið einangrunarstöð á Hvanneyri í Borgarfirði, þar sem tekin eru inn frjó egg frá viður- kenndum dreifingaraðilum í Noregi og Svíþjóð. Eggjunum er klakið út í einangrunarstöðinni og eru ungamir síðan aldir upp í einangrun í átta vikur. Ef fuglamir standast heil- brigðisspróf í lok uppeldistímans er þeim dreift til útungunarstöðvanna. Innflutningurinn og uppeldið er undir ströngu eftirliti dýralæknis í alifuglasjúkdómum. Þessir fuglar eru foreldri, annars vegar slátur- kjúklinga og hins vegar varphæna, til framleiðslu neyslueggja. Þeir stofnar sem við eigum völ á eru að uppruna frá Skotlandi fyrir kjúklingana og Þýskalandi fyrir eggjaframleiðslu. Þetta eru afkasta- miklir stofnar og með þeim bestu sem völ er á í Evrópu. Þessir stofnar eru síðan fluttir frá einangmnar- stöðvum ræktenda til dreifingar- stöðva í Skandinavíu. Stöðugt er fylgst með heilbrigði fuglanna bæði hjá ræktendum og dreifingaraðilum. Þetta gerir það að verkum að þeir fuglar sem hingað koma em mjög heilbrigðir, enda er sjúkdómsástand á Islandi með því betra sem gerist í heiminum. Hér þarf því ekki að nota lyf og efni sem nauðsynleg þykja víða í Evrópu og annars staðar í heiminum. Þess má geta að stofnar þeir sem notaðir eru hér í fuglarækt- inni eru þeir sömu og mest eru not- aðir á Norðurlöndum og einkum í Danmörku. Ávinningur Avinningur af þessum innflutningi er mikill og má segja að hann sé núorðið alger forsenda fyrir því að hægt sé að stunda alifuglarækt hér á landi. Fuglabændur hafa uppskorið mun meira rekstaröryggi því að auð- veldara er að gera áætlanir í fram- leiðslunni. Skakkaföll í framleiðsl- unni eru minni, vaxtahraði og frjó- semi mun meiri. Innflutningur hefur því skipt sköpum fyrir fuglabændur í harðnandi samkeppni og vaxandi þrýstingi á innflutningi á svipuðum vörum frá útlöndum. Framhald á bls. 12 Kjúklingur sem á um vikutíma ólifaðan. Fyrirfimm árum var kjúklingum slátrað 7- 8 vikna gömlum til þess að ná sömu þyngd og nœst núna á 5 til 51/2 viku. 10-Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.