Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Slys í Daufhyl ✓ Frásögn Jóhönnu A. Steingrímsdóttur Mig langar að bjóða þér í ofurlítinn göngutúr. Við skulum ganga meðfram Laxá frá Presthyl að Homi, þar skulum við nema staðar um stund, síðan röltum við heim yfir túnin og eg skal gefa þér molasopa áður en þú ferð aftur. Það er kyrrt veður, næstum blæjalogn, en raki í lofti og sjálfsagt verður hrollkalt með kvöldinu. Sérðu bæinn austur undir heiðinni, sunnan við ána? Þessi bær heitir Austurhagi, Laxá liggur að túnfætinum norðanmegin, en Daufhylur rennur milli bæjarins og heiðarinnar austanmegin. Daufhylur er kaldavermslulækur, vatnsmikill, hann sameinast Laxá við Presthyl. í Daufhyl em djúpir hyljir og áður en Laxá nær að blanda vatni sínu í hann eru hyljimir svo tærir að sér til botns á miklu dýpi. Lækurinn er mjög kaldur og í sumarhitum flýr silungurinn, sérstaklega bleikjan, úr hitanum í ánni og hópast í torfum í svala Daufhyls. í Austurhaga gerðist atburður þegar eg var bam, atburður sem er mér mjög skýr í minni og eg hefi oft síðan leitt hugann að því hvort líf okkar sé, að miklu leyti, fyrirfram ákvarðað. Eg ætla að segja þér frá þessu eins og eg man það. Sunnudaginn 22. maí 1927 var messað í Nesi og eftir messu voru gefin saman í kirkjunni tvenn brúð- hjón. Önnur brúðhjónin voru Jóhanna Sigmunds- dóttir frá Árbót og Guðmundur Friðbjamarson bóndi á Ytriskál í Ljósavatnshreppi. Þetta var enginn gleðidagur fyrir mig, Jóhanna vara hálfsystir föður míns, og mín uppáhaldsfrænka, nú átti hún að flytjast úr sveitinni. Ég var hnuggin yfir væntanlegri brottför hennar. Guðmundur gaf mér fimmkrónuseðil í sárabætur. Eg tók við peningunum, en þeir voru ekki fyrr komnir í lófa minn en mér fannst að eg hefði selt frænku mína og sá eg lengi eftir þeirri verslun. Mér fannst að ef til vill hefði það getað breytt einhverju ef eg hefði ekki tekið við peningunum. Hin hjónaefnin vom Hólmfríður Friðbjamardóttir, systir Guðmundar, og Óskar Friðmundarson, bæði úr Ljósvatnshreppi. Þau ætluðu að hefja búskap í Austurhaga, sem þá hafði losnað úr ábúð, og vildu þau gifta sig í nýju sóknarkirkjunnni sinni. Þetta var fagur dagur, sól skein í heiði og sterk angan vorgróðursins fyllti loftið. Skyldmenni og vinir fylgdu brúðhjónunum, einn- ig var óvanalega vel mætt til messu því hjónavígsla þótti hátíðlegur atburður. Gengið var í kirkju og að messu lokinni hófst athöfnin, hjónaefnin gengu upp að altarinu og unnu heit sín. Þegar athöfninni var um það bil að ljúka stóð amma mín, Kristbjörg Guðmundsdóttir, snögglega úr sæti og gekk út úr kirkjunni. Eg sá að henni var mjög brugðið, hún gekk hratt fram eftir kirkjugólfinu og eg elti. Mamma flýtti sér inn bæjargöngin til baðstofu, eg nam staðar fyrir framan baðstofuhurðina, eg var hálf- smeyk, eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Mamma spurði: -Hvað er að, er þér illt? Amma svaraði ekki strax. Eg gægðist inn um rifu við hurðina, amma sat á rúminu sínu og reri fram í gráðið, hún virtist vera eins og hún átti að sér, mér létti, ekkert alvarlegt virtist vera að ömmu. Mamma áréttaði spurninguna. Amma svaraði seinlega: -Það er einhver feigur af þessu unga fólki sem verið var að gefa saman. -Guð hjálpi þér manneskja, af hverju segir þú þetta? Mamma var skjálfrödduð. -Það var svo mikil nálykt í kirkjunni, svaraði amma. Kaldur hrollur skreið eftir bakinu á mér. Kirkjufólkið var að koma inn göngin og eg hrökklaðist frá hurðinni. Brúðhjónin tóku brosandi á móti hamingjuóskum vina og vandamanna, amma sagði ekki -til hamingju- eins og flestir aðrir, en bað þeim blessunar Guðs. -Guð varðveiti þig, sagði hún við hvert og eitt þeirra. Enginn tók til þess þó óskir gamallar konu væru ekki orðaðar eins og vanalegast var. Guðmundur Friðbjamarson flutti með frænku mína að Ytriskál í Ljósavatnshreppi. Óskar Friðmundarson flutti með brúði sína að Austurhaga. Faðir minn ferjaði búslóð þeirra suður yfir ána og hjálpaði þeim til að koma henni fyrir. Með Hólmfríði og Óskari fluttist í Austurhaga móðir Óskars, hún var ekkja og hafði nokkrum árum áður misst uppkominn son sinn, Þiðranda að nafni, hann drukknaði við svonefnda forvaða norður með Kinnarfjöllum. Mundu eftir þessu því eg kem að því síðar. Gott nágrenni varð á milli Ness og Austurhaga, Hólmfríður og Óskar komu oft í heimsókn til for- eldra minna og voru þau sótt suður yfir ána því enginn bátur var til í Austurhaga. Einu sinni, skömmu eftir að þau hófu búskap, fór allt fólkið frá Nesi til eggjatínslu í eyjar í Laxá, byrjað var á syðstu eyjunum, sem liggja eins og þú sérð, rétt við túnfótinn í Austurhaga, og Hólmfríður og Óskar voru tekin með. Eftir að tínslu var loki í suðureyjunum var róið norður ána og farið í ytri eyjamar, sem eru 10 talsins og kallast einu nafni Straumeyjar. http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.