Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Horft frá Austurhaga yfir í Geithellisnesið þar sem Óskar drukknaði í Daufhyl. ® J (Ljosmynd Guðfinna Ragnarsdottir) Til eggjatínslu var alltaf farið seint á kvöldin, þetta var yndislegt kvöld, logn og blíða og sólin sigldi blóðrauð fyrir minni dalsins. Það var komin nótt þegar eggjatínslunni lauk og snúið var heim á leið. Ain fellur þama í stríðum strengjum og engin leið að róa á móti straumi. Við gengum því suður bakk- ann, en faðir minn og Oskar drógu bátinn í stuttu kaðaltogi. Allir voru kátir, fólkið gerði að gamni sínu og hló mikið. A einum stað er sandeyri fram í ána, bandið á bátnum reyndist of stutt, Óskar stökk fram á eyrina og sökk í sandbleytu upp að hné. -Gættu þín það er sandbleyta kallaði Hólmfríður. Óskar svamlaði yfir eyrina og svaraði hlæjandi: - Það er ekki hægt að drepa sig í henni Laxá. -Guð almáttugur hjálpi þér maður, sagði amma mín með svo miklum þunga að þögn sló á fólkið. Þegar heyannir byrjuðu fækkaði ferðum á milli bæjanna. Annað slagið var dregið fyrir lax frá Nesi og þá skmppu Hólmfríður eða Óskar oft út að ánni til að hafa tal af föður mínum svo við fengum fréttir af þeim. Þau höfðu lagt net í Daufhyl og Laxá og veiddu mikið af spikfeitri bleikju, einna besta veiði gaf þó net sem lagt var með leyfi Nesbónda í Geithellisnesi. Geithellisnes er sléttur grastangi sem gengur frá heiðinni út í Daufhyl á móts við syðstu eyjuna fyrir Neslandi. Netið var lagt í djúpan hyl norðan við tangann. Heyskapur gekk vel í Austurhaga, enda unnu bæði hjónin af kappi, móðir Óskars sá um innanbæjar- verkin og skrapp út á túnið með hrífuna sína til að snúa í flekk eða raka dreif. Sunnudaginn 17. júlí áttu þau mikið hey sem var útþurrt og átti að binda daginn eftir, mánudaginn 18., en þann dag átti Óskar afmæli. Hólmfríður hafði bakað og ætlaði að halda til dagsins, annað hvort var nú, fyrsta afmælið hans eftir að þau giftu sig, glöð undirbjó hún veislu. -Þar sem fyrirsjáanlegur annadagur var á mánudaginn ákváðu hjónin að drekka afmæliskaffið á sunnudaginn og héldu því upp á afmæli Óskars einum degi of snemma. Það var heitt þennan dag og fólk gekk léttklætt til vinnu. Óskar hafði farið í íþróttaföt: hvítar síðbuxur og hvíta skyrtu eins og íþróttamenn notuðu þá. A sunudagskvöldið var fagurt veður og hlýtt, en nokkuð skýjað svo skuggsýnt var í húsum inni þótt enn væri að heita björt nótt. Seint um kvöldið datt Óskari allt x einu í hug að vitja um silunganetin þó fólkið hefði lokið öllum verkum og væri í þann veg- inn að setjast að, um netið höfðu þau vitjað fyrr um daginn svo Hólmfríður taldi það óþarft, vildi hún bíða til morguns, en Óskari varð ekki þokað frá ákvörðun sinni. Netið í Geithellisnesinu hafði festst illa í botni tveim dögum áður og voru þau búin að reyna að losa það oftar en einu sinni án árangurs, hylurinn þar sem það lá snöggdýpkaði frá bakka svo að ófært var að vaða, hafði þeim komið saman um að bíða með frekari tilraunir þar til Nesmenn kæmu til að draga fyrir lax, ætluðu þau þá að fá lánaðan bát til að ná netinu. http://www.vortex.is/aett 19 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.