Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Qupperneq 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Qupperneq 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Hér situr Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir, 11 ára, ásamt frænda sínum Garðari Ingvarssyni 8 ára, á hóinum norðan við bæinn Austurhaga og hlustar á frænda sinn Dag Jóhannesson bónda og f.v. oddvita í Haga í Aðaldal segja söguna um slysið í Daufhyl. En upp á þennan hól gekk einmitt Hólmfríður þegar hún var að huga að Oskari manni sínum. Langamma Ragnhildar Erlu var Hólmfríður Ólöf Baldvinsdóttir f. 1904 en hún og Hólmfríður Friðbjarnardóttir f. 1893, kona Óskars, voru þremenningar og nöfnur. Langamma þeirra var Hólmfríður Indriðadóttir skáldkona og húsfreyja á Hafralæk í Aðaldal. Guðmundur Friðjónsson skáld og bóndi á Sandi í Aðaldal og Friðbjörn Friðbjörnsson faðir Hólmfríðar voru bræðrasynir. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) Þau höfðu aðeins þrjú net niðri þessa dagana vegna anna, tvö við túnfótinn og svo netið í Geit- hellisnesinu. Hólmfríður fór alltaf með Óskari að vitja um netin, bæði fannst henni það góð skemmtun og svo var hún ekki óttalaus um Óskar þar sem hann var ósyndur. Tók hún nú yfirhöfn og gengu þau hjónin fram í bæjardymar, en þegar Óskar er í þann veginn að opna bæjardymar setur skyndilega svo mikinn kulda að Hólmfríði að hún treystir sér ekki úr bænum, átti hún ekki vanda fyrir að vera kulsæl, enda trúlega hlýrra úti en inni, fannst henni sem kaldar steypur færu um herðamar og niður eftir baki. Ég held að ég treysti mér ekki með þér, mér er svo kalt, sagði hún við mann sinn. Óskar kvaðst þá ætla að skreppa; reyndi hún enn að telja honum hughvarf, en án árangurs. Tók hún loforð af honum að fara ekki í Geithellisnesið. Nei, það dettur mér ekki í hug, svaraði hann, kyssti konu sína og snaraðist út úr dyrunum. - Ég verð enga stund, kallaði hann um leið og hann hljóp af stað. Hólmfríður sneri til baðstofu, bjóst til að hátta og rabbaði á meðan við tengdamóður sína, en undar- legur órói grípur hana, hræðslutilfinning. Hér er þó ekkert að óttast, reynir hún að segja sjálfri sér, en óróinn yfirgefur hana ekki. Hún gengur til dyra og hyggur eftir Óskari, henni dettur í hug að fara á eftir honum, en finnst það kjánalegt og snýr inn aftur. Hún er ekki fyrr komin til baðstofu en hún fer aftur út. Allt er hljótt, gagnsætt miðsumarrökkrið hjúpar láð og lög eins og bláleit slæða. Það tekur í Brúarfossa. Rakin sunnanátt, hugsar Hólmfríður. Hrossagaukur rekur upp snöggt hnegg norður með ánni, svo er allt hljótt á ný. Hólmfríður fer aftur inn. Óskar ætti að vera kominn, það er fljótlegt að líta á netin sem eru varla steinsnar frá bænum. Hún bregður ullarhymu um herðamar og hleypur upp á hólinn sem er norðan við bæinn, ekkert sést til ferða Óskars og hún snýr inn aftur. Tengdamóðir henar er vakandi og þeim kemur saman um að hyggja eftir Óskari. Þær ganga á þau tvö lagnarstæði sem Óskar ætlaði til. Þar höfðu netin ekki verið snert og var silungur í þeim báðum. Þá var bara eftir Geithellisnesið, en þangað hafði hann lofað að fara ekki svo að þær ganga brúna yfir lækinn og upp í heiðina. Hún er brött fyrir ofan Austurhaga og sér vel yfir. Þeim datt í hug að Óskar hefði hitt einhverja t.d. Nesmenn. Þær sáu hvergi til mannaferða, en úr brekkunum norðan við Austurhaga sést yfir lækinn og ána og næsta allt nágrenni. Stígur liggur neðanvert um miðju brekkunnar, þær gengu eftir stígnum og lituðust um. Daufhylur er svo tær að að greina má hverja stein- völu í botni hans og báðar sáu þær hvað orðið var: Óskar lá á botni hylsins norðan undir Geithellis- nesinu. I hvítu fötunum sínum sást hann mjög greinilega. Tengdamæðgurnar sneru báðar við samtímis og hvorug sagði orð, slík var stilling þeirra og báðar vonuðu að hin hefði ekki séð neitt. Þær gengu hratt heim, gamla konan fór inn og sagðist ætla að leggja sig, en Hólmfríður sagðist ætla að skreppa í Vesturhaga, sem er næsti bær, og vita hvort Óskar hefði komið þar. Hólmfríður hljóp og vakti upp í Vesturhaga. Þorgeir Jakobsson brá við og fór með henni í Geithellisnesið, veiðistöng sína greip hann með sér. Sesselía Jónasdóttir, móðir Þorgeirs og húsfreyja í Vesturhaga, hraðaði för sinni svo sem hún mátti út í Nes. I Nesi voru allir í fastsasvefni þegar barið var þar á glugga. Rödd Sesselíu hljómar enn í eyrum mér þegar eg leiði hugann að þessari nótt: - Vaknið þið, í Guðs bænum vaknið þið, það varð slys í Geithellisnesinu. Foreldrar mínir klæddu sig í skyndi. http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.