Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007 FRETTABREF ÆFTTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir © 568-1153 gudfragn@mr.is Olafur H. Oskarsson © 553-0871 oho@li.is Ragnar Böðvarsson © 482-3728 bolholt@eyjar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík © 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins eirikur@eirikur.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaöinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupósturldisketta) Prentun: Gutenberg Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í Iausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Fyrirspurn um tvo yngri syni Sigurðar Bjarnasonar og Þorbjargar Benónýsdóttur Sigurður Bjarnason, f. 9. sept. 1858 í Framnesi, Ássókn, Rang, d. 27. sept. 1904 á Skólavörðustíg 8 í Reykjavík, nýkominn frá Ameriku, hann lærði söðlasmíði á Eyrarbakka, bjó á Laugavegi 45 í Reykjavík 1899, ásamt konu og bömum, Sigurður fór sennilega vestur um haf um 1900 og kom aftur 1904. Ekki liggur fyrir hvað varð um konu hans og tvo yngri syni þeirra. - K. 1888, Þorbjörg Benónýsdóttir, f. 1. febr. 1862 í Ormskoti í Holtssókn undir Eyjafjöllum. For.: Benóný Henriksson, f. 26. jan. 1819, d. 20. okt. 1869 á Hjami í V-Eyjafjallahr., bóndi í Miðbæli, Hvammi og Ormskoti og k.h. Sigríður Jónsdóttir, f. 24. sept. 1828. Börn þeirra: a) Karl Friðrik, f. 28. febr. 1886, b) Bjarni, f. 6. des. 1887, c) Sigríður Ingibjörg, f. 30. sept. 1891, d) Vigdís Ragna, f. 1. maí 1894, e) Sigurður Viggó, f. 17. júlí 1898. la Karl Friðrik Sigurðsson, f. 28. febr. 1886 í Þingholtskoti Reykjavík, d. 23. des. 1949 (Charles F. Barnason) prófessor við Harvard háskóla og yfirprófessor tungumáladeildar N-Eastborne háskóla, Boston, Bandaríkjunum. - K. 29. ágúst 1918, Guðrún Tómasdóttir, f. 9. sept. 1886 að Uppkoti, Norðurárdal, Mýr, d. 31. júlí 1972 í Boston í Bandaríkjunum, ljósmóðir og hjúkrunarkona á ísafirði 1909- 1917, flutti til Bandaríkjanna 1917. For.: Tómas Guðmundsson, f. 23. júní 1846 í Hróarsholti, Villingaholtshr. Árn, d. 2. sept. 1916 í Reykjavík, bóndi í Uppkoti, Sveinatungu og Einifelli og k.h. Ástrós Sumarliðadóttir, f. 23. júlí 1858 í Dufþekju, Hvolhr. Rang, d. 23. júní 1938, húsfreyja. lb Bjarni Sigurðsson, f. 6. des. 1887 í Köldukinn í Garðasókn Gull, bjó á Laugavegi 45 í Reykjavík 1899. lc Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 30. sept. 1891 í Miðhúsum, Mjóafjarðarhr. S-Múl, d. 19. apríl 1898 í Reykjavík. ld Vigdís Ragna Sigurðardóttir, f. 1. maí 1894 í Reykjavík, d. 22. des. 1897 í Reykjavík. le Sigurður Viggó Sigurðsson, f. 17. júlí 1898 í Reykjavík. Ur bókinni: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna eftir Björgu Einarsdóttir, Reykjavík 1986, er þessu við að bæta. Þorbjörg varð ekkja árið sem þau fluttust vestur og giftist nokkmm ámm síðar amerískum manni af þýskum ættum. Henrv Witzman að nafni. Varð hún eftir það íslendingum kunnust sem Mrs. Witzman í Brooklvn. Þarna stangast á hvenær Sigurður deyr en ég held því fram að það sé rétt að hann hafi dáið í Reykjavík 1904. Foreldrar Sigurður voru: Bjarni Benediktsson, f. 30. sept. 1801 íFramnesi, d. 11. júní 1863 í Framnesi, bóndi í Framnesi í Ássókn Rang. og k.h.Vigdís Isleifsdóttir, f. 7. júní 1815 á Ásmundarstöðum, Holtamannahreppi, Rang. d. 11. nóv. 1890 á Egilsstöðum í Villingaholtssókn, Árn, húsfreyja í Framnesi og síðar í Vælugerði frá 1865-1881. Þá vil ég geta þess að Þorbjörg Benónýsdóttir, f. 1. febr. 1862 átti tvær alnöfnur, sem vom alsystur hennar: Þorbjörg Benónýsdóttir, f. 19. maí 1850 á Núpi undir Eyjafjöllum, d. 1. sept. 1851 og Þorbjörg Benónýsdóttir, f. 26. maí 1868 að Ormskoti undir Eyjafjöllum, d. 6. jan. 1949 í Reykjavík, ljósmóðir í Miðneshreppi, Gull. Þá endurtek ég spurninguna: Hvað varð um tvo yngri syni Sigurðar Bjarnasonar og Þorbjargar Benónýsdóttur? Ef einhver veit eða hefur einhverjar vísbendingar þar um er hann/hún vinsamlega beðin um að hafa samband við undirritaðan. Einar Ingimundarson, Brekkubraut 13, 230 Keflavík Sími 421-1407, Netfang einaringim@ simnet.is Svörin sendist einnig til Fréttabréfsins netfang gudfragn@mr.is http://www.ætt.is 2 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.