Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007 á það, að ef hann færi frá Rófu, væri óvíst hverjum Ragnhildur fylgdi, sér eða Jónasi bónda, og ef hún sliti samvistum við Jónas, myndi hún fara með meiri fjárhlut en sex ær. Hins vegar mætti hann gjarnan heyra fleiri skilorð sér til handa, ef nokkur væru. Jóhann sagði það skyldi fylgja þessum kaupum, að Elías skyldi ná ástum Snjólaugar, konu Benjamíns, og láta skamman frest á verða. Elías kvað sér það ekki að vanbúnaði og fannst það á að hann var fús til fjárins og nokkurrar tilbreytni í ástum. Þeir festu nú þessa samninga með sér með handsölum. Fór Jóhann heimleiðis um kvöldið, og liðu nú fram stundir. Ekki leið langt um, er þær fréttir fóru að kvisast um sveitina, að mjög væri skipt um hug Ragnhildar húsfreyju á Rófu í garð Elíasar vinnumanns. Heyrðu ýmsir hana kasta orðhreytingi og ónotum til hans við mörg tækifæri, og var það ólíkt því, sem áður var, er hún mælti margt eftir honum og gerði veg hans sléttan eftir mætti. En sambúð hennar og Jónasar varð nú miklu hægari en áður. Hitt þótti þó meiri tíðindum sæta, að allt var nú á tjá og tundri á heimili Benjamíns og Snjólaugar. Höfðu samfarir þeirra hjóna verið góðar til þessa en á þeim mánuðum varð á mikil breyting til hins verrra, því Snjólaug fráhverfðist mjög bónda sinn, sleit rekkjuvistum við hann og flest varð þeim nú til sundurþykkis. Fylgdi það þessum sögum, að Elías vinnumaður væri orðinn fráhverfur Ragnhildi með öllu, en hefði snúið ástum sínum til Snjólaugar, konu Benjamíns, og fóru þau ekki dult með samdrátt sinn, en Benjamín nýttist ekki af konunni. Næsta vor skyldu þau Benjamín og Snjólaug hjónaband sitt og fluttist hún þá að Aðalbóli í Austurárdal, og var hún þá þunguð eftir Elías. Fæddi hún son að ákveðnum tíma, er Jón hét og gekkst Elías við faðerni hans. Benjamín bjó á Rófu næstu misseri og hafði ráðskonu, en heldur fórþáhag hans hnignandi, og árið 1838 seldi hann Jónasi Bjamasyni, sambýlismanni sínum, sinn hluta í jörðinni og fluttist með Bergþór, son sinn, að Þverá í Vesturhópi. Elías Hálfdánarson fór alfarinn frá Rófu um vorið 1836 og fluttist þá norður í Eyjafjarðarsýslu. Hann valdi sér sex vænar ær úr búi Jónasar, eins og samningar stóðu til, og þótti Jónasi bónda hann hafa til þeirra unnið, eins og málum var þá komið, og betur, er hann náði tangarhaldi á allri jörðinni. Jónas bjó á Rófu til dánardægurs og þótti góður bóndi. Hann andaðist árið 1858. TÖFRAR ÆTTFRÆÐINNAR Ættfræði töfrar marga, sem við hana taka að fást, Ættfræðingum leikur jafnan hugur á að vita meira og meira, og er slíkt sízt lastvert. Má og þakka hinum fyrrum mönnum það, sem þeir hafa skráð í þeirri grein og varðveitt þar með frá gleymsku. Þeir menn, sem nú leggja stund á þau fræði, eru nytjamenn og því alls góðs maklegir. En rannsóknir um ættfræði þurfa að vera traustar. Hugkvæmi og ímyndunarafl skal þar og til, enda má margt, sem í fyrstu var tilgáta, reist á veikum grundvelli, eða jafnvel kölluð ímyndun ein, síðar verða svo rökum stutt, að ekki verði um villzt. En það tekur jafnt til ættfræðinga sem annarra rannsóknamanna, að þeir mega ekki telja neitt víst, sem ekki er það. Þeir mega, sem aðrir menn, telja eitthvað líklegt eða ólíklegt, sem ekki eru fulltraust- ar heimildir um, en þeir mega hvorki telja það ómögulegt, sem vera má, né það fullvíst, sem um má efast af skynsamlegu viti. Hugkvæmni er þarfaþing í ættfræðirannsóknum, en skáldskapur einber á þar ekki vel heima. Ættfræði er að nokkru hagnýt grein í sögurann- sóknum. Mikill hluti sögu Islands er tengdur við stórættir landsins, t.d. saga þrettándu aldar við Ásbirninga, Haukdæli, Oddaverja og Sturlunga, fimmtándu aldar við niðja Grundar-Helgu og Einars Eiríkssonar í Vatnsfirði. Fjölmargir viðburðir verða ekki skýrðir, nema menn viti ættarsambönd þeirra manna, sem við þá eru riðnir. Og því er sagnfræðingi nauðsyn að kunna skil á ættum helztu manna þeirra tíma. En rannsókn á þeim er honum ofraun í viðbót við annað, sem hann þarf að rannsaka. Ættfræðingar eru þar aðstoðarmenn hans. Rannsókn á ættum manna, sem engin spor marka fjölda manna framar, skiptir landssöguna litlu máli eða engu. En marga fýsir að vita nokkuð um forfeður sína, að tengja sig við liðna tímann að nokkru leyti. Geta ættfræðingar einatt glatt marga með þeim hætti. Er sú glaðning ekki óþarfari eða minna virði en t.d. sú ánægja, sem skáld eða leikari veitir mönnum með sínum verkum. En ættvísin mun almennt vinna annað enn þarfara hlutverk. Kunnugleiki manna um ætt sína og annarra mun örva þjóðfélagskennd þeirra og ættjarðarást. Hann mun skapa þeim ríkari skilning á því, að þeir séu einn hlekkur í þeirri keðju, sem bindur saman fortíð og framtíð, og að þeir séu og eigi að vera ein hinna mörgu starfandi frumna í þjóðfélagi sínu til hagsmuna öldum og óbomum. Einar Arnórsson lögfrœðingur og ráðherra f 1880 d. 1955 Arfsagnir og munnmœli (84. bls.) Blanda VII1940 - 1943. Guðjón Oskar Jónsson sendi. Fyrirsögnin er blaðsins. http://www.ætt.is 17 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.