Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 24
22 TÍMARIT T>J ÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA til sín, það lýsir sér í orðum hans. En það finnum við öll, að hærra hefir Ingjaldur mátt meta manngildi sitt eft- ir þenna fund, heldur en hinn. Annar hækkaði í verði, hinn lækkaði. Ef eg mætti vona, að dýrtíð sú og óöld, sem nú stendur yfir, hefði slíka verðhækkun í för með sér, — verð- hækkun mannssálarinnar, — þá væri gaman að lifa, því að sú verðhækkun yrði 'þyngri á metunum en alt annað. Sögulesturinn á íslandi hefir átt drjúg- an þátt í því, að auka manngildi ís- lendinga. A'f líkum dæmum og þessu, sem eg nefndi, úr Gísla sögu Súrssonar, eru sögurnar okkar fullar. Þar er brugðið upp fyrir okkur hverri mynd- inni annari fegurri af sannri göfug- mensku. En nú bregður upp fyrir hugskots- sjónum mínum annari mynd, gagn- ólíkri; mynd, sem eg sjálfur hefi séð. I ungdæmi mínu voru til flakkarar á íslandi, ýmiskonar auðnuleysingjar, og stundum býsna einkennilegir. Einn af þeim, sem eg þekki, var alveg ein- stakur í sinni röð. Hann hét Jón Repp, eða er kunnastur undir því nafni- Hann hét reyndar Jón Jóns- son. Hann var sveitungi minn, ætt- aður úr því bygðarlagi á Suðurlandi, sem í daglegu tali er kallað Hrepparn- ir. Jóni þessum þótti nafn sitt og föðurnafn heldur tilkomulítið og vildi hvorugt láta heyrast. Hann tók sér því ættarnafnið Repp, eftir sveitinni sinni. En honum var líka lítið um skírnarnafnið, vildi því ekki láta á- varpa sig Jón Repp, heldur aðeins: herra Repp. Hann var af góðu fólki kominn, myndarlegu bændafólki, en tók sig út úr frændliði sínu, þóttist of góður til að vinna venjulega sveita- vinnu, og lagðist í flakk. Mest þótti honum varið í að umgangast ýmsa “heldri” menn í Reýkjavík, sem drógu hann sundur í háði og æstu upp í hon- um hégómaskapinn, til þess að geta hlegið að honum. Þeir léðu honum eða gáfu honum uppgjafaföt af sér, sem einhverntíma höfðu verið fínustu spariföt. Og karlinn var ekki lítið upp með sér, þegar hann kom í þeim fötum heim í sveitina sína aftur. Þá vildi hann láta taka sér svo sem hann væri einhver velgerðamaður þjóðar- innar, eða stórhöfðingi, bjóða sér til stofu, og sitja marga daga í góðum fagnaði á helztu bæjunum. Eg man, hvað unglingum og gárungum var dill- að, er þeir sáu hvernig Jóni Repp tókst að leika stórhöfðingjana í lafafrakk- anum og með tilgerðarnafnið. Það var svo skoplegt að varla var unt að verjast hlátri- Allir fundu, hve þetta var lítilmannlegt, að keppa svo fasl eftir því að sýnast annar en hann var. og heimskulegt að ímynda sér, að nafnið og fötin gætu vilt nokkrum manni sýn. íslenzkan er löngum orðheppin. Hún á smellið orð um slíka menn. Þeir eru kallaðir uppskafningar. Mér dett- ur altaf Jón Repp í hug, þegar eg heyri það orð nefnt. Uppskafningar eru alstaðar til- Og þið verðið að fyrirgefa mér, þó eg segi ykkur, að eg hefi heyrt það nafn nefnt í santbandi við suma Vestur-Is- lendinga. Eg hefi heyrt getið um menn, sem ekki eru alveg ólíkir Jóni Repp, menn, sem vilja helzt ekki kann- ast við ætterni sitt, vilja dylja þjóðerni sitt. Þeir breyta nöfnum sínum, ekki einungis föðurnafni, heldur einnip skírnarnafni, á einhvern þann veg, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.