Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 50
48 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNLSFÉLAGS ISLENDINGA þó þú værir úti alla nóttina. — Jæja, nú verðum við víst að fara.” Þegar Sólrún kom út, beið Hansín? fyrir utan dyr nýlenduvörudeildarinn- ar, og barðist við regnhlífina, sem vildi fyrir hvern mun snúa út á sér ranghverfunni. Sólrún saup hveljur. “En hvað hann getur verið kaldur!” Það fór hrollur um hana, hún þrýsti sjalinu bet- ur að hálsinum. “Er þér ekki kalt, Hansa,” “Nei, ónei. En það er ekki að marka, eg klæði mig með svolítilli skynsemd, er í ullarbol og tvennu. —1 Blessuð vertu, eg veit að það er dóna- skapur, að kalla þessar flíkur annað en “undirföt”. — Svo sef eg átta stundir á hverjum sólarhring, og dansa mig ekki dauð-uppgefna tvisvar í viku.” “En hvað þú getur ýkt, góða Hansa! Hvenær hefi eg dansað tvisvar í viku?’ “Eg man ekki betur en að þú værir suð’r í Firði fyrsta sunnudag í einmán- uði, og á einhverju skralli hér næsta laugardag.” “Ó, bara í það eina skifti. Góða, bezta Hansa, maður er ekki ungur nema einu sinni.” “Nei, maður er ekki ungur nema einu sinni! ” — Hansína hló kuldahlátur. “Og ungdómurinn getur — eins og sag- an í “Fréttum” — hætt í miðju kafi.” “Þú ert svo hræðilega svartsýn og gamaldags. — Hætt í miðju kafi! Hvaða dylgjur eru það nú?” “Eg meina bara það, að hún Hansína mín vildi ekki kaupa hlutabréf í stúlku sem aldrei fær hálfan svefn, stúlku sem svelgir skippund af ryki vikulega,, stúlku sem gengur ber ofan á bringu. sem hefir baðmullar hýalín næst sér og lérefts —” “Amen, hallelúja!” “Eg veit svo sem, að eg ætti ekki að vera að skifta mér af, hvað þú ger- ir, Rúna; en það er eins og eitthvað reki mig t’l þess, jafnvel þó eg viti að það endi með því, að þér verði illa við mig fyrir afskiftasemina. — Manm getur svo hæglega orðið illa við fólk, sem vill manni vel- — En eg hefi of-oft séð, hvar stúlkur lenda, sem -—- sem skemta sér á þína vísu. Sumar hafa farið í hundana, en aðrar að Vífils- stöðum.” “Vífilsstöðum! ” “Já, eg sagði Vífilsstöðum, þú fyrir- gefur. — Ef eg hefði gengið með kvef í þrjá mánuði; ef eg þyrfti að taka sauma úr pilsstrengjunum mínum; eí eg liti út eins og nýdiefluð flaggstöng — ef eg hefði ekki hálfa lyst, og yrði gagndrepa af svita á hverri nóttu — eg myndi í það minsta gera tilraun til að ganga í sjúkrasamlagið. Já, eg meina það. — Eg vona að Guðríður hafi munað eftir að kaupa í soðið fyrir okkur,” bætti Hansína við, um leið og hún gekk þunglamalega upp bakstigc á húsi við Bræðraborgarstíginn. Þær leigðu þar í sameiningu norðurherberg’ undir súð. Ofninn hafði roðabletti, og stór ýsa lá á kassanum fyrir utan dyrnar. “Það er ekki að tala um það; eg verð að klára kjólinn á Mundu Guðríð- ar í kvöld. Það hefir komið sér vel 'fyrir mig, að eg lærði að halda á nál, áður en eg fór í Kjaldals búðina, ann- ars mundum við oftar koma að köld- um kofunum, —- Guðríður er bezta manneskja, hvað sem hver segir. — Taktu af þér sjalið, farðu úr skónum og legðu þig upp, meðan eg sýð ýs- una.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.