Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 59

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 59
TVÆR SÖGUR 57 Jæknirinn voru tvær meðal almanaks- gátur. Svo labbaði hún ofan á síma- stöð. ‘ Leifi? Heyrðu! Fg þarf endilega að tala við þig í kvöld. — Já, já, auð- vitað er eg á fótum. — Néi, eg er ekki búin að fá herbergi. — Æi nei, ekki “Land”. — Tiktúrur! Við getum nú talað um það í kvöld. — Hvar? A horninu á “Uppsölum”. — Já, Landa- kotsmegin -— hálf 9. — Já, áreiðan- lega. Sæll.” “Hvað eiga þessar vífllengjur og tiktúrur að þýða, að vilja fara að leita uppi einhverja sveitafólks kaffi-holv inni á Laugavegi?” sagði Leifi önug- lega um leið og hann sneyddi fyrir poll á götunni. — “Og þú ert enn í fangelsi hjá Hönsu hex?” “Eg fer þaðan á fimtudaginn,” svar- aði Rúna lágt, án þess að líta upp. Hann þrýsti hönd hennar og hvísl- aði blíðlega: “Nú, það var þetta, sem þú ætlaðir að segja mér. — Við skulum snúa við og fara inn á “Land”. Eg skal traktera þig á öllu því súkku- laði, sem náunginn þar hefir.” “Það er fleira, sem eg þarf að segja þér.” “Þú getur eins sagt mér það nið’r á ‘Landi’.” “Nei, eg get ekki sagt þér það niður á ‘Landi’.” Þau gengu frarríhjá timbur-porti: “Gisting fyrir ferðamenn, hestar geymdir”. “Átti eg ekki á von! Þetta er ein- hver óþverra holan. Þú ætlast þó ekki til að eg fari hérna inn? Eg gæti ekki verið þektur fyrir það! ” “Dálítið lengra. — Hérna er það.” Þau komu inn í hálfkalda, dimma stofu, með þrem smáborðum, með mis- munandi hreinum dúkum. Þau tóku sér sæti. Leifi sló stafnum nokkrum sinnum í borðið, eftir að hann hafði árangurslaust svipast um eftir borð- klukku. Ung kona, með barn á handleggn- um, kom inn í stofuna. “Hvað hafið þér á boðstólum? Kaffi, súkkulaði og heimabakað?” “Nei, við höfum aðeins kaffi og Vínarbrauð — og svo límonaði og kex.” Leifi leit ásökunaraugum til Rúnu.— “Kaffi og vínarbrauð fyrir tvo. Þarf maður að bíða lengi?” “Nei, eg hefi heitt á könnunni,” svaraði konan, og skelti hurðinni á eft- ir sér. “Heitt á könnunni! Það er víst dá- gott skolavatn. — Eg er æði forvit- inn að heyra þetta merkilega, sem þú ætlar að segja mér. Þú ert eitthvað svo álvarleg. Hann teygði sig yfir borðið og ætlaði að kyssa hana. “Uss, elsku góði, konan getur kom- ið á hverju augnabliki.” Það var orð og að sönnu; konan kom rétt í þessu með rjúkandi kaffi og vínarbrauð, á bakka. “Hana! Þar erum við óhult. Láttu það nú koma, alt þetta merk’lega, sem þú ætlar að segja mér. — Mér finst nú satt að segja, að þú sért þegar búin að því-” “Léifi! Eg fer — fer burt úr bæn- um á fimtudagsmorguninn. Eg verð að fara — verð — verð —” “Ferð — burt — úr — bænum!” Hann ýtti bollanum svo harkalega til, að dúkurinn fékk væna ágjöf. — “Sagðirðu: Fer burt úr bænum? Eða misheyrðist mér?” Hann krepti hnef-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.