Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 109

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 109
ÞJ ÓÐRÆKN ISiSAMTÖK 107 vilji. Þó varð það til þess að halda huganum vakandi um stundarsakir fyr- ir hinu verklega og ytri afkomu manna. Það kom upp nokkru bókasafni. Tilfinningarnar voru næmar fyrir öllu því, sem snerti ísland og sögu þess, og þá auðvitað þjóðina sjál'fa. Öll viðurkenning innlendu þjóðarinnar á ágæti íslendinga að fornu eða nýju, var gripin fegins hendi hvaðan sem hún kom. Um þetta leyti var allmikið rætt um Ameríkufund Islendinga og Norð- manna, einkum austur í Bandaríkjun- um. Var nú Bandaríkjaþjóðin að kynnast Scandinövum fyrst fyrir al- vöru, og með viðkynningunni sögu Norðurlanda. Deilur stóðu um það mi’lli Sögufélagsms í Boston og pró- fessors E. N. Horsfords við Harvard- háskólann, hvort takandi væri mark á því, sem sagt væri um Vínlandsfund Leifs Eiríkssonar í fornsögunum ís- lenzku. Minnisvarði var reistur Leifi Eiríkssyni í Boston, og gengust fyrir því Mrs. Ole Bull (ekkja fiðluleikarans fræga), Miss Longfellow (dóttir skáldsins H. W. Longfellows), Miss Peabody og Miss Whitney er samdi uppdráttinn að myndastyttunni. Um sama leyti ritaði kona nokkur í Boston, Miss Marie A. Brown, bók um Ame- ríkufund íslendinga (“The Icelandic Discovery of America”, Lond. 1887), þar sem því var haldið fram, að Leifur Eiríksson, en ekki Columbus, hefði verið fyrsti Norðurálfumaður er heim- sótt hefði Ameríkustrendur. Gaf hún og út tímarit þessu máli til styrktar- Komast vildi hún til Rómaborgar og fá að leita í skjalasáfni páfans að skjölum, sem hún taldi sjálfsagt að þar væru, er öll tvímæli tækju af í þessu efni. Bænaskrá samdi hún til nefnd- ar þeirrar, er stóð fyrir 100 ára af- mælishátíð Bandaríkjanna (1889) þess efnis, að nefndin viðurkenni Ame- ríkufund Leifs. Þá barðist hún og fyrir því að koma á fót félagi, er átti að bera náfnið “T’he Icelandic Dis- covery Association”, og vildi hún að það stæði í deildum út um alt land. í þessu skyni mynduðust allmörg “Leifs-félög” meðal Scandinava í Massachusetts og víðar. Afrit af þessari bænaskrá Miss Brown’s barst í hendur ungum manni íslenzkum, er þá stundaði nám við Luther College þeirra Norðmanna í Decorah í Iowaríki, Daníel J. Laxdal (syni Gríms Laxdals á Akureyri), síðar málafærslumanni í Cavalier í Norður- Dakota (d. 1914). Sendi hann nú afrit þetta til Winnipeg, og tók “Hið íslenzka þjóðmenningarfélag” það að sér að safna undirskriftum og komu um 600 nöfn á bænaskrána á skömm- um tíma. Sendi Frímann svo bæna- skrána austur aftur til Miss Brown. En lítinn byr fékk þessi uppástunga henn- ar hjá forstöðunéfnd hátíðahaldsins. Ekkert varð heldur úr Rómaför Miss Brown; giftist hún skömmu þar á eft- ir og datt þetta mál svo niður. En um tíma hafði það heilmikla þjóðernislega vakningu í för með sér. “Þjóðmenn- ingarfélagið” féll og brátt úr sögu eft- ir þetta. Þetta sama ár var efnt til kapp- göngu í Winnipeg, og verðlaun gefin þeim, sem drýgstir yrðu á sprettinum. Fór leikur þessi fram í skemtigarði, er Victoria Park nefndist, og fyrir hon- um stóð innlent félag. Kappgangan var hafin 16. júní um morguninn og stóð í tvo daga, 12 stundir á dag. Þrír
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.