Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 8

Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1999 íslensk hreinsiefni fyrir íslenska mjólkurframleiðendur Vbrblboð í tiiefni hækkandi sólar og komu vorsins bjóðum við Þvol extra sem kaupauka með okkar vinsæla þvottadufti iP 456 fyrir mjaltakerfin, tankana ofl., sem nú er komin í nýjar umbúðir,! 0 Itr fötur (sterkar og endingargóðar) Og aSfit þetta ó sanriB có'ðs verðémj. Hafið samband við okkar endursöluaðila um land allt. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Mikilvægur samningur nm vallarfoxgras Rannsoknastofnun landbúnað- arins hefur nýlega samið við fjögur plöntukynbótafyrirtæki á hinum Norðurlöndunum um frærækt, markaðssetningu og hlutdeild í arði af nýjum yrkjum af vallarfoxgrasi sem koma á markað á næstu árum. Að- dragandi samningsins er all- langur enda langtímaverkefni að kynbæta ný yrki. í upphafi níunda áratugarins hófst sam- starf um kynbætur túngrasa fyrir ísland, Grænland og nyrstu héruð Skandinavíu sem styrkt var af Norrænu ráðherra- nefndinni. Verkefnið hefur gengið undir nafninu Nordgras. Starfsmenn RALA hafa lengst af leitt samvinnuna og verkefnisstjóri er dr. Áslaug Helgadóttir,. sviðsstjóri jarðræktarsviðs. Vallarfoxgras er mikilvægasta grastegundin í tún- rækt á norðurslóð og þess vegna var lögð áhersla á að kynbæta þá tegund.. Árangurinn er nú að koma í Ijós. Von er á tveimur nýjum yrkjum úr þessu samstarfi. Þau eru í formlegri prófun á tilraunastöðv- um á öllum Norðurlöndunum og verða væntanlega komin á markað eftir þrjú ár. Þessi yrki munu auka öryggi í ræktun túna hér á landi og á norðurslóð hinna landanna. Einnig er vonast til þess að markaður verði fyrir yrkin í Kanada Alaska og jafnvel víðar. Ef vel tekst til skilar yrkisrétturinn (höfundarréttargjald) hagnaði til RALA en þeir sem væntanlega bera mest úr býtum eru íslenskir bændur sem fá betri yrki til ræktunar. Búfræðingar - kúabú Við leitum að fjölskyldu með reynslu af bústörfum, til að sjá um mjólkurþátt kúabús á Vesturlandi. Öll aðstaða í góðu lagi heitt vatn og nýtt bjálkabyggt einingahús sem reist yrði sérstaklega fyrir við- komandi. Grunnskóli í 5 km fjarlægð - skólabíll. Kvóti er rúmlega 130 þús. lítrar. Laun reiknuð sem hlutfall af mjólkurframleiðslu. Hér er um hvetjandi starf til a.m.k. 7 ára. Nánari uppl. í síma 566-8630 e.kl. 20. Sláturfélag Suðurlands hefur hafið innflutning á tilbúnum áburði frá Norsk Hydro, stærsta áburðarframleiðanda heims. Áburðurinn er afhentur í stórsekkjum frá Grundartanga og Þorlákshöfn. Flutningsstyrkur er 500 kr. á tonn í Vestur-Skaftafellssýslu, Dalasýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. Staðgreiðsluafsláttur er 3% í apríl og 2% í maí. Tryggðu góða sprettu með góðum áburði, túnin græða á því. Nánari upplýsingar og móttaka pantana hjá SS, Fosshálsi I, Reykjavík í síma 575 6000, netfangi birna@ss.is og fax 575 6090. Tegund N PzOs K2O Ca S Mg B Verð kr./tonn Verð kr./tonn án vsk. með vsk. Hydro 5 I5 I5 I5 3,3 20.697 25.768 Hydro 7 2I 8 I2 I.8 2,7 1,2 0,02 19.592 24.392 Hydro 8 I7 I0 I6 2,3 2,2 1,2 0,02 19.124 23.809 Hydro 9 27 6 6 1.2 19.650 24.464 Takmarkað magn HYDRO

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.