Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 14

Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 14
I 14 BÆNDABLAÐIÐ Landsman Special 4x4 100 hö. Verð kr. 2.900.000 án VSK Landsman Eco 4x4 90 hö. Verð kr. 2.600.000 án VSK SANNARLEGA BUBOT Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. Járnhálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 587-6500 • Fax 567-4274 Óseyri • 603 Akureyri • Sími 461-4040 • Fax 461-4044 Samband garðyrkjubænda Ötboð hafa lækkað kostnað garðyrkjubænda Samband garðyrkjubænda hef- ur á undanförnum árum kapp- kostað að lækka kostnað garð- yrkjubænda m.a. með fram- kvæmd útboða á ýmsum tækjum og rekstrarvörum fyrir garð- yrkjuna. Einnig hefur S.G. unn- ið að verðlækkunum á trygging- um ^g kolsýru. Árið 1997 var haldið „lampa og peruútboð" þar sem fyrirtæki sendu inn tilboð í gróðurhúsa- lampa og perur. Verðlækkanir m.v. listaverð voru um og yfir 30% og má nefna að einn fram- leiðandi sparaði 2 milljónir króna með þátttöku í útboðinu! í kjölfar Kanadaferðar í nóvember 1997 var ákveðið að bjóða út viftur í gróðurhús og voru allir sammála um að lækkað verð var ekki eini 'osturinn. Með notkun viftnanna -itnaði loftslag í gróðurhúsunum sem hefur jákvæð áhrif á plöntum- ar og starfsfólk og skilar þannig auknum arði. Einnig var efnt til útboðs á steinullarmottum og kubbum á síðasta ári með góðum árangri. Unnsteinn Eggertsson, fram- kvæmdarstjóri Sambands garð- yrkjubænda. sagði áhrif útboða vera margs konar. „í fyrsta lagi hagnast bændur á þeim, markaðs- verð á viðkomandi tækjum eða rekstrarvörum lækkar til lengri tíma litið og viðhorf bænda til við- komandi útboðsaðila, t.d Sam- bands garðyrkjubænda, verður já- kvæðara. Það væri hins vegar gott að hagsmunasamtök eins og bún- Þriðjudagur 4. maí 1999 Kaupfélag Eyfirðinga og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Ganga fll samstarfs ummat- vælagarO Kaupfélag Eyfirðinga og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins hafa undirritað samstarfssamn- ing um samvinnu í öflugum Matvælagarði. Markmið sam- starfsins er að skapa umhverfi fyrir hagnýtar rannsóknir, þjónustu, ráðgjöf og fræðslu sem standast skal ströngustu kröfur sem gerðar eru til slíks umhverfis hvað varðar alian aðbúnað. Um allnokkurt skeið hefur verið í gangi umræða um að stofna þyrfti til sameiginlegra matvæla- rannsókna, ráðgjafar, vöruþróunar og kennslu með það að markmiði að byggja upp fagleg vinnubrögð og ná fram þagkvæmni í þessum verkefnum. í matvælaframíeiðslu- greinunum er til staðar mikil þekking og myndi slíkt setur auð- velda þekkingaryfirfærslu á milli einstakra greina. Leitað samstarfs við HA Á fundi ríkisstjómarinnar sl. þriðjudag var samþykkt tillaga um að stofna Matvælasetur Háskólans á Akureyri. Matvælagarður KEA og RF mun leita eftir samstarfi við Háskólann á Akureyri um upp- byggingu Matvælasetursins sem tekur til starfa 1. janúar 2000. Eftirtaldir þættir munu verða þungamiðjan í starfsemi Matvæla- garðs KEA og RF: Rannsóknir, ráðgjöf, þjónusta og fræðsla. Sem dæmi má nefna rannsóknir varðandi vömþróun og nýsköpun, ráðgjöf á sviði innra eftirlits og varðandi vottun, mæl- ingar efna, gerla og aðrar mæling- ar og prófanir tengdar matvæla- framleiðslu auk kennslu og nám- skeiða fyrir starfsfólk fyrirtækja. Tekur til starfa á árinu Miðað er við að Matvælagarð- urinn taki til starfa á þessu ári og er þess vænst að fleiri framleið- endur sjái sér hag í því að koma að þessu samstarfi. RF mun tryggja að trúnaðarupplýsingum sem aflað er í samstarfi við þriðja aðila sé haldið leyndum. aðarsamböndin væm með ráðgjafa á sinni könnu sem veiti bændum ráðleggingar við þarfagreiningu og val á tækjum. Þannig væri hægt að draga úr hugsanlegum óþarfa fjár- festingum sem ég held að séu miklar í landbúnaðinum. Þeir sem mest em á móti þessum vinnu- brögðum em umboðin, þ.e. selj- endur viðkomandi tækja eða rekstrarvara, en slíkt kemur bænd- um kannski lítið við enda em þeir vonandi að reka sín fyrirtæki með hagnaðarsjónarmiði eins og nú- tímaviðhorf segja til um. Það er ekki nokkur vafi á.því að við mun- um halda þessu áfram einfaldlega vegna þess að þetta skilar bændum beinhörðum peningum. Hug- myndir um hvað skuli boðið út eiga að koma frá bændum sjálfum og þannig hefur það verið hjá okkur.“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.