Bændablaðið - 04.05.1999, Qupperneq 24

Bændablaðið - 04.05.1999, Qupperneq 24
24 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 20. apríl 1999 Nýjar viðræOur um alþjóOleg viöskipti með búvfirur í——"----------------------------- Niðurstöður úr síðustu við- ræðulotu í alþjóðlegum samning- um með búvörur, svokölluðum Uruguay-viðræðum innan GATT, tóku gildi árið 1995. Ein af nið- urstöðum þeirra viðræðna var stofnun Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar, WTO, sem eftirleiðis hefur þessar viðræður með höndum. Ný viðræðulota er nú að hefj- ast og hefur margt breyst síðan síðustu lotu lauk. Þar má nefna efnahagskreppu í Suðaustur-Asíu, Rússlandi og Brasilíu. Þá hefur verðfall á mörgum mikilvægum búvörum dregið sterkar fram í dagsljósið þörfina á „öryggisneti“ fyrir afkomu bænda, jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem meiri trú en víðast hvar annars staðar nkir á því að markaðurinn ráði við verð- sveiflur á búvörum. I Bandaríkjunum hefur stefn- unni í landbúnaðarmálum verið breytt síðan Uruguay-viðræðulot- unni lauk, þar sem bændum var veitt fullt frelsi til að framleiða allar búvörur á eigin ábyrgð. Það frelsi hefur leitt til mikilla hremminga fyrir þá, þar sem markaðir drógust saman um sama leyti og verð á búvörðum lækk- aði. Nú þurfa Bandaríkjamenn að ákveða hverju þeir vilja fá fram- gengt í næstu viðræðulotu. ESB hefur náð samkomulagi um breytta landbúnaðarstefnu sína, jafnframt því sem skref hafa verið stigin í þá átt að lönd í Austur-Evrópu fái aðild að sam- bandinu. Þá hefur kúariðan, umræða um erfðabreyttar nytjajurtir og bakteríur, sem lyf vinna ekki á, aukið áhuga neytenda á fram- leiðsluaðferðum í landbúnaði. Allar þessar breytingar og spumingar, sem ekki hefur verið svarað, auka á óvissu í kringum þá samningalotu sem fyrir dyrum stendur innan WTO. Erfiðar spurningar Eins og er er óljóst um hvað verður fjallað í næstu samningum. Meðal mikilvægra atriða verða þó innri stuðningsaðgerðir landa við landbúnað sinn, hvenær dregið skuli úr þeim og hvenær þær skulu vera heimilaðar, enn frekari samdráttur á útflutningsbótum, enn opnari viðskipti milli landa og nýjar reglur um hvenær beita megi viðskiptahindrunum vegna sjúkdómahættu. Meðal mála sem rædd verða, m.a. að tillögu ESB, er fjölþætt hlutverk landbúnaðar, þ.e. auk ; \ matvælaframleiðslu, hlutverk hans að varðveita byggð í dreif- býli, sem atvinnuskapandi þáttur og sem þáttur í umhverfisvernd. Þetta er í fyrsta sinn sem síð- astnefndu þættimir komast á dag- skrá í alþjóðlegum viðskipta- samningum um landbúnað og margir álíta að það muni einkum leiða til aukinna stuðningsað- gerða við landbúnað. Allar horfur eru á að það ferli sem hófst með Uruguay-lotunni haldi áfram í næstu lotu, þ.e. að frelsi í viðskiptum aukist. Bandaríkin hafa lýst því yfir að ljúka eigi samningum að þessu sinni á þremur árum miðað við nk. áramót. Litlar líkur eru taldar á að það takist. Breytilegar aðstæður, ný og flókin vandamál og deildar meiningar eiga að öllum líkindum eftir að tefja þar fyrir. (Internationella Perspektiv nr. 12/"99). Stytt og snarað ME. V J Framleiösla og sala bóvara í mars Óhætt er að segja að síðustu mánuðir séu tími nokkurra sviptinga þegar litið er á tölur um framleiðslu og sölu búvara. Mjólkurframleiðsla er umtalsvert meiri en innanlandsmarkaður tekur við og er nánar fjallað um það mál annarsstaðar í blaðinu. Sviptingar á kjötmarkaði halda áfram og jafnframt stækkar heildarmarkaðurinn. Síðustu tólf mánuði hafa selst ríflega 17.800 tonn af kjöti. Við skoðun á tölum um sölu í mars verður þó að hafa í huga að sala fyrir páskahelgina er væntanlega í meira mæli inni í marstölum nú en í fyrra, en þá bar pálmasunnudag upp á 1. apríl. Ekkert lát virðist á sókn alifuglakjöts. Sala þess óx um 42,4% samanborið við sama mánuð í fyrra og á tólf mánaða tímabili nemur söluaukning 32%. Athygli vekur einnig mikil aukning í framleiðslu og sölu kalkúnakjöts, salan hefur aukist um 162% síðustu tólf mánuði. Svínakjötsframleiðsla hefur farið vaxandi síðustu mánuði og sala að sama skapi, jókst um tæp 17% í mánuðinum og um 11% á síðustu þremur mánuðum. Framleiðsla og sala nautgripakjöts er nokkuð jöfn, þó hefur sala verið fremur góð það sem af er árinu, aukist um 5,5% saman borið við sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur kindakjöt heldur látið undan síga, eftir góða sölu á síðasta ári, sala síðustu þrjá mánuði hefur dregist saman um ríflega 5% og markaðshlutdeild þess er nú um 39%, einu prósentustigi minni en á sama tíma í fyrra. Þá hefur hrossakjötssala dregist saman á undanförnum misserum. Verð á mjðlk til bænda víðsvegar um heiminn, US$/100 kg 1997 Danmörk 35,67 Holland 33,76 Bretland 29,68 Svíþjóö 38,04 ESB meöaltal 35,10 Pólland 19,80 USA 26,43 Ástralía 21,16 Nýja Sjáland 18,70 Japan 66,52 Island 77,32 ísland umreiknað á meðalkaup- gengi US$ 1997 (70,78 ISK/US$), beingreiðslur, 47,1% innifaldar, staðalmjólk, 3,98% fita til 1/1 til 1/9 en 3,94% síðan út árið. ESB lönd 3,7% fituinnihald í mjólk Heimild: Bulletin of the Intemational Dairy Federation N°333/1998 Markadsmál Erna Bjarnadóttir Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir mars 1999 Framleiðsla Mars Apríl '98 Apríl '98 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % 1999 mar.99 mar.99 mars '98 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Kindakjöt * 37.922 40.528 8.195.284 109,4 90,7 3,8 42,5 Nautakjöt 303.183 885.172 3.484.350 10,7 4,8 0,8 18,1 Svínakjöt 433.165 1.003.346 3.983.991 12,8 10,8 0,6 20,7 Hrossakjöt 58.652 208.944 841.806 85,0 30,9 4,0 4,4 Alifuglakjöt 204.286 621.042 2.759.982 -3,6 4,1 27,0 14,3 Samtals kjöt 1.037.208 2.759.032 19.265.413 12,5 9,1 5,3 100,0 Innvegin mjólk 9.742.741 28.224.340 109.203.945 16,06 14,10 7,05 Egg 204.326 567.259 2.356.488 12,9 8,9 4,1 Sala innanlands Kindakjöt 545.254 1.519.361 6.942.854 -5,7 -5,2 2,7 38,9 Nautakjöt 312.317 884.775 3.559.220 7,8 5,5 3,4 20,0 Svínakjöt 421.778 983.765 3.984.337 16,7 11,0 1,2 22,3 Hrossakjöt 37.780 132.882 518.094 -4,0 -6,0 -3,4 2,9 Alifuglakjöt 266.979 751.816 2.823.649 42,4 37,2 31,8 15,8 Samtals kjöt 1.584.108 4.272.599 17.828.154 8,7 6,3 6,0 100 Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 9.507.314 24.365.785 100.070.152 10,87 1,74 0,68 Umr. m.v. prótein 9.542.994 25.815.517 103.317.450 7,13 1,45 0,02 Egg 142.842 688.844 1.958.573 4,8 31,5 -6,3 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá því í september 1998.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.