Bændablaðið - 04.05.1999, Qupperneq 16

Bændablaðið - 04.05.1999, Qupperneq 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1999 hún hins vegar sitt fyrsta hross alveg frá grunni eins og reyndar flestir bekkjarfélaga hennar. Hún segir að þessi vetur hafi verið mjög skemmtilegur. „Við fáum eitt hross til að temja og njótum vissrar grunnleiðsagnar en höfum samt nokkuð frjálsar hendur með að- ferðina. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að fást við þetta.“ Hún sagðist alveg eins hafa átt von á að ná þessum árangri á góð- um degi. Og hún sagðist hafa fundið sig alveg ágætlega í braut- inni. Sigríður segist ætla að halda áfram tamningum. "Við eigum mikið af hrossum þannig að það er nóg að gera. Ég á ein 5-6 hross og það verður gaman að fást við að temja þau," sagði Sigríður að lokum. Svanhlldur Skeifudagurinn haldinn á Hvannevri í 42. sinn Þetta var líka óskaplega breiður hópur, allt ífá því að vera þaulvant keppnisfólk í að vera fólk sem langaði að kynnast aðeins hestum. Ég held að báðir þessir hópar hafi lært mikið á þessu námskeiði,“ segir hún. Að sögn Svanhildar er þessi áfangi sniðinn fyrir bónda sem á hross þannig að hann geti hirt hrossin og stytt þann tíma sem hann annars þyrfti að kaupa af tamningamanni. Þetta er því ekki sams konar kennsla og menn fá á Hólum. Svanhildi finnst að kennslan hefði mátt vera meiri. ,,Það er ekki mikið að fá aðeins tvær kennslu- stundir á viku með kennara og hafa aldrei séð hest áður. Þau hafa í raun ekki mjög mikla leiðsögn úr tímunum. Það voru meira að segja nokkrir í þessum hóp sem kunnu ekki að setja beisli á hrossin. Það þyrfti bæði fleiri kennslustundir á viku og svo þyrfti helst að vera einn reiðkennsluáfangi í lokin. Það er spuming hvort það er réttlætanlegt að gera þetta svona." Hestamannafélagið Grani stóð fyrir skeifudeginum á Hvann- eyri á sumardaginn fyrsta í blíð- skaparveðri. Þetta er í 42. sinn sem þessi dagur er haldinn há- tíðlegur. Aðalviðburðurinn var Skeifukeppnin þar sem nemend- ur í 2. bekk í tamningum hjá Svanhildi Hall sýndu afrakstur vetrarins og kepptu sín á milli um stjórn á hestinum, ásetu, gangtegundir o.fl. Hver nemandi hefur í vetur tamið eitt hross undir handleiðslu Svanhildar og virtist sem þeim hefði tekist það býsna vel af því sem menn gátu séð. Á annað hundrað manns fylgdust með keppninni. Óhætt er að segja að Sigríður Sverrisdóttir hafi verið maður dagsins. Hún fékk flest stig í Skeifukeppninni og fékk fyrir vik- ið til varðveislu næsta árið Morg- unblaðsskeifuna. Hún þótti einnig bera af í umhirðu hrossa og fékk fyrir það Eiðfaxabikarinn. Einnig voru veitt ásetuverðlaun Félags tamningamanna, þ.e.a.s. þau hefðu verið veitt ef verðlaunin hefðu ver- ið komin á staðinn. Þau hlaut Þór Jónsteinsson, sem er einmitt unnusti Sigríðar. Sigríður er 25 ára og kemur frá Skarði í Hörgárdal. Hún segist hafa haft áhuga á hestum alveg frá því hún var lítil stúlka. En lá þá ekki beinna við að fara á Hóla? „Ég hef líka áhuga á kúm og vildi einnig komast í snertingu við þær. Það er ekki kostur á því á Hólum,“ segir hún. Sigríður hefur aðeins fengist við að temja hross en þá höfðu þau verið gerð reiðfær áður en hún fékk þau í hendur. Nú í vetur tamdi - segir Svanhildur Hall hrussaræktarkennarl Svanhildur Hall tók við hrossaræktar- kennslunni á Hvann- eyri í haust en hún er búfræðingur ífá Hóla- skóla. Hún var mjög sátt við daginn. „Mér fannst þetta ganga mjög vel. Menn byija að spá í þetta snemma á vetrinum, hvemig hrossin temjast og hvað langt sé í að þau geti gert ákveðna hluti. Stemmningin síðustu dagana fyrir þessa keppni var mjög mikil og allir lögðust á eitt að undirbúa sig sem best. Það er mikil samkennd í þessum hóp og meira að segja fáum við hjálp ífá þeim sem ekki em í hrossarækt," segir hún. Svanhildur segir það hafa einkennt þennan hóp hversu áhugasamur hann er. „Þau sitja oft hér á kvöldin og læra meira. Landbúnaðartæki Verð frá kr. án vsk. MASCHIO jarðtætarar 252.800,- MASCHIO tindattætarar 492.800,- MÖRTL diskasláttuvélar 330.300,- TONUTTI hjólarakstrarvélar 52.200,- AMA vökvayfirtengi með lásventli og tengjum 16.320,- RECK mykjuhrærur 138.000,- AVANT fjósvélar 650.000,- Verð frá kr. án vsk. FLÖTZINGER þrítengiskóflur með vökvatengi 148.000,- OTMA flagjöfnur 48.000,- OTMA flutningsskúffur á þrítengi 38.000,- AGREX fóðurblöndunarstöð með kornmyllu 651.200,- AGREX kornþurrkarar 2.152.000,- ACO trac traktors rafstöðvar 216.000,- ORKUTÆKNI Hyrjarhöfða 3, 112 Reykjavík. RAUCH yfirburða áburðar- dreifari -áHfissc; 1 - -aÆt, i ♦Tveggja diska ♦ Lág hleðsluhæð ♦ Nákvæm dreifing ♦ Auðveldur að þrífa ♦ Ryðfrír botn í skál ♦ Ryðfrír dreifibúnaður Sparaðu áburð með RAUCH! VÉLAR& PJéNUSTAHF Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, Handviirksfólk - selskinn Vakin er athygli á því, að af sérstökum ástæðum á Eggert feld- skeri nú talsvert af III. og IV. flokks loðsútuðum vorkópaskinn- um. Skinn þessi henta ágætlega í ýmsa smærri muni, þótt sútunar- gallar geri þau óhæf í stærri flíkur. Gallamir em fyrst og fremst þeir að skinnið er skellótt, þeir hlutar þess sem em með hár em í góðu lagi. Flest skinnana em lituð og kostar III. flokkur kr. 1500 og IV. flokkur kr. 1000. Þeir sem hafa áhuga em beðnir að snúa sér til Eggerts feldskera á Skólavörðustíg 38, sími551 1121 /ÁS JUKO sáðvélar ♦ Sáir samtímis áburði og fræi ♦ Vinnslubreidd 250 cm, 300 cm og 400 cm ♦ Aflþörf frá 70-120 hö. ♦ Hárnákvæm og sterkbyggð sáðvél Einniq mikið úrval annarra jarðvinnslutækja VÉLAR& PJéNUSTAHF Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040,

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.