Bændablaðið - 04.05.1999, Side 23

Bændablaðið - 04.05.1999, Side 23
Þriðjudagur 4. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 23 Aðalfinidiir Búnaðarsamliands Suðurlands Bergur Pálsson, formaður Búnaðarsambands Suðurlands Uppbyggingin á Stóra ÁrmðH er fyrst og M verk sunnlenshra bænda „Uppbyggingin á Stóra Ármóti er fyrst og fremst verk sunn- lenskra bænda,“ sagði Bergur Pálsson, formaður Búnaðarsam- bands Suðurlands í samtali við Bændablaðið. „Á stöðinni hefur verið halli ár eftir ár, fyrst og fremst vegna fjárfestinga, sem í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt, en þessa upphæð hefur búnaðar- sambandið greitt. Það getur ekki verið eðlilegt eða rétt að sunnlenskir bændur séu að borga tilraunir í nautgriparækt sem nýtast síðan öllum bændum landsins. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á að reka þessa stöð af myndarskap og það mætti hugsa sér að Landssam- band kúabænda kæmi einnig að málinu. Hlutverk Búnaðarsam- bands Suðurlands er fyrst og fremst að reka leiðbeininga- þjónustu.“ Bergur sagðist hafa heyrt þær hugmyndir að leggja af reksturinn á Stóra Ármóti og flytja starf- semina t.d. að Hvanneyri. „Það væri ekki gæfulegt spor. Við erum búin að byggja upp glæsilega að- stöðu á Stóra Ármóti og byggingar og annað verður ekki flutt á milli staða. Hins vegar mætti skoða náið hvemig hægt er að tengja skóla- haldið á Hvanneyri við þessa til- raunastöð. Bættar samgöngur og nýjungar í tölvusamskiptum hafa gert það að verkum að hægt er að reka hér gott tilraunabú í góðri samvinnu t.d. við Hvanneyringa." Bergur sagði fulltrúa frá Bún- aðarsambandi Suðurlands ekki hafa rætt málefni Stóra Ármóts til hlítar við RALA en það yrði gert á næstunni. „Á liðnu ári hækkaði RALA greiðslu fyrir aðstöðu til stöðvarinnar en samkvæmt samn- ingnum á RALA að kosta tvær stöður á Stóra Ármóti. Við það hefur ekki verið staðið að öllu leyti. Nú erum við að missa til- raunastjórann og ekki búið að ráða í hans stað. Við þurfum að fá fram raunverulegan vilja manna til að nýta þessa stöð.“ Það kom fram hjá Bergi að nú væri í raun kominn tími til að menn skoðuðu tilraunastarfsemi í nautgriparækt í landinu í heild sinni. „Eg á við að það er verið að gera tilraunir í nautgriparækt á tveimur, þremur stöðum og það er einfaldlega of mikið. Tilrauna- starfið á þessu sviði á að vera á Stóra Ármóti þar sem bestu að- stöðuna er að finna þar. Á sínum tíma höfðu menn kjark til að takast á við sambærilegt mál í sauðfjár- rækt. Þá voru þrjú tilraunabú en nú er eitt myndarlegt tilraunabú á Hesti.“ Nefndir aðalfundar Búnaðar- sambands Suðurlands voru at- kvæðamiklar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir samþykktum fund- arins. Ráðunautur íjarðrcekt Fundurinn skoraði á stjóm BSS að ráðinn yrði annar ráðu- nautur í jarðrækt svo tryggt væri að allt svæðið fái viðunandi þjón- ustu á því sviði. Tillagan var sam- þykkt. Sömuleiðis var samþykkt að búnaðarsambandið kannaði gmndvöll þess að sóna ær á ákveðnum tíma meðgöngu, með tilliti til lambafjölda í ánum. Kanna þyrfti áhuga sauðfjárbænda og hvort þetta væri framkvæman- legt og hver kostnaðurinn yrði. I greinargerð segir að markmiðið sé að spara fóðurkostnað og Iétta undir á sauðburði með því að vita hverja bændur hyggðust venja undir og frá hverri taka. Val á lífhrossum Fundurinn skoraði á stjóm og framkvæmdastjóra að auka og efla ráðunautaþjónustu við val á líf- hrossum með það að markmiði að bæta almennt hrossaræktarstofninn á Suðurlandi og fækka jafnframt óþarfa hrossum, bæði vegna ásýndar landsins og af markaðsað- stæðum. Kynbótastöð Suðurlands Aðalfundurinn beindi því „...til stjómenda Kynbótastöðvar Suður- lands að skipuð verði nefnd máls- aðila til að endurskoða gjaldtöku og þjónustu stöðvarinnar, með það fyrir augum m.a. að boðið verði upp á sæðingar alla daga, gjaldtaka fari í vaxandi mæli eftir fjölda sæðinga á hverju búi og að enn frekar verði aukinn munur á kostn- aði þeirra sem standa innan eða ut- an skýsluhaldsins". í fjárhagsáætl- un Kynbótastöðvarinnar, sem fundarmenn samþykktu sam- hljóða, er gert ráð fyrir 3 milljón kr. peningalegu tapi. Kaupa á tvo bfla og gjald fyrir kú verður hækk- að úr kr. 1000 í kr. 1250. Þeir sem em í skýrsluhaldi fá 12% afslátt. RALA og tilraunabúið á Stóra Armóti Allsherjamefnd lagði fram eftirfarandi tillögu sem var sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn 23. april 1999 í Aratungu, krefst þess að RALA standi við sinn hluta samstarfssamnings við Búnaðarsamband Suðurlands um tilraunabúið á Stóra-Ármóti og manni nú þegar þau stöðugildi til frambúðar sem kveðið er á um“. Málefni Stóra Ármóts komu mjög til umræðu á fundinum. Aðalfund- urinn fól stjóm að vinna að fram- tíðarlausn á vanda Stóra-Ármóts. Markmiðið verður að vera það að RALA eða aðrar stofnanir standi að fullu straum af þeim kostnaði sem fylgir rekstri stöðvarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu verði lagðar fyrir næsta aðalfund Búnað- arsambands Suðurlands1'. I grein- argerð segir að búnaðarsambandið hafi í gegnum tíðina lagt vemlega fjármuni til Stóra-Ármóts, fyrst með stofnframlagi og alla tíð síðan fjármuni úr eigin rekstri til að end- ar nái saman. Á sama tíma hefur samstarfsaðilinn, RALA, á engan hátt borið eðlilega fjárhagslega hlutdeild í uppbyggingu og rekstri. Það er óeðiilegt að Búnaðarsam- band Suðurlands eigi og reki að mestu tilraunstöð sem nýtist öllum bændum landsins, en aðeins sunn- lenskir bændur borga. Fasteignagjöld Aðalfundurinn beindi því til fjármálaráðherra og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að álagning- arstuðull til fasteignagjalds á íbúð- arhúsum (skattmat) verði aflagður og fasteignaskattur verði lagður á og innheimtur eftir því fasteigna- mati er gildir hveiju sinni“. í greinargerð segir að við álagningu fasteignagjalda af íbúðarhúsum á landsbyggðinni sé notað svokallað skattmat og er þá miðað við mark- aðsvirði eignarinnar eins og hún er í Reykjavík. Það er réttlætt með því að fasteign (íbúð) hafi sama notagildi hvar sem er á landinu og allir íbúar eigi og hafi sama rétt á þjónustu í hvaða sveitarfélagi sem þeir búa. Vissulega myndar stuð- ullinn mikilvægar tekjur til sveitar- félaga, en ekki er hægt að réttlæta tekjur á innheimtugrunn sem ekki er til, aðeins upphugsaður. Tillag- an var samþykkt samhljóða. Lánareglur Lánasjóðs landbún- aðarins verði endurskoðaðar Þá beindi aðalfundurinn því til stjómar Lánasjóðs landbúnaðarins að þær lánareglur sem í gildi eru í dag verði endurskoðaðar m.t.t. há- markslánveitinga á niðurgreiddum vöxtum og lánshlutfalls þeirra lána sem veitt eru til bygginga og inn- réttinga. Þetta var samþykkt sam- hljóða. í greinargerð segir að mið- að við stöðu landbúnaðar og þá strauma sem í gangi em þá eru stærðartakmarkanimar orðnar úr- eltar. Sú krafa sem gerð er til bænda um eigið fé er í dag óraunhæf ef horft er til annarra atvinnuvega og gerir bændum að mörgu leyti illmögulegt að ráðast í nauðsynlegar endumýjanir og nýbyggingar. Eðlilegra væri að gera meiri kröfu um vandaðar áætlanagerðir og að þeir sem huga að stækkun eða kaup á bújörðum sýni fram á arðsemi rekstursins. Lcekkun raforkuverð til ylrcektar Málefni ylræktarinnar komu til umræðu á fundinum og skoraði að- alfundurinn á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lækkun raforku- verðs til raflýsingar í ylrækt". í greinargerð segir að raforkuverð til raflýsingar á Islandi sé miklu mun hærra en hjá norskum og kanadísk- um garðyrkjubændum. Aukin raf- lýsing rennir styrkari stoðum undir atvinnulíf til sveita og nýtir betur þær fjárfestingar sem fyrir hendi em auk betri nýtingar á vinnuafli. Raflýsing eykur einnig framboð á íslenskum garðyrkjuafurðum og jafnar verðsveiflur á neytenda- markaði. Árið 1979 gáfu systkinin Ingileif, Jón og Sigríður Árnabörn Búnaðarsambandi Suðurlands jörðina Stóra Ármót í Hraungerðishreppi til tilraunastarfsemi. Frá árinu 1952 hafði Búnaðarsambandið þá leigt Laugardæli í sömu sveit og rekið þar tilraunabú. Búnaðarsambandið tók strax við fjárstofninum sem var á Stóra Ármóti 1979 en það var ekki fyrr en 8 árum síðar sem starfsemin tengd nautgripunum fluttist að staðnum. Á þeim árum og fram til þessa hefur uppbygging verið umfangsmikil á Stóra Ármóti. Nýtt land hefur verið brotið, lagfæring eldri mannvirkja og nýbyggingar hafa litið dagsins ljós. Árið 1981 voru samþykkt lög um tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Stóra Ármóti. Samkvæmt þeim er landbúnaðarráðherra heimilt að semja við stjórn Búnaðarsambandsins um sameiginlegan rekstur tilraunastöðvar að Stóra Ármóti. Þar kemur einnig fram að við tilraunastöðina skuii starfa sérfræðingur í fóðurfræði og rannsóknamaður, ráðnir af Rannsóknastofnun landbúnaðarins, en launaðir af ríkissjóði. Samkvæmt fyrr nefndum samningi ber Búnaðarsamband Suðurlands sem á jörðina fjárhagslega ábyrgð á búinu. Það ræður verktaka (bústjóra) til að inna af hendi þau störf sem snúa að daglega búrekstrinum. Tilraunastjóri er ráðinn af Rannsóknastofnun landbúðnaðarins til að hafa umsjón með tilraunastarfseminni sem fram fer. Stóra Ármót er um 650 ha að stærð. Jörðin liggur að ármótum þar sem Sogið og Hvítá renna saman í Ölfusá. Jarðvegurinn er að stærstum hluta grunnur móajarðvegur á hrauni. Þess á milli eru grunnar mýrar og sendnir þurrlendisbakkar eru með ánni. Náið samstarf hefur verið milli tilraunastöðvanna á Stóra Ármóti og Möðruvöllum. Þannig hefur framkvæmd tiirauna á Möðruvöllum verið með svipuðu sniði og tilraunaframkvæmdir á Stóra Ármóti. Á Möðruvöllum er auk þess aðstaða til að einstaklingsfóðra eldisgripi. Nokkrir fundarmanna á aðalfundinum. Bergur Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn í Aratungu á dögunum. AIls mættu 65 fulltrúar til fundarins en þar kom fram að veruleg tekjuaukning hefur orðið í rekstri sambandsins. Tekjur námu 121 milljón og gjöld voru 118 milljónir. Hagnaður ársins var því um 3 milljónir. Fastafjár- munir voru 135 milljónir og veltufjármunir tæpar 63 milljónir og eignir alls því 198 milljónir. Skuldir námu í árslok 36 milljónum og eigið fé rúmlega 161 milljón. Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri, lagði fram fjárhagsáætlun búnaðarsambandsins en þar er gert ráð fyrir hagnaði upp á 368 þús. kr. Aætlunin var samþykkt samhljóða. Sauðfjársæðingarstöðin velti tæpum 3 milljónum, gjöld námu rúmum 3 milljónum og tap af reglulegri starfsemi um 400 þúsundum. í sjóði stöðvarinnar eru 3 milljónir, peningalegt tap um 130 þúsund. Kynbótastöðin velti 38 milljónum og gjöld námu tæplega 41 milljón og tap af reglulegri starfsemi um 2 milljónum. Sæðingagjöld hafa ekkert hækkað frá árinu 1994. Á fundinn kom Ari Teitsson, formaður BÍ, og kynnti möguleika nýs búvörusamnings - einkum á sviði leiðbeiningaþjónustu. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmda- stjóri, búnaðarsambandsins sagði tekjur vegna Stóra-Ármóts nema 18 milljónum og gjöld 23 milljónum, tap af reglulegri starfs- emi var um 5 milíjónir. Afskriftir eru 6,2 milljónir á Stóra Ármóti Kosið var um tvo stjórnarmenn úr Árnessýslu og tvo varamenn og löggiltan endurskoðanda. Kosning fór þannig að Guðmundur Stefánsson fékk 40 atkvæði og Þorfinnur Þórarinsson fékk 39 atkvæði og eru þeir því kjörnir stjórnarmenn. Varamenn voru kjörnir María Hauksdóttir með 31 atkvæði og Rúnar Andrésson með 29 atkvæði. Löggiltur endurskoðandi, Endurskoðun Björns E. Árnasonar, var endurkjörinn með lófataki. Formaður Búnaðar- sambands Suðurlands er Bergur Pálsson. Sveinn

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.