Bændablaðið - 01.09.1988, Qupperneq 7

Bændablaðið - 01.09.1988, Qupperneq 7
Átakalítið í sláturhúsamálum... Þó áætlun Landbúnaðarráðu- neytisins um stórfellda fækkun sláturhúsa hafi mætt verulegri andstöðu meðal fjölmargra bænda þá hafa leyfisveitingar á þessu hausti gengið átakalítiö l'yrir sig. í ár hafa 6 hús lagt upp laupana og aðeins eitt þeirra vegna þcss að beinlínis hafi verið synjað um umbeðið sláturleyfi. Það er sláturhúsið í Grindavik en þar hefur Kaupfélag Suðurnesja séð urn slátrun í stóru og myndar- legu fiskverkunarhúsi, aðallega fyrir fé úr Landnámi Ingólfs. Þegar þeir fengu ekki leyfið sótti Kaupfélagið um úreldingu og eng- ar teljandi deilur hafa orðið. Við hin sláturhúsin sem hætta hafa sláturleyfishafar sótt um úreld- ingu og ekki farið fram á leyfi til áframhaldandi slátrunar, enda virðist það ekki fýsilegur gróða- vegur að slátra fé við staðgreiðslu þegar treysta þarf á ríkissjóð um uppgjör staðgreiðslulána og út- flutningsbótafjár. Þessi hús sem hætta núna eru Kauplelag Önfirð- inga á Flateyri en þur liafa menn sameinast um sláturhúsrekstur í löggiltu húsi á Þingeyri, Verslun- arfélag Austurlands í Fcllabæ, Kaupfélagið F'ram á Neskaupstað cn í Norðfirði og raunar víða á Austurlandi er orðið l'átt fé vegna riðuniðurskurðar, Sláturhúsið á Ojúpavogi sem KASK rekur núna og hefur annað sláturhús á Flöfn. Auk þess er löggilt hús á Breið- dalsvík. Og síðan hús sem mikið var slegist útaf í fyrra en það er Sláturhús Matkaups í Vík í Myr- dal. Þar er líka löggilt hús frá SS. Síðan má geta þess að nýir aðilar sóttu um leyfi til nautgripaslátr- unar á Svalbarðseyri þar sem ekki hefur verið slátrað í nokkur ár og leyfi fékkst ekki. Aftur á móti fengu nokkrir Húnvetnskir bænd- ur leyfi til að slátra í húsi Verslun- ar Sigurðar Pálmasonar, en bara í ár. Á Kópaskeri komst slátrun loks í gang en þar slátrar KEA í löggiltu húsi Kaupfélags N-Þing sem hefur átt í miklum rekstrar- erfiðleikum. stóð að loka Laugaráshúsinu nú strax í haust en bændur á svæð- inu fengu því breytt og mörgum þykir hart að leggja niður slátrun í húsi sem er rétt rúmlega tuttugu ára gamalt, er allgott samkvæmt sláturhúsaskýrslunni og stór bygg- ing. Þar er heimiluð 1000 kinda dagslátrun en á undanþágu því frystiklefa vantar tilfinnanlega. í síðasta Frey spyr M.E. Þorfinn bónda á Spóastöðuin í Biskups- tungum hvort mögulegt sé að húsið verði lagt niður: „Ég veit það ekki, þau mál eru öll í deigl- unni. Sá möguleiki er lika fyrir hendi að öll sauðfjárslátrun Slát- urlelags Suðurlands á Selfossi verði flutt í Laugarás. Það er miklu hægara að fá fólk til slátur- starfa hér á haustin heldur en á Selfosssvæðinu. Atvinnumarkað- urinn er þar miklu bundnari og samkeppni, t.d. við sjávarsíðuna, er meiri. Hér er hefð fyrir því að það gengur vel að rnanna slátur- húsið.“ — sagði Þorfinnur Þórar- insson á Spóastöðum. ...og misskilningur þingmannsins! Nokkur orð unt riðuna á Akri. Sigurður Sigurðarson yíirriðu- læknir landsins vclti upp nýjum fleti á þessu máli í sjónvarpsfrctt- um fyrir nokkrum dögum þegar fréttamaður ympraði á undan- þágu Pálma á Akri. Sigurður sagði að hérna væri einhver mis- skilningur á ferðinni, Pálmi hefði bara fengið frest i eitt ár eins og fleiri. Næsta ár yrði skorið hjá ölluin þar sem riða liefur komið upp eftir 1982. Þá vitum við það að allt sem Kjartan Blöndal fram- kvæmdastjóri sauðfjárveikivarna og Pálmi sjálfur hafa haldið og sagt um þetta mál er bara mis- skilningur, þar með talið bréf Pálma sem hann bað okkur að birta í þessu tölublaði núna og er hér í blaðinu. Það verður semsagt ekki beðið með það að riða finn- ist aftur á Akri áður en skoriö verður, það verður bara skorið ef Sigurður fær að ráða og enda eins gott svo að riðuhreinsun landsins öðlist einhverja tiltrú meðal al- mennings! Bœndur athugið! FANGPRÓF Lífvaka hringrás Beiösli/fangpróf fyrir kýr. Sýnir á 6 mínútum, með smá mjólkurprufu, hvort kýrin er yxna eða með fangi. • Auðveldar eftirlit með gangmálum — 21 degi eftir sæðingu. • Fljótlegt í notkun. • Einfalt í notkun — mjólk- urdreitill mældur. • Eykur hagkvæmnina. Verð 1. júlí 1988 kr. 254,00 á kú. Nánari upplýsingar veitir Mjólkureftirlit M.S.R. og M.S.B. Mjólkursamlaginu Borgarnesi í síma: 93-7-16-10. Einnig á boðstólum hjá öðrum mjólkursamlögum. __________________________________________Klippið hér Pöntun á fangprófi: Gegn póstkröfu □ Á samlagssvæði M.S.R. og M.S.B. □ Fyrir 12 kýr □ Fyrir 30 kýr □ Nafn: Heimilisfang:-------------------------------------------------------------- Póstnúmer og staður:------------------------------------------------------- Þeir sem vilja ekki klippa úr blaðinu geta afritað svarseðilinn eða Ijósritað hann. Stríðið hefst 1990 Það er raunar næsta auðskilið afhverju svo lítill styr hefur myndast um sláturhúsmálin á þessu hausti, þrátt fyrir að hið háa ráðuneyti kynni áætlun um útrýmingu allra undanþáguhúsa. Undanþágur voru veittar í ár og verða næsta ár alveg eins og verið hefur og ekki að sjá að bcitt sé viðlíka bolabrögðum neinsstaðar nú eins og gert var í fyrra. Helst er hægt að benda á Grindavík þar sem mönnum var tilkynnt á miðju sumri að þeir fengju ekki leyfi undir nokkrum kringumstæðum. Og munurinn á þvi að hætta núna eða í fyrra er að húsunum er bættur skaðinn sem þau verða fyrir við það að þurfa að hætta. Það sama verður væntanlega uppá teningnum á næsta ári. Það má reikna með að hlutirnir gangi líka skaplega fyrir sig á næsta ári nema hvað heyrst hefur að þá eigi að loka fyrir slátrun í Kaupfélagi Bitrufjarðar á Óspakseyri og vís- ast að heimamenn taki því ekki þegjandi. En að öllu óbreyttu skellur hið raunverulega slátur- húsastríð ekki á fyrr en haustið 1990 en áætlun ráðuneytisins er að þá fái ekki neitt undanþáguhús leyfi... Frá Selfossi í Laugarás! Þegar hefur verið sótt um úr- eldingu fyrir þrjú sláturhús næsta ár og reiknað með þrem fjórum í viðbót. En þessi þrjú eru: KEA á Dalvík, KASK á Fagurhólsmýri og SS í Laugarási. I þessum til- fellum eru sláturleyfishafarnir (forstjórar viðkomandi fyrirtæka) áhugasamir um að loka húsunum en hugur heimamanna sem teljast margir meðeigendur, er annar. Til nrrrm mykjutæki Mykjudælan og dreifarinn leysa mykjuvandann í eitt skipti fyrir öll Lágt verð. Góðir greiðsluskilmálar. Til afgreiðslu strax. Leitið upplýsinga. Flatahrauni 29 220 Hafnarfiröi. S. 91-651800

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.