blaðið - 19.10.2005, Síða 11

blaðið - 19.10.2005, Síða 11
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 Kenneth Clarke, frambjóðandi til leiðtoga breska (haldsflokksins, ræðir við fréttamenn. íhaldsmenn kjósa leiðtoga Fyrsta umferð í kjöri til leiðtoga breska íhaldsflokksins fór fram í gær. Þingmenn flokksins kusu á milli fjögurra frambjóðenda og mun sá sem fær fæst atkvæði falla út úr hópnum. Á morgun verður geng- ið til atkvæða á ný og fellur þá þriðji frambjóðandinn út. Allir skráðir flokksfélagar fá síðan tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja sem eftir standa. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari verður fimmti leið- togi Ihaldsflokksins síðan 1997 þeg- ar flokkurinn tapaði í kosningum til breska þingsins. Lýst verður yfir kjöri sigurvegara 6. eða 7. desember næstkomandi en þangað til mun Mi- chael Howard leiða flokkinn. Talið er að David Davis og David Camer- on komist áfram í úrslit en Kenneth Clarke og Liam Fox falli út í forval- inu. ■ Gervihnattamynd af hitabeltislægðinni Vilmu. Ekkert lát áfellibyljum Vilma færist iaukana Hitabeltislægðin Vilma stefndi á Caymaneyjar á Karíbahafinu í gær og fylgdi henni mikið úrhelli og hvassviðri. Veðurfræðingar spáðu að hún kynni að færast enn frekar í aukana og breytast i öflugan felli- byl sem gæti ógnað Kúbu og Flórída- skaga um helgina. Hún yrði þar með 12. fellibylurinn sem ríður yfir svæð- ið á árinu en svo margir hafa þeir ekki orðið síðan 1969. Ennfremur er Vilma 21. óveðrið sem hlýtur nafn á þessu fellibyljatímabili og eru nöfn á óveðrum þar með uppurin. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að hún fari í átt að Louisiana eða Mississippi en það gæti breyst,“ sagði Max Mayfield, forstjóri Felli- byljamiðstöðvar Bandaríkjanna í Miami á Flórída. Ray Nagin, borgar- stjóri í New Orleans, bað borgarbúa um að vera undir það búna að yfir- gefa heimili sín ef Vilma færðist í aukana og stefndi á borgina. ■ Spánarprinsessa í læknisskoðun Letizia Spánarprinsessa. Letizia, Spánarprinsessa, var lögð inn á sjúkrahús til skoðunar í gær eftir að hafa fundið fyrir samdrætti en prinsessan á von á sér um miðj- an næsta mánuð. Prinsessan kom á sjúkrahús í Madrid skömmu eftir miðnætti ásamt eiginmanni sínum, prinsi Felipe de Bourbon, en yfirgaf sjúkrahúsið nokkrum klukkustund- um síðar eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Prinsinn sagði fjöl- miðlafólki að allt væri í lagi að skoð- un lokinni. Letizia prinsessa sem er 33 ára fráskilinn blaðamaður en hún giftist Felipe de Bourbon prins í maí á síðasta ári. ■ PR UILBQÐ TAKMARKAÐ MAGN Körfur með loki 40x45 Kr. 5.500 30x35 Kr. 4.500 Háar körfur 60x30 Kr. 2.500 50x25 Kr. 3000. Leðurspegill 100x78 Kr. 15.500,- Stór lituð glös 4 stk. í kassa SRENGJA 995 Skartgripaskrín 18x26 Kr. 2.500 Kistlar 30x50 Kr. 4.500. 38x65 Kr. 6.500 50x78 Kr. 8.500 Dúkur 85x85 Kr. 1950 192$ VERSLUN • VÖRUHÚS Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auöbrekku 1 • Sími 544 4480 • 10-18 manudaga til föstudaga og 11-16 laugardaga

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.