blaðið - 14.04.2007, Síða 44

blaðið - 14.04.2007, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaðið íþróttir milljónir króna eru þau vikulaun sem Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er með samkvæmt erlendum fregnum eftir að hafa skrifað undir nýjan fimm ára samning. Ótaldar eru allar aukasporslur og bónusar vegna sigra og titla sem liðið vinnur. mörk í 28 leikjum er öfundsverður árangur Brasilíu- mannsins Afonso Alves hjá Heerenveen í Hollandi. Er hann markahæstur í Hollandi en vel er fylgst með kappanum af stórliðum álfunnar. ithrottir@bladid.net Margrét Lára Átt stórkostlegan feril hingað til þrátt fyrir ungan aldur J'osé Mour- inho var valinn stjóri ánaðarins í Bretlandi og Petr Cech markvörður Chelsea valinn leikmaður mán- aðarins í ensku úrvalsdeildinni. Vann Chelsea ijóra leiki í röð án þess að fá á sig mark og gera nú það sem þeir geta til að setja pressu á Manchester United í toppsætinu. Er Cech fyrsti markvörðurinn til að hljóta þessi verðlaun í sjö ár. að verðtir vængbrot- } ið lið Sevilla sem mætirValenciu í gríðarmiklum slag um helgina en bæðiliðberjast um efstu sæti spænsku deildar- innar.DanielAlves og Freddie Kanoute verða frá vegna meiðsla auk þriggja minni spámanna. Munar um þá félaga. Alves besti leik- maður Spánar þessa leiktíðina og Kanoute markahæstur í deildinni. r<S » \ 16.05 RUV Körfubolti Keflavík - Haukar 16.25 Sýn____________________ Knattspyrna Watford - Manehester United 18.20 Sýn____________________ Knattspyrna Racing - Real Madrid 20.00 Sýn Knattspyrna Real Betís- Real Socíedad 21.55 Sýn______________ Hnefaíeikar Valuev - Manfredo Sunnudagur 11.10 RÚV Kappakstur Formúla 1 13.50 SkjárSport Knattspyrna Everton - Charlion 14.50 Sýn Knattspyrna Blackburn - Chelsea 16.05 RÚV Handbolti DHL deiidin 16.50 Sýn Knattspyrna Barcelóna - Mallorca 18.20 SkjárSport Knattspyrna Inter - Palermo 18.50 Sýn Knattspyrna Valencia -Sevilla 20.50 Sýn ________ Beinar utsendingar Laugardagur 10.50RÚV______ Kappakstur Formúla 1 Handbolti Hamburg - SG Krona 12.55 Sýn______ Handbolti Flensburq - Kie Niarövik - KR 13.30 SkjarSport Knattspyrna Sheffield United - West Ham Margret Lara Viöarsdóttir, skærasta stjarna kvennafótboltans hér á landi I \ Fer strax eftir sumarið Ætlar til langdvalar Fyrirspurnir nokkuð reglulegar Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Ein skærasta, ef ekki skærasta, stjarna Islands í kvennaboltanum, Margrét Lára Viðarsdóttir, ætlar í atvinnumennsku erlendis eftir sumarið hvað sem tautar og raular og ætlar ekki að láta eina misheppnaða tilraun hafa nein áhrif á sig. Segir hún bráðnauð- synlegt hvað ferilinn varðar að komast annað enda komist hún í raun ekki lengra hér á landi en hún hefur þegar gert. Atvinnumennskan heillar áfram Margrét Lára ætlar að spila eitt tímabil enn með Val í sumar en hefur tekið stefnuna út eftir það. Það sé draumurinn og þó óvissa sé með hvert, hvenær eða með hvaða liði þá muni hún láti hún slag standa. „Mig vantar meiri áskorun og ég þarf að komast í at- vinnumannadeildir til að komast lengra í íþróttinni. Hér heima er deildin góð og fullt af sterkum og efnilegum stelpum en tímabilið er stutt og ég þarf að hafa miklu meira fyrir að halda mér í formi.“ Slæm reynsla í Þýskalandi Margrét Lára gekk til liðs við þýska liðið Duisburg í haust til að uppfylla drauminn sem varð þó fljótlega að martröð og hún sneri heim á ný. Renndi hún blint í sjóinn án umboðsmanns og rak sig fljótlega á að ekki var allt sem sýndist. Loforð við hana voru brotin og samningurinn hélt ekki vatni þegar til kom. Ákvað hún að spila með Val aftur í sumar en er gallhörð að reyna aftur í haust. „Mér finnst tíminn vera hárréttur. Ég hef þroskast og lært heilmikið gegnum allt .ferlið í Þýskalandi. Þar renndi ég alveg blint í sjó- inn, ekki staðið við samninga og ég hafði engan mér til halds og trausts nema fjölskyldu og vini. Liðið var mjög gott og það var engum að kenna í raun að ég hætti. Ég vissi bara ekki betur. Nú ætla ég að verða mér úti um um- boðsmann sem ég hafði ekki áður og gera skotheldan samning.“ Svíþjóð eða Bandaríkin Margrét getur hugsað sér að fara nánast hvert sem er í heiminum þar sem kvennafótbolti er stundaður en viðurkennir að Svíþjóð og Banda- ríkin heilli mest. „Ég tek engar ákvarðanir strax en það koma fyr- irspurnir nokkuð reglulega til mín og ég tek ákvörðun þegar fram líða stundir. En það yrði flott að komast að hjá góðum félögum í þessum löndum og það er stefnan.” Landsliðið og framtíðin Það er auðvelt að gleyma að Margrét Lára er aðeins tvítug að aldri. Hún varð íslandsmeistari með Val í fyrra og var valin knatt- spyrnumaður landsbankadeildar kvenna auk þess sem hún var markahæst. Ferill hennar með landsliðunum er glæsilegur með afbrigðum en hún hefur alls skorað 52 mörk í 68 landsleikjum með bæði A-landsliðinu og yngri flokkum. Hún segist lifa fyrir landsliðið og segir þann stórskrýt- inn sem ekki finnst sannur heiður að spila fyrir þjóð sína. „Það skil ég alls ekki. Það hlýtur að vera hverjum kappsmál að standa sig sem best þegar viðkomandi er valinn til að koma fram fyrir þjóð sína. Landsliðið er mjög gott og fullt af góðum stelpum en mér leið- ist dálítið hvað við erum gleymdar hér. Það tala allir um kvennaliðin í Noregi og Svíþjóð en aldrei minnst á það íslenska. Samt erum við með mjög margar stelpur sem eru jafngóðar eða betri en margar þær erlendu. Smæðin skemmir og því er mikilvægt að komast á stórmót sem fyrst og sanna okkar getu. Til að ná árangri þarf sjálfs- traust og það hafa allar stelpurnar í liðinu. Frábær hópur.“ Golf Verizon mótið

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.