blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 2
18 • VEIBI ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 Maöl6 veidikortid.is J\!/c e4Wi ^merm Æ^vatnasvæði fyrír aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is ILANBBROTI FRÁBÆRT VEIOIHÚ9 . fJS WtK. NOKKUR LEYFI HkW VEIDIEÉLACIB KIPPUK Friðrik 897-0844 Einar 820-0553 Víðir 698-0318 Norðurá Bjarni klárílöndun en eiginkona hans, Þórdis Klara Bridde, með lax á Eyr- inni í Norðurá í Borgarfirði. Norðurá: Ekki opnuð fyrr en ö.júní Það styttist verulega í að laxveiðin byrji en eins og menn vita er heim- ilt að veiða lax á stöng frá 1. júní ár hvert. Áður fyrr voru margar ár opn- aðarþann 1. júní, en þeim hefur farið fækkandi og opnun verið seinkað um allt land. Það hefur vakið eftir- tekt að Norðurá í Borgarfirði verður ekki opnuð t.júní eins og verið hefur til fjölda ára. Núna opnar stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur ána 5. júní og liggur beinast við spyrja formann félagsins hvers vegna það er gert. Hvers vegna byrjið þið ekki veið- ina í.júní eins og verið hefur? „Við sjáum einfaldlega að laxinn er að skila sér seinna í Norðurá og veiðin í opnuninni hefur verið að minnka ár frá ári. 1 fyrra komu þrír laxar á land og enginn í hittifyrra. Við höfum einfaldlega ákveðið að draga úr sókninni í þennan snemm- gengna lax og byrja fimm dögum seinna. Að auki hefur verið ákveðið að nýta einungis átta stangir fyrstu dagana þannig að sóknin minnkar umtalsvert." Er laxinn alltafað skila sérseinna ogseinna? „Við höfum séð að á árunum 1987- 1996 var meðalveiðin 26 laxar í opnun, en sl. 10 ár hefur hún hrunið niður í 12 laxa. Þetta sýnir okkur að tveggja ára laxi er að fækka verulega í Norðurá sem og öðrum ám á land- inu. Því höfum við ákveðið að skylda veiðimenn til að gefa öllum tveggja ára laxi í Norðurá líf í sumar.“ Síðustu ár hafa ekki verið að gefa marga laxa í byrjun, verður núna breytingá? „Eg er nokkuð bjartsýnn á að við fáum laxa í opnuninni, en hversu margir þeir verða veit ég ekki. Það fer eftir veðri og vatnsmagni í ánni. En nú er stórstreymt þann 3. júní ef ég man rétt þannig að ég ætla nú aldeilis að vona að sá silfraði verði mættur í slaginn." Þetta verður síðasta árið sem þú kastar fyrsta kastinu á Brotinu, þú cetlar að hcetta sem formaður eftir þetta ár. Hvers vegna? „Síðustu áratugina hafa formenn SVFR setið 3 - 4 ár og mér finnst þetta einfaldlega vera orðið gott. Þetta hefur verið einstaklega ánægjulegur tími og þetta starf er með þeim skemmtilegri sem ég hef tekið að mér, en þessu fylgir mikil vinna og mikill erill þannig mér finnst þrjú ár bara vera hæfilegur tími.“ Norðurá skipar stóran sess í þínu veiðiferli, er hún uppáhaldsáin? „Já, ætli það ekki bara. Það eru fáar ár á Islandi jafn fjölbreyttar. Veiðin er mikil. Umhverfið fag- urt og svo á maður margar góðar og skemmtilegar minningar af bökkum Norðurár og áin er þess vegna í sérstöku uppáhaldi hjá mér og reyndar allri fjölskyldunni," sagði Bjarni. fráb&srar vLðtöhzur....gleðíLegt veLðLsuwiarl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.