blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 7

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 7
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 VEIÐI • 23 Örn Helgason Gerir sig kláran viö Leirá í Leirársveit. þriðjudaga 510 3744 blaði •, i “ i W E ,1.\ • angling.is góða veiði Vorveiðin hefur staðið yfir í næstum mánuð og gengið ágæt- lega, margir veiðimenn hafa fengið fína veiði og flestir sleppt fisknum aftur. Enda hafa veiðimenn ekkert að gera við vorfiskinn. Einn og einn svartur sauður hefur drepið fiskinn og síðan hent honum í næstu tunnu. Sá leikur er ekki til eftirbreytni. Tíðarfarið hefur verið rysjótt en veiðimenn hafa reynt víða og veitt ágætlega. „Áin hefur vaxið mikið síðan við komum hérna í gær en við bíðum bara og sjáum hvernig þetta verður. Það liggur ekkert á,“sagði Örn Helga- son er við hittum hann við Leirá í Leirársveit á fyrsta degi sem mátti veiða. „Við reynum örugglega meira, fisk- urinnereinhversstaðarhérna,“sagði Örn og gerði flugustöngina klára fyrir nokkur köst. Fékkfallega bleikju Ágæt veiði hefur verið í Leirá og núna eru komnir um 30 fiskar á land. „Ég fékk fallega bleikju fyrir fáum dögum,“ sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í Borgarfirði, þegar við spurðum um stöðuna á svæðinu. En miklar hugmyndir eru í gangi með veiðisafnið við Ferjukot en Þorkell hefur unnið mikið að uppbyggingu þess, með miklum myndarskap. „Það gekk vel í Minnivallarlæk og á fyrstu klukkutímunum veiddust 13 fallegir fiskar og það er mjög gott, síðan hefur veiðst hellingur af fiski og einn lax,“ sagði Þröstur Elliða- son, er við spurðum um stöðuna á svæðinu. 2000 fiskar Best hefur veiðin verið fyrir austan fjall, eins og i Varmá, Tungu- fljóti og Tungulæk, mjög góð veiði á þessum svæðum. Á Vatnasvæði Lýsu hafa veiðimenn verið að veiða fiska dag og dag. Ágæt veiði hefur verið í Litluá í Kelduhverfi en misjafnt veðurfar hefur sett strik í veiðiskapinn. Erfitt er að henda reiður á það hvað margir fiskar eru komnir á land í vorveiðinni en líklega í kringum 2000. Vatnaveiðin er að byrja á allra næstu dögum og veiðimenn eru spenntir að renna fyrir fisk í vötnum eins og Elliðavatni. í Víf- ilsstaðavatni hefur verið ágæt veiði og veiðimenn sem við hittum við vatnið fyrir nokkrum dögum voru búnir að veiða fimm fallegar bleikjur á fluguna. MBm SAUDNAUTAVEia! HRÉÍNDVRÁVÉia?: STÁNfíVF? '1 6U3IV5UNDAR JONASSONAR EHF BORGARTÚNí 34 - S. SlffSIS WWW.GJTRAVEL.iS OOTGOING@JTTRAVEL.IS í tól I FLUGUSTANGIR C=&F= DE5IGN KAMASAN mmmmmmmmmmmmmgmm*— ÖNGLAR Scientific "Anglers 3M liwovation

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.