blaðið - 24.04.2007, Page 8

blaðið - 24.04.2007, Page 8
24 • VEIÐI ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 blaöiö Kleifarvatn Góður og vænn fiskur Skrifað hefur verið undir samn- ing við Stangaveiðifélag Hafnar- fjarðar til þriggja ára um að Kleif- arvatn á Reykjanesi verði innan vébanda Veiðikortsins. Það er mikið ánægjuefni að fá Kleifarvatn inn þar sem það er eitt af þeim vötnum við höfuðborgarsvæðið sem hafa verið hvað vinsælust í gegnum tíðina. Það er í aðeins 34 km fjarlægð frá Reykjavík þannig að stutt er að fara og aðgengilegt fyrir alla fjölskylduna. Kleifarvatn er frægt fyrir stór- fiska og mælingar sýna mikið af fiski í vatninu, einnig hafa kaf- arar séð mikið af vænum fiski þar. Vatnið virðist því greinilega vera að rétta úr kútnum eftir nokk- urra ára lægð. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur hafið ræktunarátak í vatninu og 2006 var sleppt um 10.000 árs- gömlumurriðaseiðumívatnið.Slepp- ingum verður haldið áfram næstu ár auk þess sem slóðar í kringum vatnið hafa verið lagfærðir. Kleifarvatn er á Reykjanesskaga, staðsett á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. En Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um átta ferkílómetrar og 136 m yfir sjávarmáli. Mesta dýpi í vatninu er um 90 m á móts við Syðri-Stapa. Meðaldýpi í vatninu er um 29 m. Vatnið og landið umhverfis það er í eigu Hafnarfjarðarbæjar en Stanga- veiðifélagHafnarfjarðarhefurveiði- réttinn. „Það verður gaman renna fyrir fisk í Kleifarvatni, það er til vænn fiskur í því, það vita veiði- menn sem hafa veitt þarna,“sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiði- kortinu er við spurðum um þetta fornfræga veiðivatn. Góð veiði Það styttist í að Elliðavatn verði opnað fyrir veiðimenn en Vífilsstaðavatn hefur verið opið síðan í byrjun apríl. Veiðin hefur verið góð þar og margir veiði- menn fengið góða veiði. Elliða- vatn verður opnað 1. maí. í Meðalfellsvatni hafa veiði- menn verið að fá ágæta urriða og tilraunaveiði var á laxi í Laxá í Kjós fyrir skömmu og veiddist eitthvað af honum en fiskum var öllum sleppt aftur í ána. Norðurá í Borgarfirði verður ekki opnuð fyrr en 5. júní núna, fimm dögum seinna en venju- lega. Það er stjórn félagsins sem - opnar ána» Verður fróðlegt að sjá hvort veiðin verður betri þegar áin er opnuð seinna en verið hefur. Bjarni Brynjólfsson er byrj- aður með Veiðimanninn og hefur klárað sitt fyrsta blað. Tímaritið Vötn og veiði er á leið- inni, en Guðmundur Guðjónsson ritstýrir blaðinu og síðan kemur Sportveiðiblaðið í maí. Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þlna i viðeigandi sérblaði blaði Auglýsingaslmar: Magnús Gauti 510-3723 Kolbrún Dröfn 510-3722

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.