blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 4
Noisette Hazelnut .Kaffi dagar 20% afsláttur af öllum kaffivörum frá Te og kaffi. Select kaffidrykkir á 100 kr. Shell kaffi á 50 kr. Allt kaffi er frá Te og kaffi. Frábær tilboð á kaffi og meðlæti. www.VBlaborg.is S: 414-8600 termann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Kornurn heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sverrir Einarsson VOLVO VNL12 Verð: 4.500.000 án vsk. TILBOÐSVERÐ: 2.900.000 án vsk Árgerð: 2000 - Ekinn: 650.□□□ km * — BÍLL í GÓÐU LAGI Hringdu í síma 822-8G1G (Helgi) og kynntu þér málifl strax í dag itrj^ Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför FRETTIR FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaöiö Aðeins fáeinum hælisleitendum veitt dvalarleyfi frá árinu 2000 Öllum 505 neitað um hæli Alls hafa 505 sótt um hæli sem flóttamenn á íslandi frá árinu 2000. Allir hafa fengið synjun þar sem þeir hafa ekki fallið undir alþjóð- lega skilgreiningu á flóttamönnum. Hins vegar hafa nokkrir fengið dval- arleyfi af mannúðarástæðum. „Frá árinu 2003 hafa 10 fengið slíkt leyfi, þar af 2 á þessu ári,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun. Nú biða á milli 20 til 25 manns á gistiheimilinu Fit i Reykjanesbæ eftir því að skorið verði úr um hvort þeir fái hæli hér á landi en alls hafa 28 manns sótt um hæli á þessu ári að meðtöldum fjórmenningunum sem gáfu sig fram við lögregluna á Egilsstöðum í síðustu viku. „Það bíða um 15 til 20 eftir úrskurði hjá okkur og nokkrir bíða eftir svari frá dómsmálaráðuney tinu við kæru vegna synjunar frá okkur. Ef ráðu- neytið staðfestir úrskurð okkar fer lögreglan að vinna að því að koma viðkomandi úr landi en slíkt getur tekið langan tíma,“ greinir Bryndis frá. Hælisleitendur koma einkum frá Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Fjór- menningarnir sem leituðu hælis i síðustu viku kváðust koma frá Sýr- landi og Líbanon. ingibjorg@bladid.net Kærði lögregiu eftir þvagsýnatöku Kon- an segist hafa verið tekin með valdi. færð í fangaklefa og sett á steinbedda. Þar hafi ver- ið gyrt niður um hana og henni haldið meðan þvagsýnataka fór fram. Valdbeiting „full- komlega óþörf" ■ Hægt að ákæra þá sem neita að gefa lögreglu sýni ■ Selfoss- lögregla oft sett upp þvaglegg hjá karlmönnum til að fá þvagsýni Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Sveinn Andri Sveinsson hæstarétt- arlögmaður telur að nóg hefði verið fyrir lögregluna á Selfossi að ákæra konu þar í stað þess að þvinga þvaglegg upp í blöðru hennar án samþykkis hennar í mars síðast- liðnum. Valdbeitingin hafi verið fullkomlega óþörf. í 102. grein umferðarlaga stendur að neiti ein- staklingar að veita sýni leiði það til ökuleyfissviptingar. ÓlafurHelgiKjartansson.lögreglu- stjóri á Selfossi, segir að það hafi ekki tíðkast hjá lögregluembættinu á Selfossi að grípa til ákvæðisins. „Það er alvarlegt mál að aka fullur og ber lögreglu að rannsaka málið með tilliti til þess að leiða í ljós hvað átti sér stað. Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða.“ Formaður Læknafélagsins, Sig- urbjörn Sveinsson, sagði við Blaðið í gær að sönnunargögn hefðu ekki spillst þó beðið hefði verið eftir þvaginu. Óvanalega langt gengið Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður á Akur- eyri, segir að á sínum tuttugu ára starfsferli hafi hann aldrei áður heyrt af þvi að þvagleggur hafi verið settur upp með valdi. „Ég get staðfest að það var óvana- lega langt gengið og tíðkast ekki í öðrum lögregluumdæmum. I þeim tilvikum sem ég veit af þá er talað um fyrir fólki og síðan er náttúrlega beðið eftir því að viðkomandi þurfi að losa þvag. Ég hef aldrei heyrt um að nokkrum manni hafi dottið í hug að framkvæma svona.“ Segir Hreiðar óeðlilegt að tekið sé mismunandi á málum á milli emb- ætta. Réttast væri að setja vinnu- reglur sem myndu gilda fyrir allt landið. Konan hefur verið ákærð fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fyrir að hóta og veitast að lög- reglumönnum og sjúkraflutninga- mönnum þetta umrædda kvöld í mars. Kemur meðal annars fram í ákærunni að hún hafi hrækt á lög- regluþjón og hótað lögregluþjónum og sjúkraflutningamönnum lífláti. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn miðviku- dag og verður aðalmeðferð í málinu 6. nóvember næstkomandi. Getur höfðað einkarefsimál Konan kærði lögregluna fyrir kynferðislegt ofbeldi en embætti ríkissaksóknara vísaði málinu frá og taldi ekki grundvöll fyrir UMFERÐARLÖG ► Samkvæmt 102. grein laganna skal svipta öku- mann ökuréttindum i ár hið minnsta ef hann neitar að veita blóð-, þvag-, öndunar-, svita- eða munnvatnssýni til rannsóknar, eins og honum ber að gera samkvæmt 47. grein iaganna. því að hefja opinbera rannsókn. Sveinn Andri segir meint brot lögreglumanna í starfi í höndum ríkissaksóknara. „Það er einfaldlega hans ákvörðun hvort viðkomandi lögreglumenn hafi brotið af sér. Ef hann telur svo ekki vera þá er málinu bara lokið. Hann er fyrsta vers og lokavers í þeirri ákvarðanatöku hvort lögreglu- menn séu saksóttir.“ Sveinn Andri segir að konan geti hugsanlega reynt að höfða einka- refsimál eða bótamál. Segir hann einnig að hægt sé að fara með svona mál fyrir Mannréttindadómstól- inn telji einstaklingar brotið á rétt- indum sínum þar sem ekki sé hægt að kæra ákvörðun ríkissaksóknara. Ólafur Helgi segist ekki geta tjáð sig um ákæruna þar sem hún sé gefin út af ríkissaksóknara. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.